Örlagavaldur íslenskra heimila Guðbrandur Einarsson skrifar 20. júní 2024 08:30 Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu. Nú hafa nýir forystumenn í verkalýðshreyfingunni lýst efasemdum um íslensku krónuna og viljað skoða upptöku annars gjaldmiðils eða í það minnsta að fram fari rannsókn á kostum og göllum íslensku krónunnar samanborið við önnur og stærri gjaldmiðlasvæði. Endalaus óstöðugleiki Allt frá því að ég kom inn á íslenskan húsnæðismarkað sem ungur maður fyrir áratugum síðan, hef ég búið við óstöðugleika og þannig hefur það verið hjá öllum öðrum. Vegna þessa óstöðugleika var tekin upp verðtrygging bæði á lánum og launum en það leysti ekki neitt og niðurstaðan varð sú að hætt var að verðtryggja laun en lán héldust áfram verðtryggð og gera enn. Allar tilraunir til að auka hér stöðugleika hafa mistekist. Vextir hafa verið kýldir niður með handafli og fólki ýmist talin trú um að taka óverðtryggð eða verðtryggð lán. Allt eftir því hvernig vindar hins skoppandi íslenska örgjaldmiðils hafa blásið. Fyrirtækin farin í öruggt skjól Þetta ástand er óviðunandi. Enda hafa hundruð fyrirtækja þegar gefist upp á krónunni og flutt sig yfir í annað og stærra myntkerfi. Vegna þess að þau geta það. Almenningur situr hins vegar eftir með Svarta Pétur og getur sig hvergi hreyft. Svikalogn er orðið yfir íslenskan stöðugleika Íslenskur stöðugleiki er í mínum huga ekkert annað en svikalogn. Veruleikinn er annað hvort upp eða niður, svartur eða hvítur.Sagan hefur hins vegar kennt okkur að sá óheyrilegi kostnaður sem fylgir því að ríghalda í íslensku krónuna endar ALLTAF á herðum almennings. Við verðum að fara að bjóða fólki upp á aðrar og raunhæfari lausnir en innantóm loforð.Það gerir einn flokkur á Alþingi og sá flokkur heitir Viðreisn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Alþingi Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi. Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var hluti af íslenskri verkalýðshreyfingu þegar samþykkt var á landsþingi Alþýðusambandsins að upptaka Evru og innganga í Evrópusambandið væri hið eina rétta fyrir íslenskt samfélag. Því miður var þessari ályktun stungið ofan í skúffu. Nú hafa nýir forystumenn í verkalýðshreyfingunni lýst efasemdum um íslensku krónuna og viljað skoða upptöku annars gjaldmiðils eða í það minnsta að fram fari rannsókn á kostum og göllum íslensku krónunnar samanborið við önnur og stærri gjaldmiðlasvæði. Endalaus óstöðugleiki Allt frá því að ég kom inn á íslenskan húsnæðismarkað sem ungur maður fyrir áratugum síðan, hef ég búið við óstöðugleika og þannig hefur það verið hjá öllum öðrum. Vegna þessa óstöðugleika var tekin upp verðtrygging bæði á lánum og launum en það leysti ekki neitt og niðurstaðan varð sú að hætt var að verðtryggja laun en lán héldust áfram verðtryggð og gera enn. Allar tilraunir til að auka hér stöðugleika hafa mistekist. Vextir hafa verið kýldir niður með handafli og fólki ýmist talin trú um að taka óverðtryggð eða verðtryggð lán. Allt eftir því hvernig vindar hins skoppandi íslenska örgjaldmiðils hafa blásið. Fyrirtækin farin í öruggt skjól Þetta ástand er óviðunandi. Enda hafa hundruð fyrirtækja þegar gefist upp á krónunni og flutt sig yfir í annað og stærra myntkerfi. Vegna þess að þau geta það. Almenningur situr hins vegar eftir með Svarta Pétur og getur sig hvergi hreyft. Svikalogn er orðið yfir íslenskan stöðugleika Íslenskur stöðugleiki er í mínum huga ekkert annað en svikalogn. Veruleikinn er annað hvort upp eða niður, svartur eða hvítur.Sagan hefur hins vegar kennt okkur að sá óheyrilegi kostnaður sem fylgir því að ríghalda í íslensku krónuna endar ALLTAF á herðum almennings. Við verðum að fara að bjóða fólki upp á aðrar og raunhæfari lausnir en innantóm loforð.Það gerir einn flokkur á Alþingi og sá flokkur heitir Viðreisn. Höfundur er þingmaður Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar