Áfengisumræða? Benedikt S. Benediktsson skrifar 25. júní 2024 09:01 Undanfarið hafa átt sér stað endurteknar umræður um verslun með áfengi. Í þessum áfanga má segja að ÁTVR hafi slegið tóninn og ýmsir sungið með, þ. á m. stjórnmálamenn, hver með sínu nefi. Áfengi og menning Það ætti að teljast nokkuð óumdeilt að óhófleg áfengisneysla er hættuleg þeim sem hana stunda auk þess sem hún hefur jafnan neikvæð á áhrif á aðstandendur, vinnuveitendur og fleiri. Sjálf tilvist áfengis skapar þannig samfélagslega áhættu. Það ætti að einnig að teljast nokkuð óumdeilt að tilvist áfengis og neysla þess er ekki aðeins samfélagslega viðurkennd, a.m.k. í vestrænum ríkjum, heldur er hún hluti af menningu, m.a. matarmenningu. Segja má að samfélagið hafi ákveðið að áfengisneysla sé í menningarlegu tilliti þess virði að ástæða sé til að sætta sig við þá áhættu sem henni fylgir. Fáir hafa talað fyrir því að banna áfengi. Hins vegar hafa margir skoðun á því hvernig eigi að hafa áhrif á neyslu þess. Færa má rök fyrir því að nokkur sátt ríki um að það sé eitt af verkefnum löggjafans að hafa áhrif á áfengisneysluna með lagasetningu. Fólk er hins vegar alls ekki sammála um hvernig það er gert. Óþroskuð umræða Umræðan verður að þroskast. Allra mikilvægast er þó að löggjafinn meðtaki skilaboðin sem fram eru sett, skilji kjarnann frá hisminu, framkvæmi hagsmunamat og komist að niðurstöðu. Á lóðarskálunum eru annars vegar áhættan sem fylgir áfengi og hins vegar nútíminn, veruleikinn og vilji fólks. Þó sett hafi verið stefna er það óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnumótunar að markmið, aðgerðir og mælikvarða þarf að endurskoða með reglubundnum hætti. Er markmiðið enn raunhæft? Er aðgerð enn til þess bær að markmiðinu verði náð? Gerir mælikvarðinn okkur enn fært leggja mat á hvar við stöndum gagnvart markmiðinu? Af hálfu SVÞ eru skilaboðin skýr; einkarekin verslun á að annast áfengissölu innan ramma skýrs regluverks. Skilaboð andstæðinga verslunar með áfengi hafa ekki verið eins skýr; minna aðgengi að áfengi en ekkert má breytast nema þá mögulega að ríkið verði opnað á sunnudögum. Vandinn sem ætla má að þingmenn standi frammi fyrir felst að ákveðnu leyti í því að það hafa orðið og eru að eiga sér stað breytingar m.a. á verslunarháttum og menningu, bæði hér heima og erlendis. Í því samhengi væri eðlilegt að umræða um verslun með áfengi snerist um það hvernig sé skynsamlegt að hafa áhrif neyslu þess. Í því tilliti virðist hins vegar helst upp á það boðið að banni gegn innlendri netverslun með áfengi verði við haldið en fólki sætti sig áfram við um fimmtíu útsölustaði ÁTVR, netverslun ÁTVR, erlenda netverslun, áfengissölu á veitinga- og öldurhúsum, áfengissölu hjá smáframleiðendum og jafnvel stöku vegasjoppum. Þegar umræðan er skoðuð nánar og öllu er á botninn hvolft hefur umræðan um áhrif á neyslu áfengis upp á síðkastið hvað helst snúist um tilvist og afkomu ÁTVR og hvort netverslun verður kennd við Hagkaup. Ekki örlar t.d. á umræðum um hvers vegna það þykir forsvaranlegt að halda úti rekstri fimmtíu útsölustaða ÁTVR í því skyni að takmarka aðgengi að áfengi. Er hægt að ná sama árangri með tuttugu og fimm útsölustöðum, tíu eða e.t.v. með allt öðrum hætti? Ef svo er af hverju er það þá ekki gert? Ekki er heldur rætt um hvernig takast eigi að halda loki á aðgengi að áfengi með því að viðhalda banni gegn innlendri netverslun með áfengi en sætta sig áfram við netverslun ÁTVR og alla erlenda netverslun. Af hverju dó t.d. umræðan um netverslun Costco með áfengi nánast um leið og hún hófst en ekki þegar rótgróin íslensk verslun er kennd við slíka sölu? Ábyrg umræða? Hvernig gerðist það að forstjóri ÁTVR ræsti umræðuna með því að bera því við að reksturinn væri að lenda í járnum vegna umfangs netverslunar með áfengi, Hagkaup ræddu sín áform og í kjölfarið fóru menn að ræða stöðuna á svipuðum nótum og þegar náttúruógn er yfirvofandi? Getur talist eðlilegt að bjóða eigendum fyrirtækja upp á þá óvissureið að málsmetandi einstaklingar í stjórnmálum fullyrði að eitthvað sé bannað og aðrir hið gagnstæða? Þeir sem þekkja til rekstrar vita að pólitísk óvissa er slæm og hvað þá þegar í pólitískri umræðu er misvísandi lagaskilningi beinlínis haldið á lofti. Upp úr hjólförunum Viðfangsefni umræðunnar er áhrif á áfengisneyslu. Hana þarf að taka á vettvangi Alþingis. Væri ekki tilvalið fyrir þingið að ræða málið af alvöru? Höfundur er lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Benedikt S. Benediktsson Mest lesið Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa átt sér stað endurteknar umræður um verslun með áfengi. Í þessum áfanga má segja að ÁTVR hafi slegið tóninn og ýmsir sungið með, þ. á m. stjórnmálamenn, hver með sínu nefi. Áfengi og menning Það ætti að teljast nokkuð óumdeilt að óhófleg áfengisneysla er hættuleg þeim sem hana stunda auk þess sem hún hefur jafnan neikvæð á áhrif á aðstandendur, vinnuveitendur og fleiri. Sjálf tilvist áfengis skapar þannig samfélagslega áhættu. Það ætti að einnig að teljast nokkuð óumdeilt að tilvist áfengis og neysla þess er ekki aðeins samfélagslega viðurkennd, a.m.k. í vestrænum ríkjum, heldur er hún hluti af menningu, m.a. matarmenningu. Segja má að samfélagið hafi ákveðið að áfengisneysla sé í menningarlegu tilliti þess virði að ástæða sé til að sætta sig við þá áhættu sem henni fylgir. Fáir hafa talað fyrir því að banna áfengi. Hins vegar hafa margir skoðun á því hvernig eigi að hafa áhrif á neyslu þess. Færa má rök fyrir því að nokkur sátt ríki um að það sé eitt af verkefnum löggjafans að hafa áhrif á áfengisneysluna með lagasetningu. Fólk er hins vegar alls ekki sammála um hvernig það er gert. Óþroskuð umræða Umræðan verður að þroskast. Allra mikilvægast er þó að löggjafinn meðtaki skilaboðin sem fram eru sett, skilji kjarnann frá hisminu, framkvæmi hagsmunamat og komist að niðurstöðu. Á lóðarskálunum eru annars vegar áhættan sem fylgir áfengi og hins vegar nútíminn, veruleikinn og vilji fólks. Þó sett hafi verið stefna er það óhjákvæmilegur fylgifiskur stefnumótunar að markmið, aðgerðir og mælikvarða þarf að endurskoða með reglubundnum hætti. Er markmiðið enn raunhæft? Er aðgerð enn til þess bær að markmiðinu verði náð? Gerir mælikvarðinn okkur enn fært leggja mat á hvar við stöndum gagnvart markmiðinu? Af hálfu SVÞ eru skilaboðin skýr; einkarekin verslun á að annast áfengissölu innan ramma skýrs regluverks. Skilaboð andstæðinga verslunar með áfengi hafa ekki verið eins skýr; minna aðgengi að áfengi en ekkert má breytast nema þá mögulega að ríkið verði opnað á sunnudögum. Vandinn sem ætla má að þingmenn standi frammi fyrir felst að ákveðnu leyti í því að það hafa orðið og eru að eiga sér stað breytingar m.a. á verslunarháttum og menningu, bæði hér heima og erlendis. Í því samhengi væri eðlilegt að umræða um verslun með áfengi snerist um það hvernig sé skynsamlegt að hafa áhrif neyslu þess. Í því tilliti virðist hins vegar helst upp á það boðið að banni gegn innlendri netverslun með áfengi verði við haldið en fólki sætti sig áfram við um fimmtíu útsölustaði ÁTVR, netverslun ÁTVR, erlenda netverslun, áfengissölu á veitinga- og öldurhúsum, áfengissölu hjá smáframleiðendum og jafnvel stöku vegasjoppum. Þegar umræðan er skoðuð nánar og öllu er á botninn hvolft hefur umræðan um áhrif á neyslu áfengis upp á síðkastið hvað helst snúist um tilvist og afkomu ÁTVR og hvort netverslun verður kennd við Hagkaup. Ekki örlar t.d. á umræðum um hvers vegna það þykir forsvaranlegt að halda úti rekstri fimmtíu útsölustaða ÁTVR í því skyni að takmarka aðgengi að áfengi. Er hægt að ná sama árangri með tuttugu og fimm útsölustöðum, tíu eða e.t.v. með allt öðrum hætti? Ef svo er af hverju er það þá ekki gert? Ekki er heldur rætt um hvernig takast eigi að halda loki á aðgengi að áfengi með því að viðhalda banni gegn innlendri netverslun með áfengi en sætta sig áfram við netverslun ÁTVR og alla erlenda netverslun. Af hverju dó t.d. umræðan um netverslun Costco með áfengi nánast um leið og hún hófst en ekki þegar rótgróin íslensk verslun er kennd við slíka sölu? Ábyrg umræða? Hvernig gerðist það að forstjóri ÁTVR ræsti umræðuna með því að bera því við að reksturinn væri að lenda í járnum vegna umfangs netverslunar með áfengi, Hagkaup ræddu sín áform og í kjölfarið fóru menn að ræða stöðuna á svipuðum nótum og þegar náttúruógn er yfirvofandi? Getur talist eðlilegt að bjóða eigendum fyrirtækja upp á þá óvissureið að málsmetandi einstaklingar í stjórnmálum fullyrði að eitthvað sé bannað og aðrir hið gagnstæða? Þeir sem þekkja til rekstrar vita að pólitísk óvissa er slæm og hvað þá þegar í pólitískri umræðu er misvísandi lagaskilningi beinlínis haldið á lofti. Upp úr hjólförunum Viðfangsefni umræðunnar er áhrif á áfengisneyslu. Hana þarf að taka á vettvangi Alþingis. Væri ekki tilvalið fyrir þingið að ræða málið af alvöru? Höfundur er lögfræðingur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar