Lögregla látin skila milljónum sem dómurinn telur líklega illa fengið fé Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 14:10 Um er að ræða 7.130.000 krónur. Myndin er úr safni. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að láta af hendi 7,13 milljónir króna í reiðufé sem hún lagði hald á árið 2021 í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Maður, sem er eigandi peninganna, er ásamt öðrum grunaður í máli sem varðar innflutning, framleiðslu og dreifingu fíkniefna, sem og ýmis auðgunarbrot, stórfelldan þjófnað og peningaþvætti. Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira