Brúarsmið á Bessastaði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 4. maí 2024 12:00 Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Einn vinsælasti frasi forsetaframbjóðenda fjallar um gjá á milli þings og þjóðar. Gott og vel. En hvað með gjána sem hefur myndast innan þjóðarinnar, á milli hópa fólks með ólíkar skoðanir, sem virðast ekki geta talað saman öðruvísi en í hástöfum og með óguðlegum fjölda upphrópunarmerkja á samfélagsmiðlum? Ég hef satt að segja meiri áhyggjur af þeirri gjá. Við þurfum að byggja brú, samfélagssáttmála sem sameinar okkur sem þjóð – og ég treysti engum betur til verksins en Katrínu Jakobsdóttur. Katrín hefur sýnt það í verki að hún er ærleg manneskja sem lætur verkin tala. Hún fellur hvorki í forarpytt ómálefnalegra árása á meðframbjóðendur sína, né veitir stuðningsfólki sínu þegjandi samþykki fyrir slíkri hegðun – og slíkri manneskju treysti ég best til verksins. Það er nefnilega ekki nóg að tala um að allir eigi að vinna saman, það þarf að ganga á undan með góðu fordæmi. Þau sem hafa fylgst með Katrínu í rökræðum vita hins vegar að hún er ekkert lamb að leika sér við og þar er reynslan af starfi í stjórnmálum einn af styrkleikum Katrínar. Hún kemur til dyranna eins og hún er klædd, er heiðarleg heimskona með djúpstæða reynslu af hinu alþjóðlega sviði. Staðreyndin er sú að það er stríð í Evrópu og þegar á reynir vil ég hafa forseta á Bessastöðum sem getur staðið í lappirnar, hefur þá vigt sem þarf til að eiga í flóknum samningaviðræðum, þá virðingu sem þarf til að leiðtogar annarra þjóða ljái okkur eyra og þá greiningarhæfileika sem þarf til að lesa í flókna stöðu heimsmálanna hverju sinni. Forseti þarf líka að vera trúverðugur sendiherra íslenskrar menningar og þjóðar. Styðja varðveislu og þróun íslenskrar tungu og tala máli skapandi greina á alþjóðavettvangi; nýsköpunarfyrirtækja og listamanna. Katrín hefur verið ómetanlegur stuðningsmaður íslenskrar máltækniáætlunar, þar sem saman koma þræðir íslenskrar tungu, menningar, gervigreindar og nýsköpunar. Það þurfti framsýnan íslenskufræðing við stjórnvölinn til að byggja þá brú. Verkefni sem að endingu varð til þess að íslenska var fyrst “minni” tungumála til að vera nothæft í ChatGPT og hefur getið af sér fjölda sprotafyrirtækja, sem meðal annars gera okkur kleift að sjá rauntímatextun máltæknifyrirtækisins Tíró í beinum sjónvarpsútsendingum, nota forritið Bara tala til að læra íslensku, nýta yfirlestur.is máltæknifyrirtækifyrirtækisins Miðeindar til prófarkalesturs og láta raddirnar Guðrúnu og Gunnar lesa fyrir okkur texta á íslensku í gegnum netvafra Microsoft. Við þau sem hafa ekki jafnað sig á því að Katrín varð forsætisráðherra í ríkisstjórn með Framsókn og Sjálfstæðisflokki segi ég þetta: Sættum okkur við þá staðreynd að þar sem átta stjórnmálaflokkar bjóða fram til alþingis verða myndaðar samsteypustjórnir ólíkra flokka. Eðli málsins samkvæmt eru þessir flokkar ekki sammála um allt – og stundum ósammála um margt. Starfhæf ríkisstjórn byggir á málamiðlunum, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, og góður leiðtogi getur leitt saman og sætt ólík sjónarmið. Eða er það skoðun þeirra sem níða Katrínu Jakobsdóttur á samfélagsmiðlum að hún hefði, sem forsætisráðherra í lýðræðisríki, átt að starfa sem einræðisherra? Besta leiðin til að koma sínum málefnum aldrei á dagskrá er að gera engar málamiðlanir, slá hvergi af kröfunum, krefjast þess að fá allt - og enda með ekkert. Katrín hefur óumdeilda leiðtogahæfileika sem birtast ekki í innantómum frösum heldur í áratugareynslu úr krefjandi stjórnunarstörfum, þar sem hæfileikinn til að byggja brýr og sætta ólík sjónarmið stendur upp úr. Þjóðin velur sinn forseta og ég vel Katrínu Jakobsdóttur – einfaldlega vegna þess að hún er hæfasta manneskjan í starfið. Stjórnandi viðskiptaþróunar netöryggisfyrirtækisins Defend Iceland og fyrrum framkvæmdastjóri Almannaróms – Miðstöðvar máltækni.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar