Fljótum við enn sofandi að feigðarósi? Erla Björnsdóttir skrifar 6. júní 2024 17:30 Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svefn Heilbrigðismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nýlega svaraði heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata, um notkun Íslendinga á ADHD lyfjum og svefnlyfjum. Í svari hans kom fram að 26.654 Íslendingar fá uppáskrifuð svefnlyf sem samsvarar um 9% fullorðinna Íslendinga. Konur nota svefnlyf í miklum mæli en notkun þeirra er um 40% umfram það sem við sjáum meðal karla sem er í samræmi við aukið svefnleysi meðal kvenna. Undanfarinn áratug hefur átt sér stað vitundarvakning um mikilvægi svefns og almenningur virðist vera meðvitaðari um að svefn skiptir máli fyrir heilsu, afköst og vellíðan. Þrátt fyrir þessa auknu meðvitund um svefninn erum við ekki endilega að sjá bættar venjur og betri svefn meðal landsmanna sem endurspeglast vel í þessum tölum um óhóflega notkun svefnlyfja, sem er langt umfram það sem gengur og gerist í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Rannsóknir síðustu áratugi hafa sýnt fram á ýmsar neikvæðar afleiðingar sem fylgja langtímanotkun svefnlyfja, þar á meðal vitræna skerðingu, aukna hættu á byltum og beinbrotum, ávanabindingu og hugsanleg tengsl við aukna dánartíðni. Svefnlyf geta verið gagnleg í skamman tíma til að meðhöndla brátt og skammvinnt svefnleysi en langtímanotkun er ekki æskileg og samkvæmt klínískum leiðbeingum á ekki að nota svefnlyf lengur en 4 vikur samfellt. Samkvæmt alþjóðlegum klínískum leiðbeiningum á hugræn atferlismeðferð (HAM) alltaf að vera fyrsta úrræði langvarandi svefnleysis og rannsóknir sýna að þessi meðferð skilar bestum bestum árangri til lengri tíma. Aðgengi að HAM meðferð við svefnleysi hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, Betri svefn hefur átt samstarf við heilsugæsluna um að auka aðgengi almennings að netmeðferð við svefnleysi ásamt því að bæði heilsugæslan og Betri svefn bjóða uppá hópmeðferðir við svefnvanda. Nýlega kom út smáforritið SheSleep sem er fyrsta smáforrit í heiminum sem er eingöngu fyrir konur er glíma við svefnvanda en þar geta konur nálgast hugræna atferlismeðferð við svefnvanda á ódýran og aðgengilegan máta. Það er því ljóst að margt horfir til betri vegar þegar kemur að almennri meðvitund um mikilvægi svefns og aðgengi að gagnreyndum úrræðum en betur má ef duga skal. Við hér á Íslandi höfum öll tækifæri til þess að snúa við þessari þróun varðandi óhóflega notkun svefnlyfja og starfa samkvæmt klínískum leiðbeiningum. Svefnlyf geta plástrað vandann og dregið úr einkennum tímabundið en eru ekki lausn til langtíma. Ég á mér þann draum að Ísland verði með lægstu notkun svefnlyfja eftir 5 ár og ég skora á stjórnvöld og heilbrigðisstarfsmenn um allt land að sameina krafta sína með mér og gera þennan draum að veruleika. Höfundur er sálfræðingur, doktor í Líf- og læknavísindum og framkvæmdastjóri Betri svefns
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun