Full ástæða til að vara foreldra við Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. júlí 2024 22:43 Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. Starfsfólk hefur einkum séð aukna tíðni hjá yngri unglingum niður í tólf til fjórtán ára aldur. Kallað er eftir vitundarvakningu um stöðu barna og ákváðu stjórnendur hjá Foreldahúsi að hafa opið í júlí sérstaklega til að bregðast við vandanum. „Okkur finnst vera full ástæða til að skoða það svolítið og líka vara foreldra við að það er orðið svo auðvelt fyrir þau að verða sér út um þetta. Þau þurfa ekki að eiga mikinn pening til að byrja með,“ sagði Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telur ýmislegt geta skýrt þessa aukningu en sérstaklega sé það umfangsmikil markaðssetning vímuefna á samfélagsmiðlum sem beinist að unglingum. „Þar sem verið er að bjóða þeim á góðu verði og það eru heimsendingar, það er ekki spurt um neinn aldur. Þetta er auglýst til að hjálpa þeim með kvíða, leiða, verða hress og svo framvegis og unglingar finna oft fyrir þeim tilfinningum.“ Vímuefni markaðsett með jákvæðum skilaboðum Guðrún telur aðra ástæðu fyrir aukningunni geta verið að búið sé að normalisera vímuefnaneyslu í samfélaginu. „Kannski út af lögleiðingu til dæmis kannabis út um allt og svona ýmislegt en ég held að það sé mikið það.“ Það er ekki flókið að finna síður á samfélagsmiðlum þar sem hægt er að kaupa alls kyns fíkniefni frá mismunandi söluaðilum. Þjónustan er víða betri en í hefðbundnum verslunum. Söluaðilar gefa upp síma og hvað efnin kosta. Upprunalands efnis er getið og einhverjir bjóða upp á að keyra fíkniefnin beint til kaupenda. Í einhverjum tilvikum er hægt að millifæra greiðslur á fíkniefnasalana. Loks eru eiturlyfin gjarnan markaðssett með jákvæðum skilaboðum eins og að þau auki orku og úthald. Mýta að bara sé um að ræða einhverja vandræðaunglinga Guðrún segir misjafnt í hversu mikinn vanda börn og foreldrar eru komin í þegar þau leita til Foreldrahúss. Sumir foreldrar átti sig strax á því þegar börn þeirra byrja að neyta vímuefna en ekki allir. „Aðrir foreldrar hafa ekki vitað þetta kannski í ár þannig að unglingurinn getur verið kominn í dálítinn vanda. Og ég ætla bara taka það fram að það eru ekkert frekar unglingar sem búa við einhverjar erfiðar heimilisaðstæður eða sem er eitthvað stórkostlega mikið að. Þetta er bara á öllum stigum þjóðfélagsins. Það er ekki lengur sú gamla saga að þetta séu bara unglingar sem eigi erfitt. Þetta er alls konar unglingar, unglingar í íþróttum og alls konar.“ Utan opnunartíma Foreldrahúss veitir fagaðili foreldrum ráðgjöf og stuðning í Foreldrasímanum sem er 581-1799. Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 26. júlí 2024 12:05 Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25. júlí 2024 12:22 „Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23. júlí 2024 13:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Starfsfólk hefur einkum séð aukna tíðni hjá yngri unglingum niður í tólf til fjórtán ára aldur. Kallað er eftir vitundarvakningu um stöðu barna og ákváðu stjórnendur hjá Foreldahúsi að hafa opið í júlí sérstaklega til að bregðast við vandanum. „Okkur finnst vera full ástæða til að skoða það svolítið og líka vara foreldra við að það er orðið svo auðvelt fyrir þau að verða sér út um þetta. Þau þurfa ekki að eiga mikinn pening til að byrja með,“ sagði Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telur ýmislegt geta skýrt þessa aukningu en sérstaklega sé það umfangsmikil markaðssetning vímuefna á samfélagsmiðlum sem beinist að unglingum. „Þar sem verið er að bjóða þeim á góðu verði og það eru heimsendingar, það er ekki spurt um neinn aldur. Þetta er auglýst til að hjálpa þeim með kvíða, leiða, verða hress og svo framvegis og unglingar finna oft fyrir þeim tilfinningum.“ Vímuefni markaðsett með jákvæðum skilaboðum Guðrún telur aðra ástæðu fyrir aukningunni geta verið að búið sé að normalisera vímuefnaneyslu í samfélaginu. „Kannski út af lögleiðingu til dæmis kannabis út um allt og svona ýmislegt en ég held að það sé mikið það.“ Það er ekki flókið að finna síður á samfélagsmiðlum þar sem hægt er að kaupa alls kyns fíkniefni frá mismunandi söluaðilum. Þjónustan er víða betri en í hefðbundnum verslunum. Söluaðilar gefa upp síma og hvað efnin kosta. Upprunalands efnis er getið og einhverjir bjóða upp á að keyra fíkniefnin beint til kaupenda. Í einhverjum tilvikum er hægt að millifæra greiðslur á fíkniefnasalana. Loks eru eiturlyfin gjarnan markaðssett með jákvæðum skilaboðum eins og að þau auki orku og úthald. Mýta að bara sé um að ræða einhverja vandræðaunglinga Guðrún segir misjafnt í hversu mikinn vanda börn og foreldrar eru komin í þegar þau leita til Foreldrahúss. Sumir foreldrar átti sig strax á því þegar börn þeirra byrja að neyta vímuefna en ekki allir. „Aðrir foreldrar hafa ekki vitað þetta kannski í ár þannig að unglingurinn getur verið kominn í dálítinn vanda. Og ég ætla bara taka það fram að það eru ekkert frekar unglingar sem búa við einhverjar erfiðar heimilisaðstæður eða sem er eitthvað stórkostlega mikið að. Þetta er bara á öllum stigum þjóðfélagsins. Það er ekki lengur sú gamla saga að þetta séu bara unglingar sem eigi erfitt. Þetta er alls konar unglingar, unglingar í íþróttum og alls konar.“ Utan opnunartíma Foreldrahúss veitir fagaðili foreldrum ráðgjöf og stuðning í Foreldrasímanum sem er 581-1799.
Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 26. júlí 2024 12:05 Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25. júlí 2024 12:22 „Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23. júlí 2024 13:01 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Ekki gott að þetta sé staðan hjá ákæruvaldinu í landinu „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ Sjá meira
Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 26. júlí 2024 12:05
Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25. júlí 2024 12:22
„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23. júlí 2024 13:01