Er lýðræðinu viðbjargandi? Reynir Böðvarsson skrifar 14. júní 2024 19:01 Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Reynir Böðvarsson Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að litast um á hinu íslenska pólitíska sviði þessa dagana. Sjálfstæðisflokkurinn er samkvæmt skoðanakönnunum í lægstu lægðum, VG að hverfa og Samfylkingin stærri en oftast og á hraðferð til hægri, algjörri hraðferð án stoppistöðva að virðist. Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurin og Flokkur fólksins óttast um kjósendur sína og eru farin að nota botnvörpur við atkvæðaveiðar í drullupollum útlendingaandúðar. Lítið veiðist þó nema flækingsfiskurinn skautun sem hingað til hefur verið sjaldgæfur á Íslandi en hefur fundist í stórum torfum bæði í BNA og svo víða í Evrópu. Samfylkingin veiðir svolítið í þessum pollum en þó mest bara á stöng. Framsóknarflokkurinn bíður átekta eins og venjulega, ríður aldrei á vaðið hræddur volæðingur sem hann er, en ætlar að hrifsa til sín veiðina á lokasprettinum hvaðan sem hún kemur. Viðreisn vill fara í ESB! Auðvitað er þetta ömurlegt leikrit sem sett er á svið fyrir okkur kjósendur. Nýfrjálshyggja og útlendingahatur er það eina sem er í boði. Það er nánast sama hvar borið er niður í pólitísku flórunni þá er hún blá og það er vond lykt af henni. Eigum við þetta bara skilið vitlaus sem við erum eða eru einhverjar aðrar skýringar til á þessu? Er eitthvað að lýðræðinu sem veldur þessari þróun, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar um heim? Ég hef verið á þeirri skoðun lengi að raunverulegt lýðræði sé ekki framkvæmanlegt nema að upplýsingamiðlun til fólksins sé hluti af skilgreiningu þess. Nú hefur þróunin orðið sú að það eru annaðhvort stjórnvöld eða peningavöld sem hafa makt í yfir fjölmiðlum sem mata fólkið með ranghugmyndum um raunveruleikann. Óháðir ríkisfjölmiðlar hafa æ minna vægi í flestum löndum og sumstaðar hefur þeim verið breytt í gjallarhorn stjórnvalda og jafnvel peningavaldsins. Við höfum dómstóla sem eiga að vera sjálfstæðir gagnvart valdhöfum og peningaöflum. Við teljum að það sé hægt að reka slíkar stofnanir og nauðsynlegt. Það er líka mögulegt að skapa og reka óháða og sterka fjölmiðlun, sjónvarp, útvarp og samfélagsmiðla, sem væru án auglýsinga og með alla samfélagsþjónustu í einu viðmóti. Ég hef talað fyrir Nordbok sem væri norænn samfélagsmiðill sem væri svo vel úr garði gerður, með alla samfélagsþjónustu á einum stað, að enginn sæi sér fært að vera án. Næði þar með til allra og sinnti þörfum okkar fyrir upplýsingar og samskipti án algoritma kapítalistana. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun