„Drekkum í dag og iðrumst á morgun!“ Valgerður Rúnarsdóttir skrifar 4. júní 2024 09:30 Í alvöru krakkar!? Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag? Þetta er samviskuspurningin fyrir alla sem koma að því að auka aðgengi að áfengi með nýrri markaðssetningu og tilheyrandi sýnileika, auglýsingum, tilboðum og áhuga. Það er auðveld reikniformúlan í þessum leik, aukið aðgengi, aukin neysla, aukinn vandi, aukinn kostnaður. Þeir sem eru mest útsettir og í mestri áhættu vegna markaðssetningar áfengis er ungt fólk á barneignaraldri og eldra fólk í breyttu hlutverki í lífinu. Einnig eru margir hópar í viðkvæmri stöðu varðandi áfengið, t.d. fólk með fíknsjúkdóm og aðra geðsjúkdóma sem hefur hvað mestan vanda af áfengi. Þessir sjúkdómar eru algengir í okkar samfélagi. Það vantar ekki fræðin, upplýsingar, tölur og vísindi sem beina okkur eindregið frá auknu aðgengi að áfengi. Við þekkjum meira en 200 sjúkdóma sem áfengi veldur. Við vitum um slæm áhrif áfengis á geð- og félagsheilsu. Það er ekki tilviljun að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með sölufyrirkomulagi eins og hefur verið á Íslandi. Öll rök og vísindi segja okkur, að það er hagur samfélagsins að sporna við aðgengi að áfengi. Orð ábyrgra aðila gegn þessu alvarlega feilspori að auka aðgengi að áfengi, eins og landlæknis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og Læknafélags Íslands, þau heyrast ekki fyrir trommuslættinum. Það er of mikill hávaði í auglýsingum sem fara á skjön við lög og upphafningu á áfengissölu sem fer á skjön við lög. Hvernig stendur á því að samfélagið okkar getur ekki stöðvað þessa óheillaþróun? Hvers vegna ráða markaðsöflin þótt þau daðri við að brjóta lög? Hvers vegna situr kæra inni hjá lögreglu í 4 ár án þess að hún sé tekin fyrir? Er þetta siðlegt hjá okkur? Höfum við misst samfélagsvitundina? Hvað með samfélagsábyrgð fyrirtækja sem var talsvert í tísku fyrir nokkrum árum? Er hún hætt? Forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa möguleika á að hafa mikil áhrif til góðs, styðja við lýðheilsu og láta gott af sér leiða. Ég auglýsi eftir því í þessum hildarleik um aukið aðgengi að áfengi. Kostnaður samfélagsins í dag vegna áfengisneyslu Íslendinga er 100 milljarðar króna á ári, það er fjandakornið alveg nóg. Höfum við, samfélagið, efni á að auka þann kostnað enn meira, bara svo einhverjir geti grætt á sinni sölu? Ættum við ekki frekar að standa upp‘á hól og kalla, eða boða stefnumótunarfundi eða þjóðfundi eða samstarf allra hagaðila,… til þess að draga úr núverandi kostnaði vegna áfengisneyslu á Íslandi? Við höfum aukið aðgengi að áfengi á Íslandi gríðarlega mikið síðustu áratugi. Vínbúðum og vínveitingastöðum fjölgað, opnunartímar lengst. Léttvín og bjór eru víðast hvar nærri okkur og hópurinn stækkar sem drekkur eitthvert áfengi flesta daga (þ.e. 4 eða fleiri daga í viku). Enda höfum við Íslendingar aukið drykkjuna mikið (reiknað í hreinum vínanda á mann á ári). Og við höfum haft af því mikið aukinn vanda, t.d. sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Eigum við virkilega að gefa í og auka aðgengi meira? Verum minnug þess glæsilega árangurs sem við á Íslandi náðum í að snar-minnka sígarettureykingar, með einmitt því, að draga úr aðgengi! Það virkar! Tökum lýðheilsu alvarlega og sýnum það í verki. Ekki auka aðgengi að áfengi. Höfundur er sérfræðilæknir í lyf- og fíknlækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Verslun Fíkn Matvöruverslun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í alvöru krakkar!? Ætlum við að hafa þetta svona? Að láta lýðheilsu framtíðar lönd og leið ef einhverjir geta makað krókinn í dag? Þetta er samviskuspurningin fyrir alla sem koma að því að auka aðgengi að áfengi með nýrri markaðssetningu og tilheyrandi sýnileika, auglýsingum, tilboðum og áhuga. Það er auðveld reikniformúlan í þessum leik, aukið aðgengi, aukin neysla, aukinn vandi, aukinn kostnaður. Þeir sem eru mest útsettir og í mestri áhættu vegna markaðssetningar áfengis er ungt fólk á barneignaraldri og eldra fólk í breyttu hlutverki í lífinu. Einnig eru margir hópar í viðkvæmri stöðu varðandi áfengið, t.d. fólk með fíknsjúkdóm og aðra geðsjúkdóma sem hefur hvað mestan vanda af áfengi. Þessir sjúkdómar eru algengir í okkar samfélagi. Það vantar ekki fræðin, upplýsingar, tölur og vísindi sem beina okkur eindregið frá auknu aðgengi að áfengi. Við þekkjum meira en 200 sjúkdóma sem áfengi veldur. Við vitum um slæm áhrif áfengis á geð- og félagsheilsu. Það er ekki tilviljun að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) mælir með sölufyrirkomulagi eins og hefur verið á Íslandi. Öll rök og vísindi segja okkur, að það er hagur samfélagsins að sporna við aðgengi að áfengi. Orð ábyrgra aðila gegn þessu alvarlega feilspori að auka aðgengi að áfengi, eins og landlæknis, heilbrigðisráðherra, félagsmálaráðherra og Læknafélags Íslands, þau heyrast ekki fyrir trommuslættinum. Það er of mikill hávaði í auglýsingum sem fara á skjön við lög og upphafningu á áfengissölu sem fer á skjön við lög. Hvernig stendur á því að samfélagið okkar getur ekki stöðvað þessa óheillaþróun? Hvers vegna ráða markaðsöflin þótt þau daðri við að brjóta lög? Hvers vegna situr kæra inni hjá lögreglu í 4 ár án þess að hún sé tekin fyrir? Er þetta siðlegt hjá okkur? Höfum við misst samfélagsvitundina? Hvað með samfélagsábyrgð fyrirtækja sem var talsvert í tísku fyrir nokkrum árum? Er hún hætt? Forsvarsmenn stórra fyrirtækja hafa möguleika á að hafa mikil áhrif til góðs, styðja við lýðheilsu og láta gott af sér leiða. Ég auglýsi eftir því í þessum hildarleik um aukið aðgengi að áfengi. Kostnaður samfélagsins í dag vegna áfengisneyslu Íslendinga er 100 milljarðar króna á ári, það er fjandakornið alveg nóg. Höfum við, samfélagið, efni á að auka þann kostnað enn meira, bara svo einhverjir geti grætt á sinni sölu? Ættum við ekki frekar að standa upp‘á hól og kalla, eða boða stefnumótunarfundi eða þjóðfundi eða samstarf allra hagaðila,… til þess að draga úr núverandi kostnaði vegna áfengisneyslu á Íslandi? Við höfum aukið aðgengi að áfengi á Íslandi gríðarlega mikið síðustu áratugi. Vínbúðum og vínveitingastöðum fjölgað, opnunartímar lengst. Léttvín og bjór eru víðast hvar nærri okkur og hópurinn stækkar sem drekkur eitthvert áfengi flesta daga (þ.e. 4 eða fleiri daga í viku). Enda höfum við Íslendingar aukið drykkjuna mikið (reiknað í hreinum vínanda á mann á ári). Og við höfum haft af því mikið aukinn vanda, t.d. sjöföldun á áfengistengdum lifrarsjúkdómum á 20 árum. Eigum við virkilega að gefa í og auka aðgengi meira? Verum minnug þess glæsilega árangurs sem við á Íslandi náðum í að snar-minnka sígarettureykingar, með einmitt því, að draga úr aðgengi! Það virkar! Tökum lýðheilsu alvarlega og sýnum það í verki. Ekki auka aðgengi að áfengi. Höfundur er sérfræðilæknir í lyf- og fíknlækningum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun