Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð til að sækja ökumanninn, sem er sagður alvarlega slasaður.
Samkvæmt upplýsingum frá embættinu lendir þyrlan í höfuðborginni innan skamms. Ekki er vitað hver tildrög slyssins voru nákvæmlega.
Lögregla stjórnar umferð fram hjá vettvangi, þar sem annarri akreininni hefur verið lokað á meðan rannsókn fer fram.

Fréttin hefur verið uppfærð.