Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2025 13:41 Fáni Vélfags við höfuðstöðvar fyrirtækisins á Akureyri. Vélfag Á annan tug starfsmanna Vélfags á Akureyri sem eftir voru var sagt upp störfum í morgun. Stjórnarformaður þess segir félagið ekki gjaldþrota en það sé óstarfhæft vegna þess að reikningar þess séu frystir í þvingunaraðgerðum sem beinast að Rússum. Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, staðfestir að sautján til átján manns sem enn störfuðu hjá fyrirtækinu hafi verið sagt upp í morgun. Starfsmennirnir hafi verið 35 talsins áður en Arion banki frysti reikninga þess í sumar vegna tengsla meirihlutaeiganda Vélfags við rússneskt félag á þvingunarlista Evrópusambandsins en þeim hafði fækkað með nokkrum uppsögnum síðustu mánuðina. „Fyrirtækið er náttúrulega óstarfhæft og getur ekki stundað neinn rekstur. Þannig að það sem við reiknum með að gera er að koma því einhvern veginn í öndunarvél,“ segir Alfreð við Vísi. Í framhaldinu þurfi að vinna úr málunum með kröfuhöfum, birgjum og banka. Vélfag sé ekki gjaldþrota heldur óstarfshæft vegna frystingarinnar. „Og við getum hvorki hreyft okkur aftur á bak né áfram,“ segir hann. Alfreð Tulinius er stjórnarformaður Vélfags.Vélfag Í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu Vélfags kemur fram að stjórnendur þess ætli að leitast við að halda fyrirtækinu lifandi á meðan málaferli standa yfir og tryggja að það geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart starfsfólki, birgjum og þjónustuaðilum. Endanlegur dauðadómur í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfu Vélfags um endurskoðun frystingarinnar í vikunni. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Landsréttar en einnig hefur verið farið fram á að Hæstiréttur taki málið beint upp. Þá segir Alfreð að Arion banka verði stefnt til þess að fá frystingunni aflétt. Dómurinn staðfesti að það væri í verkahring bankans að taka afstöðu til þess en ekki utanríkisráðuneytisins. „Alveg sama hver niðurstaða dómsins er þá er búið að murka lífið úr fyrirtækinu,“ segir Alfreð. Hann vísar til þess að Vélfag þurfi að stefna Arion banka sem sé ekki bundinn af stjórnsýslulögum og ekki sé hægt að fá flýtimeðferð fyrir mál gegn honum. Þannig gæti málið velkst um lengi enn. „Þetta var í raun og veru bara endanlegur dauðadómur yfir félaginu,“ segir Alfreð. Kæmi ekki á óvart að einhver sýndi eignum Vélfags áhuga Vélfag á eignir sem standa undir skuldum félagsins, að sögn Alfreðs. Það kæmi honum ekki á óvart að einhver hefði áhuga á þeim og að ná til sín hópi viðskiptavina þess. „Ég myndi bara fagna því sjálfur. Þá yrðu viðskiptavinir ekki skildir eftir á köldum klaka,“ segir hann. Ivan Kaufmann, meirihlutaeigandi Vélfags, keypti félag sem átti hlutina aðeins fjórum dögum áður en rússenska fyrirtæki Norebo JSC var sett á þvingunarlista ESB í maí. Hann hefur haft margt með eigendum Norebo að sælda í gegnum tíðina. Utanríkisráðuneytið segist einnig hafa upplýsingar um að hann hafi haft tengsl við rússnesku öryggisþjónustuna FSB. Ekki er þó ljóst hvort Vélfag sé heimilt að selja eignir sínar vegna þvingunaraðgerðanna. Alfreð segir að mögulega þyrfti að sækja um heimild til þess frá utanríkisráðuneytinu. Eignirnar séu einnig bundnar niður í allsherjarveði Arion banka. „Þeir standa bara hvor sínu megin við, Arion banki og utanríkisráðuneytið. Annar heldur höndunum fyrir aftan bak og hinn er að binda á mér fæturna,“ segir Alfreð. Hann segist ekki koma sjálfur neinum hugmyndum um mögulega áframhaldandi starfsemi Vélfags. Forsaga þvingunaraðgerðanna Vélfag sætir þvingunaraðgerðunum vegna tengsla Ivans Kaufmann, meirihlutaeiganda fyrirtækisins, við rússneska útgerðarfélagið Norebo JSC. Það var sett á þvingunarlista Evrópusambandsins vegna tilrauna rússneskra stjórnvalda til að grafa undan stöðugleika í Evrópu í maí. Vitalí Orlov, eigandi Norebo JSC í Rússlandi. Félagið er talið eiga skip í skuggaflota Rússa. Utanríkisráðuneytið telur Norebo enn geta haft yfirráð í Vélfagi.Vísir/Getty Norebo JSC átti meirihluta í Vélfagi í gegnum dótturfélag sitt, Norebo Overseas Holding, til ársins 2023. Þá voru hlutir þess færðir inn í Titania Trading Limited í Hong Kong. Það félag var þá undir stjórn Nikita Orlov, skráðs eiganda Norebo Overseas Holding, sonar Vitalí Orlov, eiganda Norebo JSC. Sagði ekki frá skuldsettri yfirtöku fyrr en eftir frystinguna Fjórum dögum áður en Norebo JSC var sett á þvingunarlistann í maí keypti Kaufmann Titania með rúmlega 81 prósent hluta í Vélfagi. Arion banki frysti fjármuni Vélfags á þeim forsendum að Kaufmann væri málamyndaeigandi og tengdur Norebo. Bent var á viðskipti Kaufmann við Orlov-feðga í gegnum tíðina og skilmála viðskipta hans og Orlov með Titania. Þannig fól kaupsamningurinn í sér að Kaufmann ætti að aðeins að greiða brot af því verði sem samið var um þegar hlutir Norebo Overseas Holding voru færðir inn í Titania árið 2023 þrátt fyrir að Titani hefði í millitíðinni bætt við sig hátt í þrjátíu prósentum í Vélfagi. Síðar gaf Kaufmann þær skýringar að hann hefði einnig tekið yfir skuldir upp á tíu milljónir evra, jafnvirði tæplega eins og hálfs milljarðs króna á núverandi gengi, þegar hann eignaðist Titania. Þá væri kaupverðið nær þeim 1,8 milljarði sem Titania og Norebo Overseas sömdu um fyrir rúmlega helmingshlut í Vélfagi fyrir tveimur árum. Í bréfi utanríkisráðuneytisins til Vélfags þegar það hafnaði bón þess um framlengingu á undanþágum frá þvingunaraðgerðum fyrr í þessum mánuði kemur fram að ekkert hafi komið fram um þessa skuldsettu yfirtöku Kaufmann þegar hann sendi Arion banka kaupsamninginn í maí. Það var ekki fyrr en sex vikum eftir að fjármunir Vélfags voru frystir sem hann lagði fram frekari skjöl um það. Kaufmann staðfesti jafnframt að hann hefði ekki greitt kaupverðið sem samið var um að greitt yrði með fjármunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Akureyri Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Alfreð Tulinius, stjórnarformaður Vélfags, staðfestir að sautján til átján manns sem enn störfuðu hjá fyrirtækinu hafi verið sagt upp í morgun. Starfsmennirnir hafi verið 35 talsins áður en Arion banki frysti reikninga þess í sumar vegna tengsla meirihlutaeiganda Vélfags við rússneskt félag á þvingunarlista Evrópusambandsins en þeim hafði fækkað með nokkrum uppsögnum síðustu mánuðina. „Fyrirtækið er náttúrulega óstarfhæft og getur ekki stundað neinn rekstur. Þannig að það sem við reiknum með að gera er að koma því einhvern veginn í öndunarvél,“ segir Alfreð við Vísi. Í framhaldinu þurfi að vinna úr málunum með kröfuhöfum, birgjum og banka. Vélfag sé ekki gjaldþrota heldur óstarfshæft vegna frystingarinnar. „Og við getum hvorki hreyft okkur aftur á bak né áfram,“ segir hann. Alfreð Tulinius er stjórnarformaður Vélfags.Vélfag Í tilkynningu sem birtist á Facebook-síðu Vélfags kemur fram að stjórnendur þess ætli að leitast við að halda fyrirtækinu lifandi á meðan málaferli standa yfir og tryggja að það geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart starfsfólki, birgjum og þjónustuaðilum. Endanlegur dauðadómur í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði íslenska ríkið af kröfu Vélfags um endurskoðun frystingarinnar í vikunni. Þeim dómi hefur verið áfrýjað til Landsréttar en einnig hefur verið farið fram á að Hæstiréttur taki málið beint upp. Þá segir Alfreð að Arion banka verði stefnt til þess að fá frystingunni aflétt. Dómurinn staðfesti að það væri í verkahring bankans að taka afstöðu til þess en ekki utanríkisráðuneytisins. „Alveg sama hver niðurstaða dómsins er þá er búið að murka lífið úr fyrirtækinu,“ segir Alfreð. Hann vísar til þess að Vélfag þurfi að stefna Arion banka sem sé ekki bundinn af stjórnsýslulögum og ekki sé hægt að fá flýtimeðferð fyrir mál gegn honum. Þannig gæti málið velkst um lengi enn. „Þetta var í raun og veru bara endanlegur dauðadómur yfir félaginu,“ segir Alfreð. Kæmi ekki á óvart að einhver sýndi eignum Vélfags áhuga Vélfag á eignir sem standa undir skuldum félagsins, að sögn Alfreðs. Það kæmi honum ekki á óvart að einhver hefði áhuga á þeim og að ná til sín hópi viðskiptavina þess. „Ég myndi bara fagna því sjálfur. Þá yrðu viðskiptavinir ekki skildir eftir á köldum klaka,“ segir hann. Ivan Kaufmann, meirihlutaeigandi Vélfags, keypti félag sem átti hlutina aðeins fjórum dögum áður en rússenska fyrirtæki Norebo JSC var sett á þvingunarlista ESB í maí. Hann hefur haft margt með eigendum Norebo að sælda í gegnum tíðina. Utanríkisráðuneytið segist einnig hafa upplýsingar um að hann hafi haft tengsl við rússnesku öryggisþjónustuna FSB. Ekki er þó ljóst hvort Vélfag sé heimilt að selja eignir sínar vegna þvingunaraðgerðanna. Alfreð segir að mögulega þyrfti að sækja um heimild til þess frá utanríkisráðuneytinu. Eignirnar séu einnig bundnar niður í allsherjarveði Arion banka. „Þeir standa bara hvor sínu megin við, Arion banki og utanríkisráðuneytið. Annar heldur höndunum fyrir aftan bak og hinn er að binda á mér fæturna,“ segir Alfreð. Hann segist ekki koma sjálfur neinum hugmyndum um mögulega áframhaldandi starfsemi Vélfags. Forsaga þvingunaraðgerðanna Vélfag sætir þvingunaraðgerðunum vegna tengsla Ivans Kaufmann, meirihlutaeiganda fyrirtækisins, við rússneska útgerðarfélagið Norebo JSC. Það var sett á þvingunarlista Evrópusambandsins vegna tilrauna rússneskra stjórnvalda til að grafa undan stöðugleika í Evrópu í maí. Vitalí Orlov, eigandi Norebo JSC í Rússlandi. Félagið er talið eiga skip í skuggaflota Rússa. Utanríkisráðuneytið telur Norebo enn geta haft yfirráð í Vélfagi.Vísir/Getty Norebo JSC átti meirihluta í Vélfagi í gegnum dótturfélag sitt, Norebo Overseas Holding, til ársins 2023. Þá voru hlutir þess færðir inn í Titania Trading Limited í Hong Kong. Það félag var þá undir stjórn Nikita Orlov, skráðs eiganda Norebo Overseas Holding, sonar Vitalí Orlov, eiganda Norebo JSC. Sagði ekki frá skuldsettri yfirtöku fyrr en eftir frystinguna Fjórum dögum áður en Norebo JSC var sett á þvingunarlistann í maí keypti Kaufmann Titania með rúmlega 81 prósent hluta í Vélfagi. Arion banki frysti fjármuni Vélfags á þeim forsendum að Kaufmann væri málamyndaeigandi og tengdur Norebo. Bent var á viðskipti Kaufmann við Orlov-feðga í gegnum tíðina og skilmála viðskipta hans og Orlov með Titania. Þannig fól kaupsamningurinn í sér að Kaufmann ætti að aðeins að greiða brot af því verði sem samið var um þegar hlutir Norebo Overseas Holding voru færðir inn í Titania árið 2023 þrátt fyrir að Titani hefði í millitíðinni bætt við sig hátt í þrjátíu prósentum í Vélfagi. Síðar gaf Kaufmann þær skýringar að hann hefði einnig tekið yfir skuldir upp á tíu milljónir evra, jafnvirði tæplega eins og hálfs milljarðs króna á núverandi gengi, þegar hann eignaðist Titania. Þá væri kaupverðið nær þeim 1,8 milljarði sem Titania og Norebo Overseas sömdu um fyrir rúmlega helmingshlut í Vélfagi fyrir tveimur árum. Í bréfi utanríkisráðuneytisins til Vélfags þegar það hafnaði bón þess um framlengingu á undanþágum frá þvingunaraðgerðum fyrr í þessum mánuði kemur fram að ekkert hafi komið fram um þessa skuldsettu yfirtöku Kaufmann þegar hann sendi Arion banka kaupsamninginn í maí. Það var ekki fyrr en sex vikum eftir að fjármunir Vélfags voru frystir sem hann lagði fram frekari skjöl um það. Kaufmann staðfesti jafnframt að hann hefði ekki greitt kaupverðið sem samið var um að greitt yrði með fjármunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðskiptaþvinganir gegn Vélfagi Akureyri Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira