Google beið lægri hlut í risavöxnu einokunarmáli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. ágúst 2024 21:39 Forsvarsmenn Google gætu verið þvingaðir til að gera miklar breytingar á Android-stýrikerfinu. AP/Peter Morgan Google braut margvísleg samkeppnislög sem girða fyrir einokun á markaði og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta er niðurstaða dómara í Washington í máli sem samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum höfðuðu gegn Google. Málið er umfangsmesta samkeppnismál sem komið hefur inn á borð dómstóla í áratugi, eða síðan mál var höfðað gegn Microsoft í lok tíunda áratugarins. Málið hefur velkst um innan dómskerfisins frá árinu 2020 en í kjölfarið voru mál höfðuð gegn sambærilegum tæknirisum á borð við Meta, Amazon og Apple. Í niðurstöðukafla dómsins kemst dómari að þeirri niðurstöðu að hegðun Google á markaði líkist einokun. Fyrirtækið hafi beitt öllum brögðum til þess að hindra heilbrigða samkeppni og notfært sér markaðsráðandi stöðu ítrekað gegn minni aðilum á markaði, leitarvélum á borð við Bing. Mörgum milljörðum dala hafi verið eytt í samninga við Apple og Samsung í því skyni að Google væri aðal-leitarvélin í tækjum þessara tæknifyrirtækja. Að sögn saksóknara hafi Google um 90 prósent markaðshlutdeild á þessum markaði. Í tilkynningu frá Kent Walker talsmanni Google, eftir að dómur féll, segir hann að dómnum verði áfrýjað. Dómari hafi komist að þeirri niðurstöðu að Google væri öflugasta leitarvélin, en að fyrirtækið „megi ekki gera hana aðgengilega“. Í dómnum er ekki tekið fram hversu mikið Google verði gert að greiða vegna brotanna, og því enn óvíst hvaða afleiðingar brotin hafi á framtíð fyrirtækisins og markaðsráðandi stöðu. Bandaríkin Samkeppnismál Tækni Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Málið er umfangsmesta samkeppnismál sem komið hefur inn á borð dómstóla í áratugi, eða síðan mál var höfðað gegn Microsoft í lok tíunda áratugarins. Málið hefur velkst um innan dómskerfisins frá árinu 2020 en í kjölfarið voru mál höfðuð gegn sambærilegum tæknirisum á borð við Meta, Amazon og Apple. Í niðurstöðukafla dómsins kemst dómari að þeirri niðurstöðu að hegðun Google á markaði líkist einokun. Fyrirtækið hafi beitt öllum brögðum til þess að hindra heilbrigða samkeppni og notfært sér markaðsráðandi stöðu ítrekað gegn minni aðilum á markaði, leitarvélum á borð við Bing. Mörgum milljörðum dala hafi verið eytt í samninga við Apple og Samsung í því skyni að Google væri aðal-leitarvélin í tækjum þessara tæknifyrirtækja. Að sögn saksóknara hafi Google um 90 prósent markaðshlutdeild á þessum markaði. Í tilkynningu frá Kent Walker talsmanni Google, eftir að dómur féll, segir hann að dómnum verði áfrýjað. Dómari hafi komist að þeirri niðurstöðu að Google væri öflugasta leitarvélin, en að fyrirtækið „megi ekki gera hana aðgengilega“. Í dómnum er ekki tekið fram hversu mikið Google verði gert að greiða vegna brotanna, og því enn óvíst hvaða afleiðingar brotin hafi á framtíð fyrirtækisins og markaðsráðandi stöðu.
Bandaríkin Samkeppnismál Tækni Mest lesið Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Markaðurinn 13. sept Atvinnulíf Könnun: Er leyst úr erfiðum starfsmannamálum á þínum vinnustað? Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Markaðurinn 17. sept Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira