Skoðun

Nýfrjálshyggjan er ósjálfbær

Reynir Böðvarsson skrifar

Það er mér gjörsamlega ómögulegt að skilja að fólk sjái ekki hvernig lýðræðið á vesturlöndum er smátt og smátt að brotna niður vegna ofríkis kapítalismans. Allir innviðir þjóðfélaga eru að meira og minna leiti að brotna niður fram fyrir augunum á okkur en samt er því haldið fram að séum ríkari en áður hafi þekkst. Heilbrigðiskerfi, skólar og vegakerfi búa við fjárskort þrátt fyrir ríkidóminn.

Lausnin sem hægrið, þ.e.a.s. fjármagnseigendur benda sífellt á eru lægri skattar, sérstaklega á fjármagnstekjur þar sem þeir peningar hafa sérstaka sérstöðu í því að halda hjólunum gangandi. Peningar auðmanna séu mikilvægari en aðrir peningar og þess vegna sé lausnin alltaf frá hægrinu að lækka skatta, lækka skatta vegna þess að skattar eru að þeirra mati stuldur frá réttmætri eign.

Það er ekkert til sem heitir samfélag sagði Margaret Thatcher einhvern tíma, bara einstaklingar. Þessi hugmyndafræði er það sem eitrar Sjálfstæðisflokkinn í dag. Nýfrjálshyggja Chicagoskólans sem Milton Friedman, Nóbelsverðlaunahafinn sorglegi, með talanda sínum og málgræðgi básúnaði út svo að margir urðu frelsaðir eða tóku trúna sem sagt.

Þetta er sorgarsaga, allra vesturlanda og víðar, byggð á afar lausum grundi og í raun algjöru hruni á því sem vísindaleg aðferðarfræði ætti að byggjast á. Þetta eru trúarbrögð og ekkert annað, með hrikalega slæmar afleiðingar á lífsafkomu venjulegs fólks eins og öll trúarbrögð tengd valdhöfum hafa gert, alltaf. Kúgun.

Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×