Forseti Íslands veifaði mér Fjóla Einarsdóttir skrifar 19. maí 2024 08:00 Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. Vildi að ég hefði fleiri atkvæði til að útdeila. Ég aftur á móti á bara eitt atkvæði og ætla að nýta það vel. Minn forseti er Baldur Þórhallsson. Ég var nemandi hjá honum í stjórnmálafræðinni rétt eftir aldamótin og þvílík áhrif sem hann hafði á mig. Hann vekur upp áhuga og virkilega hlustar á það sem er sagt og á hann er hlustað því hann sjálfur er fordómalaus og opinn fyrir þekkingu. Fyrir mig persónulega var hann mikill áhrifavaldur í mínu lífi og valdi ég mína leið í lífinu eftir lítið en mikilvægt verkefni hjá honum um alþjóðavæðingu í Afríku. Magnað að hugsa til baka og sjá hversu Baldur var mér góður kennari. Ég á honum mikið að þakka. Hann brennur fyrir mannréttindum og er einn helsti fræðimaður heimsins um smáríki. Við erum auðvitað stórasta land í heimi þó smáríki séum og mikilvægt að forsetinn okkar þyki vænt um sögu lands og þjóðar. Það hefur Baldur svo sannarlega og hefur sýnt það í verki með varðveislu sögu okkar á Suðurlandi með uppbyggingu hellana í Rangárvallasýslu með sinni fjölskyldu og fleiri verkum sem of langt er að telja upp í þessari grein. Sveitastrákur sem varð einn fremsti sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum og vonandi næstkomandi forseti Íslands. Hversu magnað. Ég vissi ekkert um hans persónulegu hagi þegar ég var nemandi hans enda var aldrei spurt að því eða hann að tjá sig um sín mál að fyrra bragði. Ef ég hefði vitað á þessum tíma að Felix væri hans maki hefði ég sennilega lýst yfir aðdáun minni á góðu vali þar sem Felix ásamt Gunnari Helga svæfðu ungan son minn öll kvöld þessi ár með Traust og Trygg (á snældum). Sem var dásamlegt fyrir einstæða móður í námi. Ég sá Felix í viðtali um daginn sem maki verðandi forseta og þvílíkt glæsimenni sem hann er. Vel að máli farinn, skemmtilegur, vitur og sanngjarn. Ég skrifa þessi orð því makinn skiptir auðvitað máli í stóra samhenginu og makinn hans Baldurs er einhver sem ég myndi vilja sjá á Bessastöðum. Að lokum langar mig til að segja litla sögu frá sveitinni minni, Hjaltadal í Skagafirði. Forsetinn hefur í gegnum tíðina verið þar tíður gestur enda Hólar í Hjaltadal með mikla og langa sögu. Árið var 1990, ég var 12 ára og í ein í reiðtúr sem og oft á Heimi mínum, skírður auðvitað í höfuðið á karlakórnum hans pabba, þegar forsetabíllinn keyrir framhjá. Bíllinn hægir á sér og Vigdís skrúfar niður aftur rúðuna og veifar mér. Ég veifaði henni á móti og fannst ég vera fræg fyrir að forseti Íslands hefði veifað mér. Allir sem vildu heyra og hinir líka fengu að heyra söguna þegar Vigdís veifaði mér. Þið sjáið að ég lifi enn á þessu. Ég veit að Baldur mun hlusta, sýna fólki áhuga og tala við alla sem á hans vegi verða. Hann er fordómalaus maður sem hefur áhuga á hvað fólk hefur að segja og fram að færa. Ég hlakka til að kjósa Baldur 1. júní næstkomandi og veit að hann mun skrúfa niður rúðuna. Eitt lítið augnablik sem forsetinn veitir einhverjum athygli getur varað í lífstíð hjá viðkomandi. Embættið hefur þau áhrif. Munum það. Höfundur er þróunar- og stjórnmálafræðingur.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun