Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 26. nóvember 2025 21:31 Kristín María Birgisdóttir er fyrrverandi formaður bæjarráðs og Árni Þór Sigurðsson er formaður Grindavíkurnefndar. Vísir/Samsett Grindavíkurnefndin mun leggja það til við ríkisstjórnina að allir þeir sem voru með lögheimili í Grindavík áður en bærinn var rýmdur geti kosið í sveitarfélaginu í kosningum á næsta ári. Formaður Grindavíkurnefndar gerir ráð fyrir því að stjórnvöld taki vel í tillöguna og fyrrverandi formaður bæjarráðs segir hana til marks um víðtækt samráð nefndarinnar við bæjarbúa. Þetta verður í raun útfært þannig að fólk mun geta valið hvort það kjósi í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem það er með lögheimili í núna. Í dag eru 890 manns með skráð lögheimili í Grindavík en aðeins hluti þeirra býr þar í raun og veru. Nefndin ræddi einnig þann möguleika að miða kjörskrá Grindavíkur við núverandi lögheimili líkt og lög gera ráð fyrir en þá þyrfti að skoða þá staðreynd að vegna bráðabirgðalaga geta Grindvíkingar verið með skráð aðsetur á öðrum stað en lögheimili. Mikilvægt að Grindvíkingar geti mótað framtíðina Forsætisráðuneytið lét vinna lögfræðiálit í sumar þar sem þessum möguleika var velt upp og málið fór síðan í samráðsgátt þar sem almenningur gat skilað inn umsögn og þar kom fram nokkuð skýr vilji um að fara þessa leið. „Við höfum í raun og veru lagt til að það verði farin þessi leið að þeir sem bjuggu í Grindavík í nóvember 2023 að þeir geti valið um það að kjósa í grindavík en fólk verður þá að velja á milli þess að kjósa í grindavík og þar sem þeir eiga heima í dag,“ segir Árni Þór Sigurðsson formaður Grindavíkurnefndar. Þeir sem voru með lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 munu þá geta skráð sig rafrænt inn á kjörskrá. Árni býst ekki við mikilli mótstöðu þegar málið verður lagt fyrir stjórnvöld sem hann gerir ráð fyrir að verði formlega gert fljótlega eftir áramót. Árni Þór Sigurðsson er formaður Grindavíkurnefndar.Sýn „Það á eftir að láta á það reyna hver viðbrögðin verða þar en miðað við hvernig viðbrögð við höfum heyrt hingað til þá finnst mér mjög sennilegt að þessu verði tekið jákvætt,“ segir hann. Árni segir að aðrar útfærslur hafi verið ræddar sem hefðu takmarkað fjölda á kjörskrá verulega, að miða við lögheimilisskráningu eða raunverulega búsetu. Ljóst er að fyrirhuguð lagabreyting yrði gerð til bráðabirgða og myndi aðeins gilda í Grindavík og aðeins í kosningum á næsta ári. Árni segir þetta sanngjörnustu leiðina og að ný bæjarstjórn muni fá það verkefni í fangið að endurreisa Grindavík. „Þess vegna finnst mér mikilvægt að þeir sem eru Grindvíkingar og bjuggu í Grindavík á þessum tíma og að sjálfsögðu þeir sem hafa flutt þangað síðan og eru með lögheimili í dag að þeir geti tekið þátt í að móta framtíðina með atkvæði sínu í kosningum,“ segir Árni. Þrekraun bíði nýrrar stjórnar Kristín María Birgisdóttir fyrrverandi formaður bæjarráðs og forstjóri Discover Grindavík segir það hafa verið eindreginn vilji þeirra sem skiluðu umsókn að Grindvíkingar með lögheimili utan bæjarins fengju að kjósa þar. „Ég held að það undirstriki það að hér var ekkert sýndarsamráð í gangi,“ segir Kristín. Kristín María Birgisdóttir hefur barist ötullega í þágu Grindvíkinga.Sýn Erfitt er að segja til um það hve margir muni gefa kost á sig í bæjarstjórnina. Líkt og fram hefur komið er aðeins hluti þeirra 890 skráðra íbúa Grindavíkur raunverulega búsettur innan bæjarmarkanna og öllum er ljóst að erfitt verkefni bíði nýrrar bæjarstjórnar. „Það er að reisa bæinn við og fara í alla þessa endurreisn sem er framundan, fá fólk til þess að koma til baka. Það tekur tíma,“ segir hún. Taki tíma að endurreisa bæinn Kristín María er bjartsýn á framtíð bæjarins. „Mig dreymir um að sjá það blómlega samfélag sem Grindavíkurbær var sannarlega fyrir rýmingu. Það mun örugglega taka einhvern tíma en það er þegar farið að flytja fólk til baka. Og ef það verður skóli næsta haust, ef þetta verður ekki verra en það er, held ég að það verði mikil endurkoma af íbúum og væntanlega einhverjum nýjum líka sem munu kjósa að búa hér,“ segir hún. Hvað verður efst á baugi í þessum kosningum? „Í fyrsta lagi að sveitarfélagið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Það er til dæmis að vera með skóla og grunnskóla sem við höfum ekki verið með núna því ástandið er eins og það er. Síðan er verkefni bæði Grindavíkurbæjar og allra annarra sveitarfélaga þessir tekjustofnar sem eru orðnir dálítið rýrir miðað við þjónustuna sem þeir eru að fá í fangið. Ég held að það verði ekki mikill ágreiningur á milli þeirra sem eru að fara að bjóða sig fram um hvað þurfi að gera en það er bara að vera sammála um að snúa vörn í sókn,“ segir Kristín María Birgisdóttir Grindvíkingur. Grindavík Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Sjá meira
Þetta verður í raun útfært þannig að fólk mun geta valið hvort það kjósi í Grindavík eða í því sveitarfélagi sem það er með lögheimili í núna. Í dag eru 890 manns með skráð lögheimili í Grindavík en aðeins hluti þeirra býr þar í raun og veru. Nefndin ræddi einnig þann möguleika að miða kjörskrá Grindavíkur við núverandi lögheimili líkt og lög gera ráð fyrir en þá þyrfti að skoða þá staðreynd að vegna bráðabirgðalaga geta Grindvíkingar verið með skráð aðsetur á öðrum stað en lögheimili. Mikilvægt að Grindvíkingar geti mótað framtíðina Forsætisráðuneytið lét vinna lögfræðiálit í sumar þar sem þessum möguleika var velt upp og málið fór síðan í samráðsgátt þar sem almenningur gat skilað inn umsögn og þar kom fram nokkuð skýr vilji um að fara þessa leið. „Við höfum í raun og veru lagt til að það verði farin þessi leið að þeir sem bjuggu í Grindavík í nóvember 2023 að þeir geti valið um það að kjósa í grindavík en fólk verður þá að velja á milli þess að kjósa í grindavík og þar sem þeir eiga heima í dag,“ segir Árni Þór Sigurðsson formaður Grindavíkurnefndar. Þeir sem voru með lögheimili í Grindavík í nóvember 2023 munu þá geta skráð sig rafrænt inn á kjörskrá. Árni býst ekki við mikilli mótstöðu þegar málið verður lagt fyrir stjórnvöld sem hann gerir ráð fyrir að verði formlega gert fljótlega eftir áramót. Árni Þór Sigurðsson er formaður Grindavíkurnefndar.Sýn „Það á eftir að láta á það reyna hver viðbrögðin verða þar en miðað við hvernig viðbrögð við höfum heyrt hingað til þá finnst mér mjög sennilegt að þessu verði tekið jákvætt,“ segir hann. Árni segir að aðrar útfærslur hafi verið ræddar sem hefðu takmarkað fjölda á kjörskrá verulega, að miða við lögheimilisskráningu eða raunverulega búsetu. Ljóst er að fyrirhuguð lagabreyting yrði gerð til bráðabirgða og myndi aðeins gilda í Grindavík og aðeins í kosningum á næsta ári. Árni segir þetta sanngjörnustu leiðina og að ný bæjarstjórn muni fá það verkefni í fangið að endurreisa Grindavík. „Þess vegna finnst mér mikilvægt að þeir sem eru Grindvíkingar og bjuggu í Grindavík á þessum tíma og að sjálfsögðu þeir sem hafa flutt þangað síðan og eru með lögheimili í dag að þeir geti tekið þátt í að móta framtíðina með atkvæði sínu í kosningum,“ segir Árni. Þrekraun bíði nýrrar stjórnar Kristín María Birgisdóttir fyrrverandi formaður bæjarráðs og forstjóri Discover Grindavík segir það hafa verið eindreginn vilji þeirra sem skiluðu umsókn að Grindvíkingar með lögheimili utan bæjarins fengju að kjósa þar. „Ég held að það undirstriki það að hér var ekkert sýndarsamráð í gangi,“ segir Kristín. Kristín María Birgisdóttir hefur barist ötullega í þágu Grindvíkinga.Sýn Erfitt er að segja til um það hve margir muni gefa kost á sig í bæjarstjórnina. Líkt og fram hefur komið er aðeins hluti þeirra 890 skráðra íbúa Grindavíkur raunverulega búsettur innan bæjarmarkanna og öllum er ljóst að erfitt verkefni bíði nýrrar bæjarstjórnar. „Það er að reisa bæinn við og fara í alla þessa endurreisn sem er framundan, fá fólk til þess að koma til baka. Það tekur tíma,“ segir hún. Taki tíma að endurreisa bæinn Kristín María er bjartsýn á framtíð bæjarins. „Mig dreymir um að sjá það blómlega samfélag sem Grindavíkurbær var sannarlega fyrir rýmingu. Það mun örugglega taka einhvern tíma en það er þegar farið að flytja fólk til baka. Og ef það verður skóli næsta haust, ef þetta verður ekki verra en það er, held ég að það verði mikil endurkoma af íbúum og væntanlega einhverjum nýjum líka sem munu kjósa að búa hér,“ segir hún. Hvað verður efst á baugi í þessum kosningum? „Í fyrsta lagi að sveitarfélagið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki. Það er til dæmis að vera með skóla og grunnskóla sem við höfum ekki verið með núna því ástandið er eins og það er. Síðan er verkefni bæði Grindavíkurbæjar og allra annarra sveitarfélaga þessir tekjustofnar sem eru orðnir dálítið rýrir miðað við þjónustuna sem þeir eru að fá í fangið. Ég held að það verði ekki mikill ágreiningur á milli þeirra sem eru að fara að bjóða sig fram um hvað þurfi að gera en það er bara að vera sammála um að snúa vörn í sókn,“ segir Kristín María Birgisdóttir Grindvíkingur.
Grindavík Mest lesið „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Sjá meira