Gaza - hvað getum við gert? Guðrún María Jónsdóttir, Hulda María Einarsdóttir, Sunna Snædal og Theódór Skúli Sigurðsson skrifa 27. júní 2024 15:00 Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Heilbrigðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Alla daga tekur heilbrigðisstarfsfólk á heilsugæslum og sjúkrahúsum Íslands á móti veikum og slösuðum. Fólki sem þarf skjóta meðferð vegna lífshættulegra sýkinga, fylgikvilla krabbameina, slysa eða í fæðingu svo fátt eitt sé nefnt. Á Íslandi geta þessir sjúklingar gengið að því vísu að fá nauðsynleg sýklalyf, krabbameinsmeðferð, verkjalyf, skurðaðgerðir og fæðingaraðstoð. Nokkur þúsund kílómetrum héðan, á Gaza, var sömu þjónustu að fá og við eigum að venjast á Íslandi. En í dag er enga slíka hjálp að fá á Gaza. Nær öll sjúkrahús og heilsugæslustöðvar svæðisins eru óstarfhæfar, rústir einar eftir miskunnarlausar og að því er virðist markvissar árásir á heilbrigðiskerfi Gaza. Sjúkrahús eru samkvæmt alþjóðalögum griðastaður og þar með bannað að ráðast á en Ísraelsher hefur hunsað það. Fleiri hundruð heilbrigðisstarfsmanna liggja í valnum. Grunnþörfum sem við tökum sem sjálfsögðum hlut, svo sem hreinu vatni, mat, rafmagni og húsaskjóli, hefur verið kippt frá börnum, fullorðnum, nýfæddum og veikum. Manni fallast hendur vitandi að alþjóðalög eru brotin daglega og að hjálparsamtökum, sem bíða álengdar við landamæri Egyptalands með nauðsynjar, sé meinað að koma þeim til bágstaddra á Gaza. Á landsvæði sem er lítið stærra en Reykjanesskaginn, hafast nú 2.3 milljónir saklausir borgarar við og fordæmalaus hungursneyð vofir yfir verði ekkert að gert. Í dag hafa rúmlega 37.000 Palestínumenn og 1.200 Ísraelsmenn látist af hernaðarorsökum frá 7. október síðastliðnum, þar af tæplega 8.000 börn, en þau eiga enga undankomu, bókstaflega króuð af í fangelsi. Þó að drápum linni stendur eftir hin gríðarlega hörmung að um 1.1 milljón einstaklinga er í bráðri hættu á hungursneyð.Hungur sem vopn er klárt brot á alþjóðalögum og hefur International Criminal Court (ICC) hafið formlega rannsókn á athæfi Ísraelsmanna. Við hljótum öll að hafa spurt okkur hvað við getum gert. Tafarlaust vopnahlé er augljós krafa og jafnframt þarf neyðaraðstoð að komast til íbúa Gaza ekki síðar en strax. Ísland og stjórnmálamenn þess eiga rödd á alþjóðasviðinu, þeir geta sameinast í þrýstiafl með stærri þjóðum og með samstilltu átaki knúið fram alvöru aðgerðir. Brýnast er að opna landamærin og koma að nauðsynjum og hjálpargögnum til Palestínumanna og vonandi afstýra frekari hungursneyð. Undirrituð fordæma aðgerðir Ísraelshers og skora á íslensk stjórnvöld að leggja sitt afl á vogarskálarnar til þess að þrýsta á tafarlaust vopnahlé á Gaza, varanlegan frið og aðstoð við uppbyggingu innviða til að tryggja íbúum lífsnauðsynjar og heilbrigðisþjónustu. Höfundar eru meðlimir aðgerðarhóps Félags sjúkrahúslækna í málefnum Gaza. Heimildir: Report of the Commission on Responsibility (ibid., § 5) www. ochaopt.org, Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu Þjóðanna í mannúðarmálum ICC Statute, Article 8(2)(b)(xxv) (ibid., § 3)
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun