Lögregla látin skila milljónum sem dómurinn telur líklega illa fengið fé Jón Þór Stefánsson skrifar 13. júlí 2024 14:10 Um er að ræða 7.130.000 krónur. Myndin er úr safni. Getty Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þarf að láta af hendi 7,13 milljónir króna í reiðufé sem hún lagði hald á árið 2021 í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Maður, sem er eigandi peninganna, er ásamt öðrum grunaður í máli sem varðar innflutning, framleiðslu og dreifingu fíkniefna, sem og ýmis auðgunarbrot, stórfelldan þjófnað og peningaþvætti. Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt. Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Meint brot eru talin hafa verið framin árið 2019 og 2020, en það var í mars 2021 þegar lögreglan veitti manninum eftirför frá Kópavogi til Grindavíkur þar sem hún handtók hann, leitaði svo í bílnum hans og lagði hald á umræddar sjö milljónir króna. Mikið magn amfetamíns fannst líka í leitinni, sem og skammbyssa. Lögreglan segir að um sé að ræða umfangsmikið mál sem margir samverkamenn blandist í og rannsókn á því hafi náð út fyrir landsteinanna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu er aðallega rætt um einn meintan samverkamann mannsins, sem tengist á fjórða tug mála sem eru á málaskrá lögreglu. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.Vísir/Vilhelm Peningarnir ekki raktir til skráðrar lögmætarar starfsemi Maðurinn, eigandi peninganna, krafðist þess að fá sjö milljónirnar aftur. Hann sagðist hafa gert grein fyrir uppruna peninganna sem væru lögmætir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í vikunni að lögreglan skyldi aflétta haldlagningunni á peningunum, og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Þessari beiðni mannsins hafði þó verið hafnað í tvígang áður. Dómurinn felst á það með lögreglunni að haldlagningin hafi verið réttmæt á sínum tíma. Þá hafi maðurinn ekki gefið trúverðugar skýringar á uppruna peninganna og fjármálagreining lögreglunnar sýni að hann hafi sýslað með talsverða fjármuni sem „ekki verða raktir til skráðrar lögmætrar starfsemi.” Í úrskurðinum segir, með vísan til gagna lögreglu, að það standi að því allar líkur að maðurinn hafi aflað sér fjár með ólögmætum hætti. Í raun sé líklegt sé að hann hafi aflað sér mun hærri fjárhæðar en var haldlögð af lögreglu. Ekki haldbærar skýringar fyrir drætti málsins Hins vegar sé staðan sú að ríflega þrjú ár séu frá handtöku mannsins og haldlagningu peningana og meira en fjögur ár frá því að rannsóknin hófst. Miðað við gögn málsins hafi ekkert verið aðhafst í rannsókninni síðan í janúar í fyrra. Lögreglan hefur haldið því fram að stefnt verði að því að taka ákvörðun um áframhaldani meðferð málsins á næstu misserum, en gat ekki gefið nánari upplýsingar um málið. Að mati dómsins voru ekki gefnar haldbærar skýringar fyrir óhóflegum drætti málsins sem ekki sæi fyrir endann á. Því var fallist á að hald lögreglunnar á peningunum verði aflétt.
Lögreglumál Dómsmál Kópavogur Grindavík Fíkniefnabrot Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira