Kveikjum áhugann – Kveikjum neistann Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 11. júlí 2024 11:31 Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur margsinnis lagt til við meirihlutann í Reykjavík og skólayfirvöld að taka inn þróunarverkefnið Kveikjum neistann þó ekki væri nema í tilraunaskyni en tillögum í þá átt hafa ávallt verið vísað á bug. Verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur verið í gangi í þrjú ár. Niðurstöðurnar eru en og aftur jákvæðar en sérstaklega er horft til rannsóknarhópsins sem nú er í 3. bekk. 91% nemenda í 3. bekk teljast læsir skv. niðurstöðum mælitækisins LÆS III eins og segir í færslu bæjarstjórans á fb. Enginn marktækur munur er á kynjum sem er frábær árangur! Hér er ein tillagan frá Flokki fólksins um að innleiða Kveikjum neistann, lögð fram 2023: Flokkur fólksins leggur til að skólayfirvöld boði til fundar með skólasamfélaginu í Reykjavík til að ræða þróunarverkefnið Kveikjum Neistann og hvort áhugi sé á að innleiða það í einhverja skóla Reykjavíkur t.d. í tilraunaskyni. Jafnframt er lagt til að forsvarsmönnum verkefnisins verði boðið á fundinn til að kynna verkefnið og þróun þess. Til þessa hefur enginn grunnskóli í Reykjavík haft samband við skrifstofu skóla- og frístundasvið og lýst yfir áhuga á verkefninu Kveikjum neistann sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið þátt í ásamt Rannsóknasetri um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands. Þetta kom fram í svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hversu margir grunnskólar í Reykjavík hafi sýnt verkefninu áhuga og haft samband við skóla- og frístundasvið vegna þess. Draga má þá ályktun af þessu að skólar í Reykjavík þekki ekki verkefnið og væri því vert að halda kynningarfund fyrir kennara og skólastjórnendur þar sem forsvarsmenn Kveikjum Neistans gætu kynnt verkefnið, þróun þess og svara spurningum. Börn af erlendu bergi brotin Ef horft er til barna sem eru af erlendu bergi brotin þá er staðan sú að 92.5% barna og unglinga eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu þeirra. Þessum börnum þarf að hjálpa strax að læra málið, í þeim er gríðarlegur mannauður. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þau þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Gera má ráð fyrir að það séu um það bil 2-4% barna sem glíma við lesvanda af lífeðlisfræðilegum orsökum sem t.d. tengjast sjónskyni. Líðan Þegar líðan er skoðuð hjá börnunum greindist marktækur munur milli þeirra barna sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk 2021 til 2021 og þeim sem voru í 1. bekk árinu áður en verkefnið fór af stað. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikið áhrifabreyta á líðan og sjálfstraust barnsins. Að upplifa árangur og færni sína aukist er beintengt betri líðan og að líða vel í eigin skinni. Það góða við Kveikjum neistann er að aðferðarfræðin eflir áhugahvöt, hún er mild og uppbyggileg. Ég sé Kveikjum neistann vera gott verkefni sem er líklegt að skili árangri. Þess vegna vil ég kveikja þennan neista í Reykjavík. Miðja máls og læsis er að gera góða hluti en árangur þar er ekki eins og góður og í Vestmannaeyjum. Hægt er að gera betur? Fram til þessa hefur meirihlutinn, hvorki þessi né sá síðasti, ekki viljað ljá þessu ágæta verkefni eyra. Embættismenn skóla- og frístundasviðs ekki heldur. Við verðum að hjálpast að að kveikja áhuga meirihlutans í Reykjavík og skóla- og frístundasviðs á verkefninu Kveikjum neistann. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins í borgarstjórn hefur margsinnis lagt til við meirihlutann í Reykjavík og skólayfirvöld að taka inn þróunarverkefnið Kveikjum neistann þó ekki væri nema í tilraunaskyni en tillögum í þá átt hafa ávallt verið vísað á bug. Verkefnið Kveikjum neistann í Grunnskóla Vestmannaeyja hefur verið í gangi í þrjú ár. Niðurstöðurnar eru en og aftur jákvæðar en sérstaklega er horft til rannsóknarhópsins sem nú er í 3. bekk. 91% nemenda í 3. bekk teljast læsir skv. niðurstöðum mælitækisins LÆS III eins og segir í færslu bæjarstjórans á fb. Enginn marktækur munur er á kynjum sem er frábær árangur! Hér er ein tillagan frá Flokki fólksins um að innleiða Kveikjum neistann, lögð fram 2023: Flokkur fólksins leggur til að skólayfirvöld boði til fundar með skólasamfélaginu í Reykjavík til að ræða þróunarverkefnið Kveikjum Neistann og hvort áhugi sé á að innleiða það í einhverja skóla Reykjavíkur t.d. í tilraunaskyni. Jafnframt er lagt til að forsvarsmönnum verkefnisins verði boðið á fundinn til að kynna verkefnið og þróun þess. Til þessa hefur enginn grunnskóli í Reykjavík haft samband við skrifstofu skóla- og frístundasvið og lýst yfir áhuga á verkefninu Kveikjum neistann sem Grunnskóli Vestmannaeyja hefur tekið þátt í ásamt Rannsóknasetri um menntun og hugarfar við Háskóla Íslands. Þetta kom fram í svari sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs við fyrirspurn fulltrúa Flokks fólksins um hversu margir grunnskólar í Reykjavík hafi sýnt verkefninu áhuga og haft samband við skóla- og frístundasvið vegna þess. Draga má þá ályktun af þessu að skólar í Reykjavík þekki ekki verkefnið og væri því vert að halda kynningarfund fyrir kennara og skólastjórnendur þar sem forsvarsmenn Kveikjum Neistans gætu kynnt verkefnið, þróun þess og svara spurningum. Börn af erlendu bergi brotin Ef horft er til barna sem eru af erlendu bergi brotin þá er staðan sú að 92.5% barna og unglinga eru á rauðu og gulu ljósi hvað varðar íslenskukunnáttu þeirra. Þessum börnum þarf að hjálpa strax að læra málið, í þeim er gríðarlegur mannauður. Einnig þarf að huga sérstaklega að þeim börnum sem ekki geta nýtt sér hefðbundnar kennsluaðferðir. Þau börn þurfa oft að fá aðstoð hjá sérkennara og þau þurfa lengri tíma og meira næði en gengur og gerist í almennum bekk. Gera má ráð fyrir að það séu um það bil 2-4% barna sem glíma við lesvanda af lífeðlisfræðilegum orsökum sem t.d. tengjast sjónskyni. Líðan Þegar líðan er skoðuð hjá börnunum greindist marktækur munur milli þeirra barna sem tóku þátt í Kveikjum neistann í 1. bekk 2021 til 2021 og þeim sem voru í 1. bekk árinu áður en verkefnið fór af stað. Þetta segir okkur hvað lestrarfærni er mikið áhrifabreyta á líðan og sjálfstraust barnsins. Að upplifa árangur og færni sína aukist er beintengt betri líðan og að líða vel í eigin skinni. Það góða við Kveikjum neistann er að aðferðarfræðin eflir áhugahvöt, hún er mild og uppbyggileg. Ég sé Kveikjum neistann vera gott verkefni sem er líklegt að skili árangri. Þess vegna vil ég kveikja þennan neista í Reykjavík. Miðja máls og læsis er að gera góða hluti en árangur þar er ekki eins og góður og í Vestmannaeyjum. Hægt er að gera betur? Fram til þessa hefur meirihlutinn, hvorki þessi né sá síðasti, ekki viljað ljá þessu ágæta verkefni eyra. Embættismenn skóla- og frístundasviðs ekki heldur. Við verðum að hjálpast að að kveikja áhuga meirihlutans í Reykjavík og skóla- og frístundasviðs á verkefninu Kveikjum neistann. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í Reykjavík.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun