Er lýðræðinu viðbjargandi? Reynir Böðvarsson skrifar 14. júní 2024 19:01 Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Reynir Böðvarsson Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun