Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Agnar Már Másson skrifar 26. nóvember 2025 16:47 Starfsmanni franska menningarráðuneytisins er gefið að sök að bjóða konum í starfsviðtali upp á heitan drykk sem innihélt sterk og ólögleg þvagræsilyf svo að þær þyrftu að kasta af sér vatni. Hann hafi oft fært viðtalið út svo langt væri í næstu snyrtingu. Getty Fjöldi kvenna í Frakklandi sakar starfsmann franska menningarráðuneytisins um að hafa byrlað þeim þvagræsilyf í starfsviðtali svo þær pissuðu á sig í miðju viðtali. Lögreglan rannsakar málið en hann hefur verið ákærður fyrir að mynda og byrla rúmlega 200 konum án þeirra vitneskju. Nokkrar kvennanna hafa nú opnað sig um málið í samtali við breska miðilinn Guardian. Ein þeirra, Sylvie Delezenne, rekur söguna af því þegar hún fékk skilaboð frá mannauðsfulltrúa ráðuneytisins árið 2015 inni á LinkedIn. „Það hafði verið draumur minn að vinna hjá menningarráðuneytinu,“ er haft eftir Delezenne. En upplifun hennar líktist frekar martröð en draumi. Í stað þess að fá starf hjá ráðuneytinu er hin 45 ára Delezenne ein af 240 konum sem hafa ásakað Christian Nègre, starfsmann ráðuneytisins, um að áreiti og ofbeldi. „Vissi ekki einu sinni að svona árás væri til“ Nègre er gefið að sök að hafa stundað það yfir níu ára tímabil að bjóða konum í starfsviðtali upp á heitan drykk, svo sem kaffi eða te, sem innihélt sterk og ólögleg þvagræsilyf svo að þær þyrftu að kasta af sér vatni. Hann er sagður hafa gert það að vana sínum að halda viðtalinu áfram úti, til dæmis að taka konurnar í göngutúr svo langt væri í næsta salerni. Konurnar lýsa því að hafa verið í spreng og liðið illa á meðan á viðtalinu stóð. Sumar segjast hafa neyðst til þess að kasta af sér vatni á almannafæri. Aðrar segjast ekki hafa komist á snyrtingu í tæka tíð, með tilheyrandi afleiðingum. Konurnar segjast hafa fundið fyrir mikilli skömm, sem hafi haft íþyngjandi áhrif á líf þeirra. „Ég vissi ekki einu sinni að svona árás væri til,“ lýsir fyrrnefnd Delezenne í samtali við Guardian. „Tilraunir“ Ljósi var varpað á þetta ofbeldi árið 2018, í kjölfar þess að samstarfsmaður Nègre sakaði hann um að reyna að taka myndir af leggjunum á sér. Við rannsókn lögreglu kom í ljós töflureikniskjal, svo sem Excel-skjal, er nefndist „Tilraunir“ þar sem hann er sagður hafa skráð hjá sér byrlanirnar og viðbrögð kvennanna. Árið 2019 hafði Nègre verið vikið úr opinberum störfum og rannsókn hófst formlega á meintum gjörðum hans, allt frá byrlunum að kynferðisofbeldi. Vanessa Stein, lögmaður hans, segir að hann myndi ekki tjá sig um málið. Louise Beriot, lögmaður nokkurra kvenna í málinu: „Í samhengi við kynferðislegar fantasíur [...] þá snýst þetta um vald og yfirráð yfir líkömum kvennanna [...] í gegnum niðurlægingu og stjórnun.“ Málið hefur enn verið tekið fyrir af dómstólum en mál Gisèle Pelicot sem hefur heimsathygli síðustu misseri en eiginmaður hennar var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í lok síðasta árs fyrir að byrla henni ólyfjan og nauðga henni ásamt hópi banna. Frakkland Mál Dominique Pelicot Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Nokkrar kvennanna hafa nú opnað sig um málið í samtali við breska miðilinn Guardian. Ein þeirra, Sylvie Delezenne, rekur söguna af því þegar hún fékk skilaboð frá mannauðsfulltrúa ráðuneytisins árið 2015 inni á LinkedIn. „Það hafði verið draumur minn að vinna hjá menningarráðuneytinu,“ er haft eftir Delezenne. En upplifun hennar líktist frekar martröð en draumi. Í stað þess að fá starf hjá ráðuneytinu er hin 45 ára Delezenne ein af 240 konum sem hafa ásakað Christian Nègre, starfsmann ráðuneytisins, um að áreiti og ofbeldi. „Vissi ekki einu sinni að svona árás væri til“ Nègre er gefið að sök að hafa stundað það yfir níu ára tímabil að bjóða konum í starfsviðtali upp á heitan drykk, svo sem kaffi eða te, sem innihélt sterk og ólögleg þvagræsilyf svo að þær þyrftu að kasta af sér vatni. Hann er sagður hafa gert það að vana sínum að halda viðtalinu áfram úti, til dæmis að taka konurnar í göngutúr svo langt væri í næsta salerni. Konurnar lýsa því að hafa verið í spreng og liðið illa á meðan á viðtalinu stóð. Sumar segjast hafa neyðst til þess að kasta af sér vatni á almannafæri. Aðrar segjast ekki hafa komist á snyrtingu í tæka tíð, með tilheyrandi afleiðingum. Konurnar segjast hafa fundið fyrir mikilli skömm, sem hafi haft íþyngjandi áhrif á líf þeirra. „Ég vissi ekki einu sinni að svona árás væri til,“ lýsir fyrrnefnd Delezenne í samtali við Guardian. „Tilraunir“ Ljósi var varpað á þetta ofbeldi árið 2018, í kjölfar þess að samstarfsmaður Nègre sakaði hann um að reyna að taka myndir af leggjunum á sér. Við rannsókn lögreglu kom í ljós töflureikniskjal, svo sem Excel-skjal, er nefndist „Tilraunir“ þar sem hann er sagður hafa skráð hjá sér byrlanirnar og viðbrögð kvennanna. Árið 2019 hafði Nègre verið vikið úr opinberum störfum og rannsókn hófst formlega á meintum gjörðum hans, allt frá byrlunum að kynferðisofbeldi. Vanessa Stein, lögmaður hans, segir að hann myndi ekki tjá sig um málið. Louise Beriot, lögmaður nokkurra kvenna í málinu: „Í samhengi við kynferðislegar fantasíur [...] þá snýst þetta um vald og yfirráð yfir líkömum kvennanna [...] í gegnum niðurlægingu og stjórnun.“ Málið hefur enn verið tekið fyrir af dómstólum en mál Gisèle Pelicot sem hefur heimsathygli síðustu misseri en eiginmaður hennar var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í lok síðasta árs fyrir að byrla henni ólyfjan og nauðga henni ásamt hópi banna.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira