Öll með? – 4.020 kr. hækkun fyrir skatt eftir 16 mánuði! Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 1. maí 2024 21:01 Nú stendur yfir umfangsmikil endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu enda löngu tímabært. Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir mikilvægi þess að kerfið verði einfaldað og gert notendavænna fyrir fatlað fólk. Ekki síst er varðar endurhæfingarlífeyri sem hentar mjög illa okkar fólki, þ.e.a.s. fólki með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk, sem oft á tíðum þarf nú að skila reglulega inn endurhæfingaráætlun vegna fötlunar sinnar þó að mjög óljóst sé til hvers endurhæfing á að ná og hvað ætti að endurhæfa. Í nýlegri kynningu félags- og vinnumarkaðsráðherra undir yfirskriftinni ,,Öll með‘‘ fór ráðherrann yfir fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem hefur verið kallað eftir í langan tíma. Þar kemur fram að grunnhugsunin sé sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Talar ráðherra um að það sé verið að umbylta kerfinu og að koma eigi fötluðu fólki úr fátæktargildrunni. Mikil áhersla í nýja kerfinu er að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði. En er það svo? Verði frumvarpið að lögum óbreytt mun sá hópur sem hlaut fyrsta örorkumat við 18 ára aldur og býr einn – sem er algeng staða meðal fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir – hækka um 4.020 kr. á mánuði, fyrir skatt. Og það sem meira er, þessi líka rausnarlega kjarabót tekur ekki gildi fyrr en eftir 16 mánuði! Það er því ekki að sjá að verið að koma til móts við þann hóp sem minnst hafa og hafa engin tækifæri til að bæta kjör sín á vinnumarkaðinum. Þetta er í litlu samræmi við greinagerð frumvarpsins þar sem tekið er sérstaklega fram að litið sé til þessa sem minnst hafa og að kjör þeirra sem einungis fá greiðslur frá Tryggingastofnun batni mest með nýja kerfinu, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu má ætla að 63% af fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir hafa engar aðrar tekjur en greiðslur frá TR (tölur frá 2019). Hér að neðan er hægt að skoða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru eftir 16 mánuði. Fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur hefur því miður engan samningsrétt um kjör sín og getur ekki knúið fram kjarabætur með verkföllum. Þessi hópur hefur setið eftir í launaþróun og verðbólguástandi síðustu ára, og gliðnar sífellt bilið á milli grunnörorkulífeyris og almennra launa í landinu. Landssamtökin Þroskahjálp styður verkalýðshreyfinguna heilshugar í baráttu hennar fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Nú á baráttudegi verkalýðsins og alla daga. En fatlað fólk krefst þess að vera með í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Verkalýðsdagurinn Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir umfangsmikil endurskoðun á örorkulífeyriskerfinu enda löngu tímabært. Landssamtökin Þroskahjálp taka heilshugar undir mikilvægi þess að kerfið verði einfaldað og gert notendavænna fyrir fatlað fólk. Ekki síst er varðar endurhæfingarlífeyri sem hentar mjög illa okkar fólki, þ.e.a.s. fólki með þroskahömlun og/eða skyldar fatlanir og einhverft fólk, sem oft á tíðum þarf nú að skila reglulega inn endurhæfingaráætlun vegna fötlunar sinnar þó að mjög óljóst sé til hvers endurhæfing á að ná og hvað ætti að endurhæfa. Í nýlegri kynningu félags- og vinnumarkaðsráðherra undir yfirskriftinni ,,Öll með‘‘ fór ráðherrann yfir fyrirhugaðar breytingar á örorkulífeyriskerfinu sem hefur verið kallað eftir í langan tíma. Þar kemur fram að grunnhugsunin sé sú að við séum öll með og skiptum öll máli. Talar ráðherra um að það sé verið að umbylta kerfinu og að koma eigi fötluðu fólki úr fátæktargildrunni. Mikil áhersla í nýja kerfinu er að draga úr hindrunum og aðstoða fólk sem vill og getur stundað atvinnu – en ekki síður að halda utan um þau sem ekki taka þátt á vinnumarkaði. En er það svo? Verði frumvarpið að lögum óbreytt mun sá hópur sem hlaut fyrsta örorkumat við 18 ára aldur og býr einn – sem er algeng staða meðal fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir – hækka um 4.020 kr. á mánuði, fyrir skatt. Og það sem meira er, þessi líka rausnarlega kjarabót tekur ekki gildi fyrr en eftir 16 mánuði! Það er því ekki að sjá að verið að koma til móts við þann hóp sem minnst hafa og hafa engin tækifæri til að bæta kjör sín á vinnumarkaðinum. Þetta er í litlu samræmi við greinagerð frumvarpsins þar sem tekið er sérstaklega fram að litið sé til þessa sem minnst hafa og að kjör þeirra sem einungis fá greiðslur frá Tryggingastofnun batni mest með nýja kerfinu, en samkvæmt upplýsingum frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu má ætla að 63% af fólki með þroskahömlun og skyldar fatlanir hafa engar aðrar tekjur en greiðslur frá TR (tölur frá 2019). Hér að neðan er hægt að skoða þær breytingar sem fyrirhugaðar eru eftir 16 mánuði. Fólk sem reiðir sig á örorkulífeyri sem sínar einu tekjur hefur því miður engan samningsrétt um kjör sín og getur ekki knúið fram kjarabætur með verkföllum. Þessi hópur hefur setið eftir í launaþróun og verðbólguástandi síðustu ára, og gliðnar sífellt bilið á milli grunnörorkulífeyris og almennra launa í landinu. Landssamtökin Þroskahjálp styður verkalýðshreyfinguna heilshugar í baráttu hennar fyrir bættum kjörum og réttlátara samfélagi. Nú á baráttudegi verkalýðsins og alla daga. En fatlað fólk krefst þess að vera með í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Skiljum engan eftir! Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun