Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2025 20:20 Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri á Borg í Mjóafirði. Einar Árnason Mjófirðingum líst vel á ákvörðun atvinnuvegaráðherra að hefja undirbúning laxeldis í Mjóafirði. Ráðgjafi í fiskeldismálum áætlar að fjörðurinn gæti árlega skilað tíu til tólf milljarða króna útflutningsverðmæti. Mjóifjörður er fámennasti byggði fjörður Austurlands og þar búa núna ellefu manns. Í fréttum Sýnar var rifjuð upp heimsókn í Mjóafjörð fyrir þáttinn Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í febrúar 2022. „Það sem ég sé svona sem gæti ýtt undir byggð hér snöggt, það er laxeldið,“ sagði Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri, í þættinum. „Nú er þetta komið í nærliggjandi firði og gengur býsna vel. Of afhverju ætti það þá ekki að vera hægt hér?“ spurði Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason Laxeldi var raunar stundað í Mjóafirði um fimm ára skeið upp úr síðustu aldamótum. „Hér eru þessir fáu sem eftir eru sammála um það og sjá ekkert því til fyrirstöðu að fá það hingað. Og ég held að það verði,“ sagði Sigfús. „En þeir virðast frekar vilja setja þetta á Fáskrúðsfirði, þótt Fáskrúðsfirðingar segðu nei. Þeir vilja setja þetta á Seyðisfjörð, þó Seyðfirðingar segi nei. En við segjum bara: Já, já, já. Tilbúnir í hvað sem er. En fáum ekki neitt,“ sagði Sævar. Séð yfir byggðina í Mjóafirði.Einar Árnason Og núna virðast óskir Mjófirðinga ætla að rætast, miðað við orð Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráherra á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær. „Ég hef kallað eftir því við Hafrannsóknastofnun að gert verði burðarþolsmat í Mjóafirði og tillögur að eldissvæðum. Gert er ráð fyrir að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði tilbúin snemma á vormánuðum. Og þá verður ekkert því til fyrirstöðu að farið verði í útboð á svæðunum, enda liggur fyrir strandsvæðaskipulag fyrir Mjóafjörð,“ sagði Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í Hörpu í gær.Sjávarútvegsdagurinn Þeir Sigfús og Sævar sögðu báðir í samtali við fréttastofu í dag að þeim litist vel á ákvörðun ráðherrans. „Mér líst vel á þessa ákvörðun ráðherra. Hún er skelegg þessi kona,“ sagði Sigfús. En hverju gæti Mjóifjörður skilað í afurðum laxeldis? Um það spurðum við Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðing í dag en hann er óháður ráðgjafi í fiskeldismálum. Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur er ráðgjafi um fiskeldi.aðsend Jón Örn segir Mjóafjörð opinn með mikil sjóskipti og botnstraumi, sem ráði mestu um burðarþol. Hann áætlar að burðarþol fjarðarins sé að minnsta kosti tíu til tólf þúsund tonn. „Í því tilliti er mikilvægt að eldissvæði sé staðsett í og yfir markantinum en ekki í miðjum firðinum, þar sem botnstraumur er jafnan minnstur í djúpálnum,“ segir Jón Örn. Miðað við að þúsund krónur fáist fyrir kílóið af laxi gæfi það tíu til tólf milljarða króna verðmæti á hverju ári. Í mörgum heimsóknum til Færeyja hefur Sigfús á Brekku kynnst laxeldinu þar. „Þá náttúrlega sá maður þetta allt saman. Hvað þetta er flott. Hvað þetta gefur rosalegar tekjur. Og hve möguleikarnir eru miklir við þetta. Og þetta hlýtur að vera hægt hérna, alveg eins. Getur ekki annað verið,“ sagði Sigfús. Fjarðabyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Byggðamál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Vísindi Tengdar fréttir Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Mjóifjörður er fámennasti byggði fjörður Austurlands og þar búa núna ellefu manns. Í fréttum Sýnar var rifjuð upp heimsókn í Mjóafjörð fyrir þáttinn Um land allt, sem sýndur var á Stöð 2 í febrúar 2022. „Það sem ég sé svona sem gæti ýtt undir byggð hér snöggt, það er laxeldið,“ sagði Sævar Egilsson, útgerðarmaður og vélstjóri, í þættinum. „Nú er þetta komið í nærliggjandi firði og gengur býsna vel. Of afhverju ætti það þá ekki að vera hægt hér?“ spurði Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku. Sigfús Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Brekku í Mjóafirði.Einar Árnason Laxeldi var raunar stundað í Mjóafirði um fimm ára skeið upp úr síðustu aldamótum. „Hér eru þessir fáu sem eftir eru sammála um það og sjá ekkert því til fyrirstöðu að fá það hingað. Og ég held að það verði,“ sagði Sigfús. „En þeir virðast frekar vilja setja þetta á Fáskrúðsfirði, þótt Fáskrúðsfirðingar segðu nei. Þeir vilja setja þetta á Seyðisfjörð, þó Seyðfirðingar segi nei. En við segjum bara: Já, já, já. Tilbúnir í hvað sem er. En fáum ekki neitt,“ sagði Sævar. Séð yfir byggðina í Mjóafirði.Einar Árnason Og núna virðast óskir Mjófirðinga ætla að rætast, miðað við orð Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráherra á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær. „Ég hef kallað eftir því við Hafrannsóknastofnun að gert verði burðarþolsmat í Mjóafirði og tillögur að eldissvæðum. Gert er ráð fyrir að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði tilbúin snemma á vormánuðum. Og þá verður ekkert því til fyrirstöðu að farið verði í útboð á svæðunum, enda liggur fyrir strandsvæðaskipulag fyrir Mjóafjörð,“ sagði Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í Hörpu í gær.Sjávarútvegsdagurinn Þeir Sigfús og Sævar sögðu báðir í samtali við fréttastofu í dag að þeim litist vel á ákvörðun ráðherrans. „Mér líst vel á þessa ákvörðun ráðherra. Hún er skelegg þessi kona,“ sagði Sigfús. En hverju gæti Mjóifjörður skilað í afurðum laxeldis? Um það spurðum við Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðing í dag en hann er óháður ráðgjafi í fiskeldismálum. Jón Örn Pálsson sjávarútvegsfræðingur er ráðgjafi um fiskeldi.aðsend Jón Örn segir Mjóafjörð opinn með mikil sjóskipti og botnstraumi, sem ráði mestu um burðarþol. Hann áætlar að burðarþol fjarðarins sé að minnsta kosti tíu til tólf þúsund tonn. „Í því tilliti er mikilvægt að eldissvæði sé staðsett í og yfir markantinum en ekki í miðjum firðinum, þar sem botnstraumur er jafnan minnstur í djúpálnum,“ segir Jón Örn. Miðað við að þúsund krónur fáist fyrir kílóið af laxi gæfi það tíu til tólf milljarða króna verðmæti á hverju ári. Í mörgum heimsóknum til Færeyja hefur Sigfús á Brekku kynnst laxeldinu þar. „Þá náttúrlega sá maður þetta allt saman. Hvað þetta er flott. Hvað þetta gefur rosalegar tekjur. Og hve möguleikarnir eru miklir við þetta. Og þetta hlýtur að vera hægt hérna, alveg eins. Getur ekki annað verið,“ sagði Sigfús.
Fjarðabyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Byggðamál Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Hafrannsóknastofnun Vísindi Tengdar fréttir Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Mjófirðingar kalla eftir laxeldi og jarðgöngum til að treysta byggð Tvísýnt er um framtíð byggðar í Mjóafirði eftir að skólahald lagðist þar af fyrir fjórum árum. Þegar Mjófirðingar eru spurðir hvað sé til bjargar er svarið skýrt: Jarðgöng og laxeldi. 21. febrúar 2022 22:20