Rán um hábjartan dag Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 8. ágúst 2024 14:30 Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Akureyri Verðlag Neytendur Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Sjá meira
Um verslunarmannahelgina fórum við konan til Akureyrar, höfuðstaðar Norðurlands. Þangað er gott að koma og veðrið var frábært. Nú, þegar maður er á ferðalagi, þá þarf maður að borða, maður losnar ekkert við það. Margir hafa eflaust tekið eftir mjög háu verðlagi hér á Íslandi undanfarin misseri, svimandi hárri verðbólgu og vöxtum, sem stjórnvöld virðast lítið sem ekkert ráða við, þrátt fyrir ákveðnar aðgerðir í þeim efnum. Kannski eru það bara ekki réttu aðgerðirnar, en það er ef til vill efni í aðra grein. Reyndar vil ég meina að sökum alls þess rugls sem viðgengst hér í verðlags og vaxtamálum séu margir Íslendingar orðnir ,,dofnir“ á vissan hátt, þ.e.a.s. að þeir láti bara bjóða sér hvað sem er. Að svokallað ,,verðskyn“ landans sé meira og minna lamað eða brenglað, að almenningur einfaldlega búist við að allt kosti annann handlegginn. Að þetta eigi bara að vera svona og að það sé eitthvað náttúrulögmál. Það er hins vegar ekki þannig. Bjórdós á 1750 krónur! En aftur að Akureyri. Þar litum við inn á nýlegan veitingastað nálægt gististaðnum. Þar var hægt að fá ostbita sem smárétt á um 4000 krónur. Á sama stað var boðið upp á bjórdós (330 ml) á 1750 krónur! Sé það uppreiknað í 500 ml (stóran bjór) þá er það rúmlega 2600 krónur! Það sér hver heilvita maður að þetta er galið. Við stóðum upp og fórum. Á öðrum stað var boðið upp á hamborgara á 4500 krónur og á enn öðrum var boðið upp á kjúklingalund (ekkert merkileg), á heilar 7700 krónur. Þarna tók maður reyndar andköf. Ef við gefum okkur að lundin hafi verið 200 grömm að þyngd, þá er kílóverðið á þessum blessaða kjúlla samtals 38.500 krónur! Á tónlistarsviðinu var svo einnig boðið upp á ,,cover-tónleika“ (lög eftir aðra), þar sem miðinn kostaði tæpar 8.000 krónur! Það er vel í lagt. Um daginn sá ég tónleika með Unu Torfa í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem hún lék frumsamið efni og þar kostaði miðinn um þúsund krónum minna. Þessu sem hér er lýst er auðvitað ekkert annað en brjálæði og kannski lýsir frasinn ,,rán um hábjartan dag“ þessu kannski best. Hvernig dettur mönnum þessi verðlagning í hug? Hvað liggur að baki henni? Hugsa þeir sem svo að það sér bara hægt að bjóða fólki hvað sem er? Auðvitað er orðið ,,græðgi“ fyrsta orðið sem manni dettur í hug. Og svo auðvitað öllum ferðamönnunum boðið upp á þessa sturlun. Ég ætla reyndar að minnast á að þetta var ekki svona á öllum stöðum, það voru staðir þar sem verðið var þannig að ekki var hægt að skilgreina það sem ,,tilraun til ráns.“ Þetta skal tekið fram til að gæta sanngirni. Það var sem sagt til það sem kalla mætti ,,eðlilegt verð.“ En hitt stingur bara svo rosalega í augun. Sjokk í sundi En svona að lokum verð ég svo að minnast á verðið fyrir stakan sundmiða í sundlaug Akureyrar, þessari fínu laug bæjarins, en hann kostaði 1300 krónur! Það var eins og fá blauta tuska (eða bara sundskýlu!) í andlitið, það kostaði sem sagt 2600 krónur fyrir okkur hjónin í sund. Hvað er í gangi? Íslendingar eru alltaf að monta sig af sundmenningunni, en með þessu áframhaldi verður gengið af henni dauðri, það er nokkuð ljóst. Kannski verður það bara vel efnuð yfirstéttin á Íslandi sem mun stunda sund í framtíðinni? Lýðurinn geti bara notað sturtuna heima og skrúbbað af sér þar. Eftir að hafa samt, og þrátt fyrir allt, bara haft það fínt, í fínu veðri fyrir norðan, þá keyrðum við til baka í borgina á rándýru bensíni. Bensíni, sem virðist vera haldið dýru hér á Íslandi og ekki vera í neinum tengslum við það sem kallað er ,,heimsmarkaðsverð á olíu.“ Það er eitthvað verulega dularfullt við eldsneytismarkaðinn á Íslandi, sem virðist vera ónæmur fyrir verðbreytingum úti í heimi, nema þá helst þegar þær eru eru upp á við, en það er kannski efni í aðra sögu um ,,rán um hábjartan dag.“ Höfundur er stjórnmálafræðingur.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun