Enn og aftur sumarlokun hjá SÁÁ Sigmar Guðmundsson skrifar 29. apríl 2024 16:15 Ég fékk það staðfest fyrr í dag að SÁÁ lokar meðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Og göngudeildinni. Enn og aftur þarf að loka í sex vikur. Fólk sem leitar sér aðstoðar á Vogi í sumar fær sem sagt ekki neina samfellu í sinni meðferð. Eftir tíu daga á Vogi tekur ekkert við, hvorki göngudeild né Vík, fyrr en eftir dúk og disk. Í dag eru 700 manns á biðlista hjá SÁÁ, og um hundrað manns á biðlista hjá Krýsuvík. Sumarlokun í sex vikur hjá stærstu meðferðarstöðinni bætir enn á þann vanda. Mér finnst þetta vera skeytingarleysi gagnvart fólki með fíknisjúkdóm því heilbrigðisráðherra svaraði mér þannig í þinginu síðasta haust að þetta myndi ekki endurtaka sig. „Jú, við eigum alveg að geta haldið meðferðarstöðinni Vík opinni vegna þess að staðreyndin er sú að þetta myndi kosta innan við 1% af ríkisframlagi. Það á ekki að standa í neinum. Ég er bara að segja að ég er alltaf tilbúinn til samtals og hef spurt af hverju og hvað þurfi til að halda þessu gangandi.“ Svo mörg voru þau orð, en því miður reyndust þau marklaus. Lok, lok og læs. Ég spurði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra um þetta á Alþingi í dag og hann hafði ekki heyrt af þessari lokun nú. Það er erfitt að átta sig á hvernig það má vera að atburðarásin er alltaf sú sama, en ekkert breytist. Það þarf að bæta við fjármagni, allir sammála um það á haustin, en svo gerist ekkert og þjónustan skerðist verulega yfir sumartímann. Ráðherra verður að stíga fastar inn í þessa atburðarás. Hann hefur úrræði og völd til að koma í veg fyrir þetta. Það er ekki sannfærandi að vísa í vinnu starfshópa eða yfirstandandi samningaviðræðna á milli SÁÁ og sjúkratrygginga. Það þarf að hlúa að fólki í dag og í sumar. Fólk veikist þótt nefndir séu að störfum og samningaviðræður í gangi. Þetta er einfaldlega banvænn sjúkdómur og hann fer ekki í sumarfrí. Þetta er bara algerlega glatað í alla staði. Við verðum að gera betur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein SÁÁ Meðferðarheimili Fíkn Sigmar Guðmundsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fékk það staðfest fyrr í dag að SÁÁ lokar meðferðarstöðinni Vík í sumar vegna fjárskorts. Og göngudeildinni. Enn og aftur þarf að loka í sex vikur. Fólk sem leitar sér aðstoðar á Vogi í sumar fær sem sagt ekki neina samfellu í sinni meðferð. Eftir tíu daga á Vogi tekur ekkert við, hvorki göngudeild né Vík, fyrr en eftir dúk og disk. Í dag eru 700 manns á biðlista hjá SÁÁ, og um hundrað manns á biðlista hjá Krýsuvík. Sumarlokun í sex vikur hjá stærstu meðferðarstöðinni bætir enn á þann vanda. Mér finnst þetta vera skeytingarleysi gagnvart fólki með fíknisjúkdóm því heilbrigðisráðherra svaraði mér þannig í þinginu síðasta haust að þetta myndi ekki endurtaka sig. „Jú, við eigum alveg að geta haldið meðferðarstöðinni Vík opinni vegna þess að staðreyndin er sú að þetta myndi kosta innan við 1% af ríkisframlagi. Það á ekki að standa í neinum. Ég er bara að segja að ég er alltaf tilbúinn til samtals og hef spurt af hverju og hvað þurfi til að halda þessu gangandi.“ Svo mörg voru þau orð, en því miður reyndust þau marklaus. Lok, lok og læs. Ég spurði Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra um þetta á Alþingi í dag og hann hafði ekki heyrt af þessari lokun nú. Það er erfitt að átta sig á hvernig það má vera að atburðarásin er alltaf sú sama, en ekkert breytist. Það þarf að bæta við fjármagni, allir sammála um það á haustin, en svo gerist ekkert og þjónustan skerðist verulega yfir sumartímann. Ráðherra verður að stíga fastar inn í þessa atburðarás. Hann hefur úrræði og völd til að koma í veg fyrir þetta. Það er ekki sannfærandi að vísa í vinnu starfshópa eða yfirstandandi samningaviðræðna á milli SÁÁ og sjúkratrygginga. Það þarf að hlúa að fólki í dag og í sumar. Fólk veikist þótt nefndir séu að störfum og samningaviðræður í gangi. Þetta er einfaldlega banvænn sjúkdómur og hann fer ekki í sumarfrí. Þetta er bara algerlega glatað í alla staði. Við verðum að gera betur. Höfundur er þingmaður Viðreisnar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun