ÉG ÞORI! Inga Sæland skrifar 27. júlí 2024 07:00 Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana. Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag! Það er með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008. Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila. Sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn. Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga. Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn. Alþingi þarf að kalla saman strax! Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva. Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum. Flokkur fólksins er flokkurinn ykkar sem setur fólkið alltaf í fyrsta sæti. ÉG ÞORI! Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Húsnæðismál Flokkur fólksins Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Enginn sem freistar þess að koma sér þaki yfir höfuðið í því stjórnleysi sem hér ríkir, getur gert sér í hugarlund hvaða vinnuþrælkun og fjötrar munu binda hann til framtíðar. Þá er ég að miða við að sá hinn sami ætli að reyna að þrauka í því vaxtaokursumhverfi sem íslensk stjórnvöld hafa búið honum og taki það á sig að greiða íbúðina sína margfalt til baka með því að vinna myrkranna á milli í von um að missa ekki heimilið sitt í græðgiskjaft lánastofnana. Það þarf engan að undra að barneignum fari fækkandi og nú sé svo komið að fæstir treysta sér til að eignast fleiri en eitt barn. Ástæðan er augljós — hér er rekin andfjölskyldustefna þar sem fjölskyldan er ekki lengur hornsteinn samfélagsins heldur græðgi og arðrán sem framið er á þjóðinni um hábjartan dag, hvern einasta dag! Það er með ólíkindum þetta langlundargeð okkar, rúmum 15 árum eftir að Sjálfstæðisflokkur undir stjórn Geirs H. Haarde, Þorgerðar Katrínar og Framsóknar undir stjórn Guðna Ágústssonar og Valgerðar Sverrisdóttur komu okkur á kaldan klaka í efnahagshruninu 2008. Þegar spilaborgin þeirra hrundi höfðu þau keppst við að mæra einkavæðingu bankanna, enginn þó eins og Sjálfstæðisflokkurinn sem hreinlega hélt ekki vatni yfir þeirri snilld sem það væri að koma fjármálakerfinu frá ríkinu í hendur einkaaðila. Sagan sýnir okkur að þessir aðilar voru ekki aðeins misvitrir heldur kafnandi úr græðgi sem hirti ekki um eldinn sem þeir báru að samfélaginu í heild sinni. Því er óhætt að fullyrða að fáir sluppu við brunasárin eftir bæði þessa vanhæfu ríkisstjórn og græðgi þeirra sem eignuðust bankana fyrir lítið. Nú er sagan að endurtaka sig, nema að þessu sinni eru það Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og VG sem stýra efnahagshruninu sem nú á sér stað og nú er það vísvitandi skortstefna á húsnæðismarkaði sem leiðir samfélagið á höggstokkinn. Nú eru það bankarnir og lífeyrissjóðirnir sem með okurvöxtum sínum halda samfélaginu í úlfakreppu vinnuþrælkunar. Þar sem stórkostlegir fjármagnsflutningar eiga sér stað frá vinnandi stéttum og öllum þeim sem skulda þeim peninga, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Það er ömurlegt að horfa upp á vanhæfni ríkisstjórnarinnar sem augljóslega ræður ekki við eigin mistök skortstefnunnar sem átti að færa þeim allar eignir okkar á silfurfati og koma okkur öllum á náðir græðgisvæddra leigufélaga. Þau gleymdu að taka tillit til þess að samfélagið í heild myndi riða til falls. Allir innviðir standa á brauðfótum og stjórnvöld ráða engan veginn við verkefnið. Húsið stendur í björtu báli og einu ráðin sem þessir áskrifendur að laununum sínum hafa er að hella olíu á eldinn. Alþingi þarf að kalla saman strax! Það ríkir neyðarástand í samfélaginu sem kallar á setningu neyðarlaga til að stöðva þetta vaxtaokurbrjálæði. Stórum hluta þjóðarinnar er að blæða út, þeir einu sem láta sér á sama standa eru þeir sem hreinlega græða á okrinu og eru með alla vasa fulla af peningunum okkar. Þeim er sama þótt heimilin brenni upp í logunum sem þeir kæra sig ekki um að slökkva. Það má aldrei láta sér á sama standa hverjir stjórna landinu okkar, það má aldrei gleyma sögunni og þeim hörmungum sem þessir flokkar hafa leitt yfir okkur. Það er í okkar valdi að víkja þessu fólki frá völdum í kjörklefanum. Flokkur fólksins er flokkurinn ykkar sem setur fólkið alltaf í fyrsta sæti. ÉG ÞORI! Höfundur er þingmaður og formaður Flokks fólksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun