Er íþróttafólk á Íslandi að fá þá aðstoð sem það þarfnast? Arnar Sölvi Arnmundsson og Lilja Guðmundsdóttir skrifa 10. júlí 2024 12:01 Af hverju er næring mikilvæg fyrir íþróttafólk? Þjálfarar og íþróttafólk er nú meðvitaðra en nokkru sinni fyrr, um það, hversu miklu máli ákveðnir þættir skipta þegar kemur að frammistöðu íþróttafólks. Þar má einna helst nefna líkamlega þjálfun, endurheimt og næringu. Næringin veitir okkur orkuna til þess að framkvæma líkamlegar hreyfingar og er auk þess grundvöllur allra efnaskipta líkamans. Auðvitað skiptir næring miklu máli fyrir alla, hvort sem um ræðir íþróttafólk eða aðra hópa. Góð næring stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, styður vöxt og breytingar líkamans í gegnum allt lífið og getur komið í veg fyrir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma og aðra fylgikvilla óheilbrigðs lífsstíls. Hins vegar hefur íþróttafólk oft aðra næringarþörf heldur en almenningur þar sem íþróttaiðkun krefst mikils af líkamanum. Þar af leiðandi er munur á sérsviðum næringarfræðinnar: lýðheilsunæringarfræði, klínískri næringarfræði og því sem er skilgreint sem íþróttanæringarfræði. Hvað gera íþróttanæringarfræðingar? Íþróttanæringarfræðingar sérhæfa sig fyrst og fremst í því að hjálpa íþróttafólki að hámarka afkastagetu og frammistöðu sína, ásamt því að efla heilsu. Til að ná þessum markmiðum er þó mjög mikilvægt að taka afstöðu til hvers og eins einstaklings þar sem næringarþörfin tekur mið af fjölmörgum þáttum: íþrótt, stöðu, lífsstíls, æfinga- & keppnisálagi, einstaklingsbundnum markmiðum, fæðuvenjum, meiðslum og veikindum, bara svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki er orku- & næringarþörf íþróttafólks síbreytileg. Til dæmis er orkuþörf í keppni talsvert hærri og frábrugðin orkuþörf á hvíldardegi. Íþróttanæringarfræðingar aðstoða íþróttafólk við fæðuval hverju sinni miðað við þarfir þess. Þar eru margir þættir teknir inn í reikninginn eins og hvaða áhrif orkugefandi næringarefnin (kolvetni, prótein og fita), vítamín, steinefni, vökvajafnvægi, samsetning og tímasetning máltíða hafa á frammistöðu, endurheimt og almenna heilsu. Þegar allir þessir þættir eru teknir saman kemur bersýnilega í ljós þörfin fyrir því að leiðbeina og kenna íþróttafólki að næra sig í samræmi við líkamlegt álag og þarfir. Það er nefnilega ekki til neitt galdra mataræði sem hentar öllu íþróttafólki; langt því frá! Góð og viðeigandi næring getur stutt við ýmsa þætti sem skipta sköpum þegar kemur að frammistöðu í íþróttum, þ.á.m: Aukin afkastageta Almenn heilsa Gerir einstaklingi kleift að æfa lengur og af meiri ákefð Seinkar þreytu á meðan æfingu/keppni stendur Viðhald vökvajafnvægis Viðhald heilbrigðs ónæmiskerfis Aukin & hraðari endurheimt Breytingar á líkamssamsetningu Minni líkur á meiðslum & veikindum Þjálfunaraðlögun Aukin einbeiting Betri svefn Ung sérgrein en ört vaxandi Íþróttanæringarfræði sem sérgrein er fremur ung samanborið við margar aðrar starfsgreinar. Upptök íþróttanæringarfræðinnar eru talin hafa átt sér stað í Svíþjóð á 4. áratug síðustu aldar þar sem rannsóknir á efnaskiptum kolvetna og fitu voru framkvæmdar. Á 7. og 8. áratugnum tók fagið stakkaskiptum og mikil aukning varð á rannsóknum víðs vegar, einkum í Bandaríkjunum, Skandinavíu og Bretlandi. Loks upp úr 1980 varð íþróttanæringarfræði að viðurkenndri sérgrein. Ef við spólum svo áfram til dagsins í dag hefur fjöldi rannsókna á sviðinu margfaldast sem og almenn þekking á hinum ýmsu áhrifum sem næring getur haft á íþróttafólk. Enn langt í land Þegar staða íþróttanæringarfræðinnar á Íslandi er borin saman við okkar nágrannaþjóðir og meginland Evrópu má helst sjá gífurlegan mun á fjölda stöðugilda hjá íþróttafélögum og -samböndum. Á meðan mörg íþróttafélög og sérsambönd erlendis hafa innan sinna raða teymi íþróttanæringarfræðinga, auk annarra sérfræðinga, er ekki sömu sögu að segja hér heima. Þeir fáu menntuðu íþróttanæringarfræðingar sem starfa á Íslandi gera það oftar en ekki sjálfstætt og þá þykir höfundum skortur vera á samstarfi og tengingar milli íþróttanæringarfræðinga og íþróttafélaga & -samtaka. Þetta bitnar því miður á íþróttafólkinu okkar sem fær þar af leiðandi ekki þá aðstoð sem það þarfnast, og þá er einnig algengt að það viti hreinlega ekki að slík þjónusta sé í boði. Þar að auki fær afreksíþróttafólk hérlendis sárasjaldan fjárhagslega styrki til að nýta sér aðstoð sérfræðinga í íþróttavísindum, hvort sem um ræðir íþróttanæringarfræðinga eða aðra sérfræðinga. Höfundar þessarar greinar vonast til að hún veki athygli innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi á þeirri brýnni nauðsyn sem er að auðvelda íþróttafólki okkar aðgengi að sérfræðingum til að hjálpa að hámarka afkastagetu í sinni íþrótt. Þannig má stuðla enn betur að þeirri framþróun sem hefur átt sér stað síðastliðna áratugi í íþróttastarfi á Íslandi. Höfundar eru íþróttanæringarfræðingar (M.Sc. Sports Nutrition). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju er næring mikilvæg fyrir íþróttafólk? Þjálfarar og íþróttafólk er nú meðvitaðra en nokkru sinni fyrr, um það, hversu miklu máli ákveðnir þættir skipta þegar kemur að frammistöðu íþróttafólks. Þar má einna helst nefna líkamlega þjálfun, endurheimt og næringu. Næringin veitir okkur orkuna til þess að framkvæma líkamlegar hreyfingar og er auk þess grundvöllur allra efnaskipta líkamans. Auðvitað skiptir næring miklu máli fyrir alla, hvort sem um ræðir íþróttafólk eða aðra hópa. Góð næring stuðlar að líkamlegri og andlegri vellíðan, styður vöxt og breytingar líkamans í gegnum allt lífið og getur komið í veg fyrir ýmsa lífsstílstengda sjúkdóma og aðra fylgikvilla óheilbrigðs lífsstíls. Hins vegar hefur íþróttafólk oft aðra næringarþörf heldur en almenningur þar sem íþróttaiðkun krefst mikils af líkamanum. Þar af leiðandi er munur á sérsviðum næringarfræðinnar: lýðheilsunæringarfræði, klínískri næringarfræði og því sem er skilgreint sem íþróttanæringarfræði. Hvað gera íþróttanæringarfræðingar? Íþróttanæringarfræðingar sérhæfa sig fyrst og fremst í því að hjálpa íþróttafólki að hámarka afkastagetu og frammistöðu sína, ásamt því að efla heilsu. Til að ná þessum markmiðum er þó mjög mikilvægt að taka afstöðu til hvers og eins einstaklings þar sem næringarþörfin tekur mið af fjölmörgum þáttum: íþrótt, stöðu, lífsstíls, æfinga- & keppnisálagi, einstaklingsbundnum markmiðum, fæðuvenjum, meiðslum og veikindum, bara svo eitthvað sé nefnt. Þar að auki er orku- & næringarþörf íþróttafólks síbreytileg. Til dæmis er orkuþörf í keppni talsvert hærri og frábrugðin orkuþörf á hvíldardegi. Íþróttanæringarfræðingar aðstoða íþróttafólk við fæðuval hverju sinni miðað við þarfir þess. Þar eru margir þættir teknir inn í reikninginn eins og hvaða áhrif orkugefandi næringarefnin (kolvetni, prótein og fita), vítamín, steinefni, vökvajafnvægi, samsetning og tímasetning máltíða hafa á frammistöðu, endurheimt og almenna heilsu. Þegar allir þessir þættir eru teknir saman kemur bersýnilega í ljós þörfin fyrir því að leiðbeina og kenna íþróttafólki að næra sig í samræmi við líkamlegt álag og þarfir. Það er nefnilega ekki til neitt galdra mataræði sem hentar öllu íþróttafólki; langt því frá! Góð og viðeigandi næring getur stutt við ýmsa þætti sem skipta sköpum þegar kemur að frammistöðu í íþróttum, þ.á.m: Aukin afkastageta Almenn heilsa Gerir einstaklingi kleift að æfa lengur og af meiri ákefð Seinkar þreytu á meðan æfingu/keppni stendur Viðhald vökvajafnvægis Viðhald heilbrigðs ónæmiskerfis Aukin & hraðari endurheimt Breytingar á líkamssamsetningu Minni líkur á meiðslum & veikindum Þjálfunaraðlögun Aukin einbeiting Betri svefn Ung sérgrein en ört vaxandi Íþróttanæringarfræði sem sérgrein er fremur ung samanborið við margar aðrar starfsgreinar. Upptök íþróttanæringarfræðinnar eru talin hafa átt sér stað í Svíþjóð á 4. áratug síðustu aldar þar sem rannsóknir á efnaskiptum kolvetna og fitu voru framkvæmdar. Á 7. og 8. áratugnum tók fagið stakkaskiptum og mikil aukning varð á rannsóknum víðs vegar, einkum í Bandaríkjunum, Skandinavíu og Bretlandi. Loks upp úr 1980 varð íþróttanæringarfræði að viðurkenndri sérgrein. Ef við spólum svo áfram til dagsins í dag hefur fjöldi rannsókna á sviðinu margfaldast sem og almenn þekking á hinum ýmsu áhrifum sem næring getur haft á íþróttafólk. Enn langt í land Þegar staða íþróttanæringarfræðinnar á Íslandi er borin saman við okkar nágrannaþjóðir og meginland Evrópu má helst sjá gífurlegan mun á fjölda stöðugilda hjá íþróttafélögum og -samböndum. Á meðan mörg íþróttafélög og sérsambönd erlendis hafa innan sinna raða teymi íþróttanæringarfræðinga, auk annarra sérfræðinga, er ekki sömu sögu að segja hér heima. Þeir fáu menntuðu íþróttanæringarfræðingar sem starfa á Íslandi gera það oftar en ekki sjálfstætt og þá þykir höfundum skortur vera á samstarfi og tengingar milli íþróttanæringarfræðinga og íþróttafélaga & -samtaka. Þetta bitnar því miður á íþróttafólkinu okkar sem fær þar af leiðandi ekki þá aðstoð sem það þarfnast, og þá er einnig algengt að það viti hreinlega ekki að slík þjónusta sé í boði. Þar að auki fær afreksíþróttafólk hérlendis sárasjaldan fjárhagslega styrki til að nýta sér aðstoð sérfræðinga í íþróttavísindum, hvort sem um ræðir íþróttanæringarfræðinga eða aðra sérfræðinga. Höfundar þessarar greinar vonast til að hún veki athygli innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi á þeirri brýnni nauðsyn sem er að auðvelda íþróttafólki okkar aðgengi að sérfræðingum til að hjálpa að hámarka afkastagetu í sinni íþrótt. Þannig má stuðla enn betur að þeirri framþróun sem hefur átt sér stað síðastliðna áratugi í íþróttastarfi á Íslandi. Höfundar eru íþróttanæringarfræðingar (M.Sc. Sports Nutrition).
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun