Heilbrigðiskerfi Íslands - Tími fyrir lausnir! Victor Gudmundsson skrifar 15. maí 2024 10:45 Á undanförnum árum hef ég í starfi mínu sem læknir á Íslandi upplifað að víða er hægt að gera gott heilbrigðiskerfi enn betra. Læknisstarfið er einstakt og innan heilbrigðiskerfisins starfar frábært fólk, en þrátt fyrir það eru fjölmörg þekkt vandamál sem gera það að verkum að þjónusta við sjúklinga verður óskilvirk og álag oft of mikið þannig að langir biðlistar myndast. Mikilvægast er að sjálfsögðu að við hugum að forvörnum, en í því felst að sinna grunnþáttum heilsu okkar sem eru: hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa. Heilbrigðiskerfið hér á landi þarf þó að vera skilvirkara og einfaldara og nauðsynlegt er að innleiða nýsköpun og tækni sem hefur það að markmiði að draga úr álagi og skriffinnsku heilbrigðisstarfsmanna, en um leið þjónusta betur skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Einn lykill að þeirri lausn gæti falist í einu orði - fjarheilbrigðisþjónusta. Heilbrigðisþjónusta þróast og tekur breytingum Á tímum þar sem tæknin hefur umbylt nánast öllum þáttum lífs okkar, þá kemur ekki á óvart að heilbrigðisþjónusta breytist og þróist. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur víða komið fram sem ein mikilvægasta lausn til að auka aðgengi sjúklinga að heilbrigðisþjónustu. Í gær, þann 14. maí, var frumvarp heilbrigðisráðherra um skilgreiningu á heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta) samþykkt í lögum á Alþingi. Þetta mál er gríðarlega mikilvægt fyrir Íslendinga þar sem fjarheilbrigðisþjónusta er án efa ein þeirra tæknilausna sem geta umbylt heilbrigðisþjónustu fyrir fólk um land allt. Skilgreiningin á fjarheilbrigðisþjónustu er þegar stafræn samskipta- og upplýsingatækni er nýtt til að veita heilbrigðisþjónustu sem styður við heilbrigði þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma, t.d. myndsamtöl, fjarvöktun og stafrænar heilbrigðislausnir. Tækniframfarir með fjarlækningum hafa nú þegar gert læknum í mörgum nágrannalöndum okkar kleift að aðstoða fólk sem glímir við algeng vandamál með einföldum, fljótlegum og þægilegum hætti. Þessi þróun býður upp á umbyltingu og aukna skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og vil ég fara yfir nokkra kosti þess að nýta fjarlækningar í heilbrigðiskerfinu. 1. Aðgengi að læknisþjónustu Fjarlækningar brúa bilið milli heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga. Þá ber sérstaklega að nefna fólk sem býr á afskekktum svæðum víða um land þar sem langt er í næstu læknisþjónustu og einstaklingar sem eiga erfitt með að nýta sér læknaheimsóknir vegna aðstæðna sinna. Fjarlækningar gera fólki kleift að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsfólk án þess að þurfa að ferðast um langan veg og tryggir þannig aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. 2. Þægindi og sveigjanleiki Einn augljósasti kostur fjarlækninga eru þægindi þjónustunnar þar sem sjúklingar geta fengið læknisráðgjöf hvar sem er. Þetta kemur til dæmis í veg fyrir að fólk þurfi að endurskipuleggja vinnuplön eða bíða klukkustundum saman í yfirfullum biðstofum eftir aðstoð við einföldum vandamálum. Auk þess bjóða fjarlækningar oft upp á sveigjanleika með því að veita aðgang að þjónustu utan hefðbundins opnunartíma heilbrigðisstofnana. 3. Kostnaðarhagkvæmni Með því að lágmarka ferðakostnað og kostnað við að halda úti fullbúinni læknastofu bjóða fjarlækningar hagkvæman valkost sem getur dregið verulega úr kostnaði bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Þessi leið getur að auki höggvið á hnút langra raða á biðstofum og dregið úr óþarfa heimsóknum á heilsugæslur og bráðamóttöku þegar ekki er þörf á skoðun læknis. Þetta getur haft í för með sér verulegan sparnað fyrir heilbrigðiskerfið í heild. 4. Bætt útkoma sjúklinga Fjarlækningar geta leitt til bættrar afkomu sjúklinga með því að auðvelda snemmtæka íhlutun og samfellu í umönnun. Með fjarvöktun og góðu samráði getur heilbrigðisstarfsfólk fylgst náið með sjúklingum með langvinna sjúkdóma, uppgötvað hugsanleg heilsufarsvandamál á forstigi og gripið tafarlaust inn í til að koma í veg fyrir fylgikvilla. Þessi fyrirbyggjandi nálgun bætir ekki aðeins heilsu sjúklinga, heldur dregur úr hættu á endurinnlögnum og íþyngjandi heimsóknum á bráðamóttöku. Þetta hefur reynst vel á Norðurlöndum, en bæði fjarlækningar og fjarvöktun hafa verið stundaðar þar til fjölda ára með góðum árangri. 5. Aukið samstarf Fjarlækningar gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að vinna á skilvirkari hátt, óháð landfræðilegri staðsetningu. Sérfræðingar geta stýrt samráði við heilsugæslulækna, deilt sérfræðiþekkingu og unnið saman að meðferðaráætlunum, sem leiðir til yfirgripsmeiri og samhæfðari umönnun sjúklinga. Þessi þverfaglega nálgun stuðlar að teymisbundinni nálgun í heilbrigðisþjónustu sem tryggir sjúklingum bestu mögulegu umönnun hvar sem þeir eru staddir landfræðilega séð og getur þar með aukið aðgengi sjúklinga að sérfræðiþjónustu við landsbyggðina sem í dag er oft erfitt að sinna. 6. Þátttaka og valdefling skjólstæðinga Fjarlækningar hjálpa skjólstæðingum við að taka virkan þátt í að stjórna heilsu sinni, en eins og áður kom fram þá eru það grunnþættir heilsu sem skipta mestu máli: hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa. Í gegnum fjarheilsukerfi og snjallsímaforrit getur fólk fengið aðgang að fræðsluefni, fylgst með heilsumælingum sínum og átt samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í rauntíma. Þessi aukna þátttaka stuðlar ekki aðeins að sterkara sambandi sjúklings og læknis, heldur hvetur einnig til forvirkra meðferða og eftirfylgni. 7. Sjálfbærni og umhverfisáhrif Með því að draga úr ferðalögum og lágmarka óþarfa komur á heilsugæslu og aðrar móttökur, þá stuðla fjarlækningar að jákvæðum umhverfisáhrifum. Færri bílferðir til læknis hafa í för með sér minni kolefnislosun, sem gerir fjarlækningar að vistvænum valkosti. Það er mín staðfasta trú að fjarlækningar og fjarheilbrigðisþjónusta yfir höfuð séu rökrétt þróun og lausn sem mun gjörbylta heilbrigðisþjónustu, gera hana skilvirkari og betri. Ávinningurinn er víðtækur, allt frá því að bæta aðgengi að læknisþjónustu og annarri heilbrigðisþjónustu og bæta árangur sjúklinga í að efla samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk svo hægt verði að grípa fyrr inn í og koma með fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir því sem bæði tækni og heilbrigðisþjónusta þróast, munu fjarlækningar og fjarheilbrigðisþjónusta án efa gegna lykilhlutverki í að móta framtíð læknisfræðinnar, gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri, skilvirkari og einstaklingsmiðaðri en áður hefur þekkst hér á landi. Nú er kominn tími fyrir lausnir! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hef ég í starfi mínu sem læknir á Íslandi upplifað að víða er hægt að gera gott heilbrigðiskerfi enn betra. Læknisstarfið er einstakt og innan heilbrigðiskerfisins starfar frábært fólk, en þrátt fyrir það eru fjölmörg þekkt vandamál sem gera það að verkum að þjónusta við sjúklinga verður óskilvirk og álag oft of mikið þannig að langir biðlistar myndast. Mikilvægast er að sjálfsögðu að við hugum að forvörnum, en í því felst að sinna grunnþáttum heilsu okkar sem eru: hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa. Heilbrigðiskerfið hér á landi þarf þó að vera skilvirkara og einfaldara og nauðsynlegt er að innleiða nýsköpun og tækni sem hefur það að markmiði að draga úr álagi og skriffinnsku heilbrigðisstarfsmanna, en um leið þjónusta betur skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins. Einn lykill að þeirri lausn gæti falist í einu orði - fjarheilbrigðisþjónusta. Heilbrigðisþjónusta þróast og tekur breytingum Á tímum þar sem tæknin hefur umbylt nánast öllum þáttum lífs okkar, þá kemur ekki á óvart að heilbrigðisþjónusta breytist og þróist. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur víða komið fram sem ein mikilvægasta lausn til að auka aðgengi sjúklinga að heilbrigðisþjónustu. Í gær, þann 14. maí, var frumvarp heilbrigðisráðherra um skilgreiningu á heilbrigðisþjónustu nr. 40/2007 (fjarheilbrigðisþjónusta) samþykkt í lögum á Alþingi. Þetta mál er gríðarlega mikilvægt fyrir Íslendinga þar sem fjarheilbrigðisþjónusta er án efa ein þeirra tæknilausna sem geta umbylt heilbrigðisþjónustu fyrir fólk um land allt. Skilgreiningin á fjarheilbrigðisþjónustu er þegar stafræn samskipta- og upplýsingatækni er nýtt til að veita heilbrigðisþjónustu sem styður við heilbrigði þar sem aðilar eru ekki á sama stað á sama tíma, t.d. myndsamtöl, fjarvöktun og stafrænar heilbrigðislausnir. Tækniframfarir með fjarlækningum hafa nú þegar gert læknum í mörgum nágrannalöndum okkar kleift að aðstoða fólk sem glímir við algeng vandamál með einföldum, fljótlegum og þægilegum hætti. Þessi þróun býður upp á umbyltingu og aukna skilvirkni í heilbrigðiskerfinu og vil ég fara yfir nokkra kosti þess að nýta fjarlækningar í heilbrigðiskerfinu. 1. Aðgengi að læknisþjónustu Fjarlækningar brúa bilið milli heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga. Þá ber sérstaklega að nefna fólk sem býr á afskekktum svæðum víða um land þar sem langt er í næstu læknisþjónustu og einstaklingar sem eiga erfitt með að nýta sér læknaheimsóknir vegna aðstæðna sinna. Fjarlækningar gera fólki kleift að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfsfólk án þess að þurfa að ferðast um langan veg og tryggir þannig aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. 2. Þægindi og sveigjanleiki Einn augljósasti kostur fjarlækninga eru þægindi þjónustunnar þar sem sjúklingar geta fengið læknisráðgjöf hvar sem er. Þetta kemur til dæmis í veg fyrir að fólk þurfi að endurskipuleggja vinnuplön eða bíða klukkustundum saman í yfirfullum biðstofum eftir aðstoð við einföldum vandamálum. Auk þess bjóða fjarlækningar oft upp á sveigjanleika með því að veita aðgang að þjónustu utan hefðbundins opnunartíma heilbrigðisstofnana. 3. Kostnaðarhagkvæmni Með því að lágmarka ferðakostnað og kostnað við að halda úti fullbúinni læknastofu bjóða fjarlækningar hagkvæman valkost sem getur dregið verulega úr kostnaði bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfið. Þessi leið getur að auki höggvið á hnút langra raða á biðstofum og dregið úr óþarfa heimsóknum á heilsugæslur og bráðamóttöku þegar ekki er þörf á skoðun læknis. Þetta getur haft í för með sér verulegan sparnað fyrir heilbrigðiskerfið í heild. 4. Bætt útkoma sjúklinga Fjarlækningar geta leitt til bættrar afkomu sjúklinga með því að auðvelda snemmtæka íhlutun og samfellu í umönnun. Með fjarvöktun og góðu samráði getur heilbrigðisstarfsfólk fylgst náið með sjúklingum með langvinna sjúkdóma, uppgötvað hugsanleg heilsufarsvandamál á forstigi og gripið tafarlaust inn í til að koma í veg fyrir fylgikvilla. Þessi fyrirbyggjandi nálgun bætir ekki aðeins heilsu sjúklinga, heldur dregur úr hættu á endurinnlögnum og íþyngjandi heimsóknum á bráðamóttöku. Þetta hefur reynst vel á Norðurlöndum, en bæði fjarlækningar og fjarvöktun hafa verið stundaðar þar til fjölda ára með góðum árangri. 5. Aukið samstarf Fjarlækningar gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að vinna á skilvirkari hátt, óháð landfræðilegri staðsetningu. Sérfræðingar geta stýrt samráði við heilsugæslulækna, deilt sérfræðiþekkingu og unnið saman að meðferðaráætlunum, sem leiðir til yfirgripsmeiri og samhæfðari umönnun sjúklinga. Þessi þverfaglega nálgun stuðlar að teymisbundinni nálgun í heilbrigðisþjónustu sem tryggir sjúklingum bestu mögulegu umönnun hvar sem þeir eru staddir landfræðilega séð og getur þar með aukið aðgengi sjúklinga að sérfræðiþjónustu við landsbyggðina sem í dag er oft erfitt að sinna. 6. Þátttaka og valdefling skjólstæðinga Fjarlækningar hjálpa skjólstæðingum við að taka virkan þátt í að stjórna heilsu sinni, en eins og áður kom fram þá eru það grunnþættir heilsu sem skipta mestu máli: hreyfing, næring, svefn og andleg heilsa. Í gegnum fjarheilsukerfi og snjallsímaforrit getur fólk fengið aðgang að fræðsluefni, fylgst með heilsumælingum sínum og átt samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í rauntíma. Þessi aukna þátttaka stuðlar ekki aðeins að sterkara sambandi sjúklings og læknis, heldur hvetur einnig til forvirkra meðferða og eftirfylgni. 7. Sjálfbærni og umhverfisáhrif Með því að draga úr ferðalögum og lágmarka óþarfa komur á heilsugæslu og aðrar móttökur, þá stuðla fjarlækningar að jákvæðum umhverfisáhrifum. Færri bílferðir til læknis hafa í för með sér minni kolefnislosun, sem gerir fjarlækningar að vistvænum valkosti. Það er mín staðfasta trú að fjarlækningar og fjarheilbrigðisþjónusta yfir höfuð séu rökrétt þróun og lausn sem mun gjörbylta heilbrigðisþjónustu, gera hana skilvirkari og betri. Ávinningurinn er víðtækur, allt frá því að bæta aðgengi að læknisþjónustu og annarri heilbrigðisþjónustu og bæta árangur sjúklinga í að efla samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk svo hægt verði að grípa fyrr inn í og koma með fyrirbyggjandi aðgerðir. Eftir því sem bæði tækni og heilbrigðisþjónusta þróast, munu fjarlækningar og fjarheilbrigðisþjónusta án efa gegna lykilhlutverki í að móta framtíð læknisfræðinnar, gera heilbrigðisþjónustu aðgengilegri, skilvirkari og einstaklingsmiðaðri en áður hefur þekkst hér á landi. Nú er kominn tími fyrir lausnir! Höfundur er læknir.
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun