Er lýðræðinu viðbjargandi? Reynir Böðvarsson skrifar 14. júní 2024 19:01 Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Reynir Böðvarsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun