Fjölskyldan í öndvegi í Ölfusi Elliði Vignisson skrifar 8. júlí 2024 11:01 Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar