Pólitísk sjálfsmörk í Laugardalnum – aðför að skólastarfi Helgi Áss Grétarsson og Marta Guðjónsdóttir skrifa 5. júní 2024 13:31 Laugardalurinn er ein af perlum Reykjavíkur með sínar sögufrægu þvottalaugar, glæsileg íþróttamannvirki, Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og gróðursæla útivistarparadís. Dalurinn tengir þau íbúðahverfi sem að honum liggja, á Teigunum, í Laugarnesinu, við Laugarásinn, í Klepps- og Langholti og að Heimahverfi. Um langt skeið hafa þrír grunnskólar þjónað þessum hverfum með heiðri og sóma: Lauganesskóli sem hefur verið starfræktur frá 1935, Langholtsskóli frá 1952, og Laugarlækjaskóli frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Þessir góðu skólar eiga sinn þátt í vinsældum þessa stækkandi borgarhluta sem nú er sá næst fjölmennasti í höfuðborginni. En nú eru blikur á lofti yfir skólastarfi þessa borgarhluta. Þar eru borgaryfirvöld í ójafnri keppni við skólasamfélag nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda. Í þeirri baráttu brjóta borgaryfirvöld allar helstu reglur leiksins en skora þó um leið hvert pólitíska sjálfsmarkið á fætur öðru. Vanræksla og þétting byggðar þrengja að skólastarfi Eins og margir aðrir skólar borgarinnar, hafa Laugardalsskólarnir liðið fyrir skort á fullnægjandi viðhaldi um langt árabil. Rakaskemmdir og mygla hafa því leikið þessa skóla grátt. Nemendur og starfsmenn hafa því um langt skeið sótt nám og störf í óviðunandi húsnæði. Marg ítrekaðar kvartanir yfir þessu ófremdarástandi hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Laugardalshverfin hafa heldur ekki farið varhluta af þéttingastefnu borgaryfirvalda. Þar hefur ýmislegt tekist bærilega í skipulags- og umhverfismálum. En það eru takmörk fyrir því hve hægt er að bjóða eldri hverfum upp á mikla þéttingu og þétting eldri hverfa eykur álag á innviði þeirra, ekki síst skólana. Það hefur öllum verið ljóst frá upphafi. Eigi að síður hefur viðhald og endurbætur á skólunum, í samræmi við þéttingu hverfanna, farið í handaskolum. Skipta má þessari sorgarsögu í tvennt, annars vegar hver þróun mála varð 2014-2022 og hins vegar frá haustinu 2022 til dagsins í dag. Langavitleysa 2014-2022 Í heilan áratug hefur verið fyrirséð að Laugarnesskóli og Langholtsskóli gætu ekki, án breytinga á skólunum, sinnt sínum nemendafjölda. En viðbrögð borgaryfirvalda við þessum vanda, sem þau hafa að mestu leyti sjálf skapað, hafa ekki falist í að hrinda í framkvæmd langtímalausnum heldur í tímabundnum reddingum, svo sem með færanlegum kennslustofum. Þegar litið er í baksýnisspegilinn er augljóst að á tímabilinu 2017-2022 hafa borgaryfirvöld sóað gegndarlausum tíma og fé í starfshópa, forsagnir, skýrslur og langdregna fundi, sem litlu ef nokkru hafa skilað fyrir skólasamfélagið í Laugardalnum. Að endingu var í einni af yngstu skýrslunni á árunum 2017-2022 dregnar upp nokkrar sviðsmyndir af áformum um skólastarf á svæðinu, þar sem borgaryfirvöld hölluðust helst að byggingu nýs unglingaskóla í stað þess að byggja við skólana þrjá sem fyrir eru. Þessi fyrirhuguðu áform og endalaust aðgerðarleysi vöktu upp mikil mótmæli og fjölmenna undirskriftasöfnun í skólasamfélaginu við Laugardal. Rúmlega þúsund foreldrar, kennarar og skólastjórnendur skrifuðu undir áskorun undir yfirskriftinni: Stöndum vörð um skólana í Dalnum. Þar höfnuðu þau nýjum skóla, fóru fram á viðhald og stækkun skólanna sem fyrir eru og gagnrýndu ráðaleysi og seinagang á öllu sviðum. Langavitleysa stöðvuð haustið 2022 Um þetta leyti, haustið 2022, höfðu framsóknarmenn í nokkra mánuði starfað með sama gamla borgarstjórnarmeirihlutanum en fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 lofaði Framsóknarflokkurinn breyttri og betri stefnu. Úr röðum Framsóknarflokksins kom nýr formaður skóla- og frístundaráðs og fyrir hennar tilstilli, fyrst og fremst, ákvað skóla- og frístundaráð einróma að byggja við alla grunnskólana þrjá, ásamt því að fara í viðhald á þeim byggingum sem fyrir eru. Það var samt nokkuð ljóst að sumir borgarfulltrúar meirihlutans og áhrifamiklir embættismenn voru ósáttir við slík málalok. Eigi að síður var gengið frá málinu á þann veg sem formaður skóla- og frístundaráðs hafði lagt til með einróma samþykkt borgarráðs á fundi þess hinn 13. október 2022. Engin andmæli komu fram við þeirri pólitísku ákvörðun á fundi borgarstjórnar nokkrum dögum síðar. Hin þverpólitíska lausn á málinu var í höfn með löglegri, einróma samþykkt lýðræðislega kjörinna fulltrúa í borgarráði og borgarstjórn. Langavitleysa aðgerðarleysis og endalausra skýrslugerða virtist að baki. Næst á dagskrá var að skipuleggja og hefja löngu tímabærar framkvæmdir við skólana þrjá. Langavitleysa verður að skollaleik 2022-2024 Borgaryfirvöld höfðu ekki lokið sjálfshólinu fyrir samráð sitt og íbúalýðræði þegar langavitleysan var aftur komin á kreik, farið var að teygja lopann og að endingu var farið í skollaleik, skollaleik sem afhjúpar ólýðræðisleg vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. En í hverju er skollaleikurinn fólginn? Í fyrsta lagi tók það fjóra mánuði að skipa starfshóp til að útfæra hvernig hrinda ætti samþykkt borgarstjórnar í framkvæmd. Í öðru lagi átti starfshópurinn að skila af sér fyrir 1. júlí 2023 en skýrslugerðin dróst verulega á langinn og fengu borgarfulltrúar meirihlutans fyrst kynningu á efni skýrslunnar í nóvember 2023. Niðurstaða skýrslunnar var að leggja fram nýja sviðsmynd sem fæli í sér að hætt yrði við að byggja við skólana þrjá. Þess í stað yrði sú lausn að byggja nýjan unglingaskóla útfærð öðruvísi en lagt var upp með haustið 2022 í þeirri skýrslu sem fyrr var getið og lýst þrem ólíkum sviðsmyndum. Í þriðja lagi var með niðurstöðu starfshópsins farið út fyrir starfsvið hans, eins og það var skilgreint í erindisbréfi borgarstjóra. Með öðrum orðum, í skýrslunni tók starfshópurinn upp á því að fjalla um málefni sem honum var aldrei ætlað að glíma við og þar með voru að engu gerðar ákvarðanir lýðræðislega kjörinna fulltrúa í borgarráði og borgarstjórn frá október 2022. Fráleitt er að embættismenn séu að vinna að niðurstöðu í stóru máli sem borgarráð og borgarstjórn höfðu hafnað. Í fjórða lagi var skýrslugerð og niðurstöðu starfshópsins vísvitandi haldið leyndri fyrir borgarfulltrúum minnihlutans í hálft ár frá því borgarfulltrúar meirihlutans fengu vitneskju um hana, eða fram að 10. maí 2024. Embættismenn borgarinnar og borgarfulltrúar meirihlutans leyndu skýrslunni og niðurstöðu hennar fyrir fulltrúum minnihlutans og almenningi til að reyna að keyra niðurstöðu starfshópsins í gegn um það leyti sem skólastarfi er að ljúka og sumarfrí borgarstjórnar á næsta leyti, svo erfiðara yrði fyrir minnihlutann og skólasamfélagið að andmæla þessum forkastanlegu vinnubrögðum stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Í fimmta lagi er niðurstaða starfshópsins svik við skólasamfélagið í Laugardalnum. Skýrslan er háð ófáum annmörkum og það er eins og hún sé pöntuð af áhrifamiklum aðilum innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Aðilum sem gefa hvorki mikið fyrir raunverulegt íbúalýðræði né fyrir orðheldni og heiðarleika, né fyrir skyldur og réttindi lýðræðislega kjörinna fulltrúa borgarstjórnar. Ef slíkt háttarlag er ekki frágangssök, er lýðræðið í borgarstjórn Reykjavíkur orðið að skrípaleik. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Marta Guðjónsdóttir Reykjavík Deilur um skólahald í Laugardal Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Laugardalurinn er ein af perlum Reykjavíkur með sínar sögufrægu þvottalaugar, glæsileg íþróttamannvirki, Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og gróðursæla útivistarparadís. Dalurinn tengir þau íbúðahverfi sem að honum liggja, á Teigunum, í Laugarnesinu, við Laugarásinn, í Klepps- og Langholti og að Heimahverfi. Um langt skeið hafa þrír grunnskólar þjónað þessum hverfum með heiðri og sóma: Lauganesskóli sem hefur verið starfræktur frá 1935, Langholtsskóli frá 1952, og Laugarlækjaskóli frá því á sjöunda áratug síðustu aldar. Þessir góðu skólar eiga sinn þátt í vinsældum þessa stækkandi borgarhluta sem nú er sá næst fjölmennasti í höfuðborginni. En nú eru blikur á lofti yfir skólastarfi þessa borgarhluta. Þar eru borgaryfirvöld í ójafnri keppni við skólasamfélag nemenda, foreldra, kennara og skólastjórnenda. Í þeirri baráttu brjóta borgaryfirvöld allar helstu reglur leiksins en skora þó um leið hvert pólitíska sjálfsmarkið á fætur öðru. Vanræksla og þétting byggðar þrengja að skólastarfi Eins og margir aðrir skólar borgarinnar, hafa Laugardalsskólarnir liðið fyrir skort á fullnægjandi viðhaldi um langt árabil. Rakaskemmdir og mygla hafa því leikið þessa skóla grátt. Nemendur og starfsmenn hafa því um langt skeið sótt nám og störf í óviðunandi húsnæði. Marg ítrekaðar kvartanir yfir þessu ófremdarástandi hafa ekki skilað tilætluðum árangri. Laugardalshverfin hafa heldur ekki farið varhluta af þéttingastefnu borgaryfirvalda. Þar hefur ýmislegt tekist bærilega í skipulags- og umhverfismálum. En það eru takmörk fyrir því hve hægt er að bjóða eldri hverfum upp á mikla þéttingu og þétting eldri hverfa eykur álag á innviði þeirra, ekki síst skólana. Það hefur öllum verið ljóst frá upphafi. Eigi að síður hefur viðhald og endurbætur á skólunum, í samræmi við þéttingu hverfanna, farið í handaskolum. Skipta má þessari sorgarsögu í tvennt, annars vegar hver þróun mála varð 2014-2022 og hins vegar frá haustinu 2022 til dagsins í dag. Langavitleysa 2014-2022 Í heilan áratug hefur verið fyrirséð að Laugarnesskóli og Langholtsskóli gætu ekki, án breytinga á skólunum, sinnt sínum nemendafjölda. En viðbrögð borgaryfirvalda við þessum vanda, sem þau hafa að mestu leyti sjálf skapað, hafa ekki falist í að hrinda í framkvæmd langtímalausnum heldur í tímabundnum reddingum, svo sem með færanlegum kennslustofum. Þegar litið er í baksýnisspegilinn er augljóst að á tímabilinu 2017-2022 hafa borgaryfirvöld sóað gegndarlausum tíma og fé í starfshópa, forsagnir, skýrslur og langdregna fundi, sem litlu ef nokkru hafa skilað fyrir skólasamfélagið í Laugardalnum. Að endingu var í einni af yngstu skýrslunni á árunum 2017-2022 dregnar upp nokkrar sviðsmyndir af áformum um skólastarf á svæðinu, þar sem borgaryfirvöld hölluðust helst að byggingu nýs unglingaskóla í stað þess að byggja við skólana þrjá sem fyrir eru. Þessi fyrirhuguðu áform og endalaust aðgerðarleysi vöktu upp mikil mótmæli og fjölmenna undirskriftasöfnun í skólasamfélaginu við Laugardal. Rúmlega þúsund foreldrar, kennarar og skólastjórnendur skrifuðu undir áskorun undir yfirskriftinni: Stöndum vörð um skólana í Dalnum. Þar höfnuðu þau nýjum skóla, fóru fram á viðhald og stækkun skólanna sem fyrir eru og gagnrýndu ráðaleysi og seinagang á öllu sviðum. Langavitleysa stöðvuð haustið 2022 Um þetta leyti, haustið 2022, höfðu framsóknarmenn í nokkra mánuði starfað með sama gamla borgarstjórnarmeirihlutanum en fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2022 lofaði Framsóknarflokkurinn breyttri og betri stefnu. Úr röðum Framsóknarflokksins kom nýr formaður skóla- og frístundaráðs og fyrir hennar tilstilli, fyrst og fremst, ákvað skóla- og frístundaráð einróma að byggja við alla grunnskólana þrjá, ásamt því að fara í viðhald á þeim byggingum sem fyrir eru. Það var samt nokkuð ljóst að sumir borgarfulltrúar meirihlutans og áhrifamiklir embættismenn voru ósáttir við slík málalok. Eigi að síður var gengið frá málinu á þann veg sem formaður skóla- og frístundaráðs hafði lagt til með einróma samþykkt borgarráðs á fundi þess hinn 13. október 2022. Engin andmæli komu fram við þeirri pólitísku ákvörðun á fundi borgarstjórnar nokkrum dögum síðar. Hin þverpólitíska lausn á málinu var í höfn með löglegri, einróma samþykkt lýðræðislega kjörinna fulltrúa í borgarráði og borgarstjórn. Langavitleysa aðgerðarleysis og endalausra skýrslugerða virtist að baki. Næst á dagskrá var að skipuleggja og hefja löngu tímabærar framkvæmdir við skólana þrjá. Langavitleysa verður að skollaleik 2022-2024 Borgaryfirvöld höfðu ekki lokið sjálfshólinu fyrir samráð sitt og íbúalýðræði þegar langavitleysan var aftur komin á kreik, farið var að teygja lopann og að endingu var farið í skollaleik, skollaleik sem afhjúpar ólýðræðisleg vinnubrögð í stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. En í hverju er skollaleikurinn fólginn? Í fyrsta lagi tók það fjóra mánuði að skipa starfshóp til að útfæra hvernig hrinda ætti samþykkt borgarstjórnar í framkvæmd. Í öðru lagi átti starfshópurinn að skila af sér fyrir 1. júlí 2023 en skýrslugerðin dróst verulega á langinn og fengu borgarfulltrúar meirihlutans fyrst kynningu á efni skýrslunnar í nóvember 2023. Niðurstaða skýrslunnar var að leggja fram nýja sviðsmynd sem fæli í sér að hætt yrði við að byggja við skólana þrjá. Þess í stað yrði sú lausn að byggja nýjan unglingaskóla útfærð öðruvísi en lagt var upp með haustið 2022 í þeirri skýrslu sem fyrr var getið og lýst þrem ólíkum sviðsmyndum. Í þriðja lagi var með niðurstöðu starfshópsins farið út fyrir starfsvið hans, eins og það var skilgreint í erindisbréfi borgarstjóra. Með öðrum orðum, í skýrslunni tók starfshópurinn upp á því að fjalla um málefni sem honum var aldrei ætlað að glíma við og þar með voru að engu gerðar ákvarðanir lýðræðislega kjörinna fulltrúa í borgarráði og borgarstjórn frá október 2022. Fráleitt er að embættismenn séu að vinna að niðurstöðu í stóru máli sem borgarráð og borgarstjórn höfðu hafnað. Í fjórða lagi var skýrslugerð og niðurstöðu starfshópsins vísvitandi haldið leyndri fyrir borgarfulltrúum minnihlutans í hálft ár frá því borgarfulltrúar meirihlutans fengu vitneskju um hana, eða fram að 10. maí 2024. Embættismenn borgarinnar og borgarfulltrúar meirihlutans leyndu skýrslunni og niðurstöðu hennar fyrir fulltrúum minnihlutans og almenningi til að reyna að keyra niðurstöðu starfshópsins í gegn um það leyti sem skólastarfi er að ljúka og sumarfrí borgarstjórnar á næsta leyti, svo erfiðara yrði fyrir minnihlutann og skólasamfélagið að andmæla þessum forkastanlegu vinnubrögðum stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Í fimmta lagi er niðurstaða starfshópsins svik við skólasamfélagið í Laugardalnum. Skýrslan er háð ófáum annmörkum og það er eins og hún sé pöntuð af áhrifamiklum aðilum innan borgarstjórnar Reykjavíkur. Aðilum sem gefa hvorki mikið fyrir raunverulegt íbúalýðræði né fyrir orðheldni og heiðarleika, né fyrir skyldur og réttindi lýðræðislega kjörinna fulltrúa borgarstjórnar. Ef slíkt háttarlag er ekki frágangssök, er lýðræðið í borgarstjórn Reykjavíkur orðið að skrípaleik. Höfundar eru fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun