Lokunaruppboð í Kauphöllinni Baldur Thorlacius skrifar 4. júlí 2024 07:01 Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar