Gerum góðan dal enn betri Eiríkur Hjálmarsson skrifar 6. maí 2024 11:30 Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og þar með hugsanlega landsins alls. Þetta leiddi nýleg könnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Við sem komum reglulega í dalinn erum auðvitað ekki hissa á niðurstöðunni því það er magnað hversu fjölbreytta upplifun af náttúru og mannlífi dalurinn hefur upp á að bjóða okkur til andlegrar og líkamlegrar heilsubótar. Ólíkt um að litast Raforkuvinnsla hefur mótað dalinn í meira en öld. Virkjanamannvirki voru reist og á 30 ára afmæli Elliðaárvirkjunar, sumarið 1951, hóf starfsfólk Rafmagnsveitu Reykjavíkur, forvera Orkuveitunnar, skógrækt í Elliðaárhólma. Það er því býsna ólíkt um að litast nú og þegar stífla var byggð og Elliðaárnar nánast þurrkaðar þar sem þær runnu um holt og móa milli stíflu og rafstöðvar á fyrri hluta síðustu aldar. Raforkuvinnslan úr Elliðaánum lagðist af fyrir fullt og fast árið 2014. Þá bilaði aðrennslispípan sem liggur milli Árbæjarstíflu og Rafstöðvarinnar enn einu sinni og var þá metin ónýt. Eftir nákvæma skoðun var ekki talið svara kostnaði að gera við. Staðan í rafmagnsmálum landsins var enda önnur; virkjunin sem hafði séð Reykvíkingum fyrir öllu þeirra rafmagni fyrsta áratuginn eftir ræsingu var fjarri því að geta séð bara götuljósunum fyrir rafmagni, hvað þá heimilum og fyrirtækjum. Færa til fyrra horfs Sá sem á virkjun sem ekki er lengur í rekstri má ekki bara hlaupa frá henni. Þau gömlu vatnalög skylda virkjunareigandann að ganga frá eftir sig og færa umhverfið sem kostur er til fyrra horfs. Þannig megi fólki, fénaði, fasteignum og umhverfi ekki stafa hætta af mannvirkjum sem áfram kunni að standa. Hér var úr nokkuð vöndu að ráða fyrir okkur Orkuveitufólk. Öll mannvirki virkjunarinnar í Elliðaánum eru nefnilega friðuð enda merkur minnisvarði um athafnalíf fyrri tíma. Ein lög segja því að þetta skuli fara nú að notkun lokinni en önnur lög að mannvirkin skuli standa. Samtal og samráð Síðustu misseri höfum við aflað gagna af ýmsu tagi sem snúa að sögu, ástandi og ekki síst öryggi mannvirkjanna sem taka þarf afstöðu til. Langflest þeirra hafa nú þegar fengið nýtt hlutverk með uppbyggingu Elliðaárstöðvar, nýs áfangastaðar í umsjá Orkuveitunnar við Rafstöðina sjálfa. Allt síðasta ár áttum við svo fjölda funda með hagsmunaaðilum. Opinn íbúafundur var haldinn, mikið rætt við minjayfirvöld, stjórnvöld umhverfis- og orkumála, hollvinasamtök og stangaveiðifólk sem á sterkar rætur í dalnum og býr yfir mikilli þekkingu á lífríki ánna. Ekki síst var rætt við eiganda dalsins, Reykjavíkurborg, hvorttveggja á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs. Nú er niðurstaða þessa hluta samráðs um framtíð Elliðaárdals að líta dagsins ljós. Fyrir borgarstjórn liggur samkomulag um það hvernig Orkuveitan skilar af sér eftir aldarlöng afnot af Elliðaánum. Segja má að það sé fjórþætt; • Hvaða umsvif Orkuveitan verður áfram með í dalnum, þar sem Elliðaárstöð er í forgrunni. • Hvaða mannvirkjum þarf að breyta svo öryggi verði tryggt, og þar eru Árbæjarstífla og aðrennslispípan helstu álitamálin. • Hvaða umsjón færist aftur til eigandans og þar er veiðin og rannsóknir tengdar henni aðalmálið. • Og loks aðkoma Veitna að gönguleið yfir dalinn í stað hitaveitustokksins og nauðsynlegra umbóta í frárennslismálum við bakka Elliðaánna. Allur almenningur mun áfram hafa aðkomu að ákvörðunum því nú fer í hönd formlegt skipulagsferli þar sem teiknaður verður Elliðaárdalur án raforkuframleiðslu. Framundan er annar opinn fundur með áhugasömum þar sem fyrirliggjandi gögn verða kynnt og hugmyndir um framhaldið viðraðar. Heillaskref að tæma lónið Við svona breytingar á hjartfólgnu svæði er eðlilegt að ýmis sjónarmið séu á lofti. Við höfum séð það í umræðunni hingað til og líklega hér eftir. Við sáum það meðal annars þegar það eðlilega skref var tekið að hætta að stækka og minnka lónið við Árbæjarstíflu eftir árstíðum. Umhverfisyfirvöld, sem höfðu bent á vankantana fyrir lífríkið, reyndust hafa rétt fyrir sér, enda benda allar lífríkisrannsóknir til þess að tæming Árbæjarlóns hafi verið heillaskref fyrir fisk og annað lífríki Elliðaánna. Okkur Orkuveitufólki urðu á mistök við upplýsingagjöf um þessa breytingu og erum enn að bíta úr nálinni vegna þeirra. Þannig er enn í gangi kærumál þar sem krafist var að tæming lónsins væri háð framkvæmdaleyfi. Niðurstaða stjórnsýslunefndar var að svo væri, en það hefði þó engin áhrif á tæminguna sem var þegar um garð gengin. Þeirri niðurstöðu nefndarinnar hafnaði hérðasdómur og nú er dómsmálið í áfrýjun. Það er von okkar Orkuveitufólks að með því að efna nú til áframhaldandi samtals um okkar yndislega Elliðaárdal getum við sameiginlega búið þannig um að hann verði ekki bara áfram sú einstaka náttúru- og útivistarperla sem hann er, heldur enn betri. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Eiríkur Hjálmarsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Elliðaárdalur er vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og þar með hugsanlega landsins alls. Þetta leiddi nýleg könnun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í ljós. Við sem komum reglulega í dalinn erum auðvitað ekki hissa á niðurstöðunni því það er magnað hversu fjölbreytta upplifun af náttúru og mannlífi dalurinn hefur upp á að bjóða okkur til andlegrar og líkamlegrar heilsubótar. Ólíkt um að litast Raforkuvinnsla hefur mótað dalinn í meira en öld. Virkjanamannvirki voru reist og á 30 ára afmæli Elliðaárvirkjunar, sumarið 1951, hóf starfsfólk Rafmagnsveitu Reykjavíkur, forvera Orkuveitunnar, skógrækt í Elliðaárhólma. Það er því býsna ólíkt um að litast nú og þegar stífla var byggð og Elliðaárnar nánast þurrkaðar þar sem þær runnu um holt og móa milli stíflu og rafstöðvar á fyrri hluta síðustu aldar. Raforkuvinnslan úr Elliðaánum lagðist af fyrir fullt og fast árið 2014. Þá bilaði aðrennslispípan sem liggur milli Árbæjarstíflu og Rafstöðvarinnar enn einu sinni og var þá metin ónýt. Eftir nákvæma skoðun var ekki talið svara kostnaði að gera við. Staðan í rafmagnsmálum landsins var enda önnur; virkjunin sem hafði séð Reykvíkingum fyrir öllu þeirra rafmagni fyrsta áratuginn eftir ræsingu var fjarri því að geta séð bara götuljósunum fyrir rafmagni, hvað þá heimilum og fyrirtækjum. Færa til fyrra horfs Sá sem á virkjun sem ekki er lengur í rekstri má ekki bara hlaupa frá henni. Þau gömlu vatnalög skylda virkjunareigandann að ganga frá eftir sig og færa umhverfið sem kostur er til fyrra horfs. Þannig megi fólki, fénaði, fasteignum og umhverfi ekki stafa hætta af mannvirkjum sem áfram kunni að standa. Hér var úr nokkuð vöndu að ráða fyrir okkur Orkuveitufólk. Öll mannvirki virkjunarinnar í Elliðaánum eru nefnilega friðuð enda merkur minnisvarði um athafnalíf fyrri tíma. Ein lög segja því að þetta skuli fara nú að notkun lokinni en önnur lög að mannvirkin skuli standa. Samtal og samráð Síðustu misseri höfum við aflað gagna af ýmsu tagi sem snúa að sögu, ástandi og ekki síst öryggi mannvirkjanna sem taka þarf afstöðu til. Langflest þeirra hafa nú þegar fengið nýtt hlutverk með uppbyggingu Elliðaárstöðvar, nýs áfangastaðar í umsjá Orkuveitunnar við Rafstöðina sjálfa. Allt síðasta ár áttum við svo fjölda funda með hagsmunaaðilum. Opinn íbúafundur var haldinn, mikið rætt við minjayfirvöld, stjórnvöld umhverfis- og orkumála, hollvinasamtök og stangaveiðifólk sem á sterkar rætur í dalnum og býr yfir mikilli þekkingu á lífríki ánna. Ekki síst var rætt við eiganda dalsins, Reykjavíkurborg, hvorttveggja á vettvangi umhverfis- og skipulagsráðs og borgarráðs. Nú er niðurstaða þessa hluta samráðs um framtíð Elliðaárdals að líta dagsins ljós. Fyrir borgarstjórn liggur samkomulag um það hvernig Orkuveitan skilar af sér eftir aldarlöng afnot af Elliðaánum. Segja má að það sé fjórþætt; • Hvaða umsvif Orkuveitan verður áfram með í dalnum, þar sem Elliðaárstöð er í forgrunni. • Hvaða mannvirkjum þarf að breyta svo öryggi verði tryggt, og þar eru Árbæjarstífla og aðrennslispípan helstu álitamálin. • Hvaða umsjón færist aftur til eigandans og þar er veiðin og rannsóknir tengdar henni aðalmálið. • Og loks aðkoma Veitna að gönguleið yfir dalinn í stað hitaveitustokksins og nauðsynlegra umbóta í frárennslismálum við bakka Elliðaánna. Allur almenningur mun áfram hafa aðkomu að ákvörðunum því nú fer í hönd formlegt skipulagsferli þar sem teiknaður verður Elliðaárdalur án raforkuframleiðslu. Framundan er annar opinn fundur með áhugasömum þar sem fyrirliggjandi gögn verða kynnt og hugmyndir um framhaldið viðraðar. Heillaskref að tæma lónið Við svona breytingar á hjartfólgnu svæði er eðlilegt að ýmis sjónarmið séu á lofti. Við höfum séð það í umræðunni hingað til og líklega hér eftir. Við sáum það meðal annars þegar það eðlilega skref var tekið að hætta að stækka og minnka lónið við Árbæjarstíflu eftir árstíðum. Umhverfisyfirvöld, sem höfðu bent á vankantana fyrir lífríkið, reyndust hafa rétt fyrir sér, enda benda allar lífríkisrannsóknir til þess að tæming Árbæjarlóns hafi verið heillaskref fyrir fisk og annað lífríki Elliðaánna. Okkur Orkuveitufólki urðu á mistök við upplýsingagjöf um þessa breytingu og erum enn að bíta úr nálinni vegna þeirra. Þannig er enn í gangi kærumál þar sem krafist var að tæming lónsins væri háð framkvæmdaleyfi. Niðurstaða stjórnsýslunefndar var að svo væri, en það hefði þó engin áhrif á tæminguna sem var þegar um garð gengin. Þeirri niðurstöðu nefndarinnar hafnaði hérðasdómur og nú er dómsmálið í áfrýjun. Það er von okkar Orkuveitufólks að með því að efna nú til áframhaldandi samtals um okkar yndislega Elliðaárdal getum við sameiginlega búið þannig um að hann verði ekki bara áfram sú einstaka náttúru- og útivistarperla sem hann er, heldur enn betri. Höfundur er sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar