Rekin vinalega á brott en vonast til að fá að vera áfram Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 10:40 Frá uppsetningu tjaldbúðanna í gær. Kjartan Sveinn er fremstur hægra megin. Hópur háskólanema kom saman í veðurblíðunni í gærkvöldi og sló upp tjöldum fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands til stuðnings Palestínu. Lögregla vísaði hópnum á brott en forsvarsmaður hans segir það hafa verið gert af mestu vinsemd. Greint var frá því í morgun að lögregla hefði haft afskipti af fólki sem hafði slegið upp tjaldbúðum í leyfisleysi. Ekki var greint frá því í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar hvar tjöldin var að finna en um var að ræða samkomutjald og fimm svefntjöld. „Lögregla ræddi við forsvarsmann tjaldbúðanna sem gátu ekki framvísað tilsettu leyfi frá Reykjarvíkurborg,“ sagði í yfirliti lögreglu. Sá forsvarsmaður er Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann segir þó í samtali við fréttastofu að ekki sé um neinn formlegan félagsskap. Hann hafi einfaldlega vilja njóta blíðunnar á sumardaginn fyrsta og því hóað saman fólki á samfélagsmiðlum. „Það lá í dauðafæri að slá tvær flugur í einu höggi, halda smá partý með góðu fólki, hittast, og á sama tíma reyna að vekja smá athygli á góðum málstað.“ Krefjast þess að skólinn hætti samstarfi við háskólann í Tel Aviv Að sögn Kjartans Sveins eru kröfur þeirra sem mættu í tjaldbúðirnar tvíþættar. Annars vegar að Háskóli Íslands hefji akademíska sniðgöngu á Ísrael og fordæmi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og eyðileggingu háskóla og menntastofnana á Gasa. Hópurinn var við skólann til um klukkan 02 í nótt. Hins vegar að ríkisstjórn Íslands stöðvi brottvísanir palestínks fólks á flótta og að Ísland beiti sér fyrir málstað Palestínu á alþjóðavettvangi og viðskiptabann verði sett á Ísrael. Þá segir hann að Háskóli Íslands eigi sem stendur í samstarfi við háskólann í Tel Aviv. Tjöldin fengu að vera Kjartan Sveinn segir að þrátt fyrir að lögregla hafi haft afskipti af hópnum í nótt hafi samskipti við lögreglu verið mjög góð. „Auðvitað skilur maður ef við erum að planta okkur niður á einhverri lóð og tjalda að hún kíki við. En þetta hafa verið mjög jákvæð samskipti hingað til. Sem áður segir var hópnum vísað á brott af svæðinu í nótt en tjaldbúðirnar standa enn. Kjartan Sveinn segist munu ganga á fund stjórnenda háskólans til þess að freista þess að fá leyfi fyrir því að halda samkomutjaldinu á lóðinni. Þar myndi hann bjóða samnemendum sínum upp á kaffi í prófatörninni sem er í fullum gangi. Þessi hundur mætti til stuðnings Palestínu. „Ég veit ekki hvort við myndum vera að slá upp tjöldum til að gista í lengur. En það er samt auðvitað skellur, af því að það er mjög fínt að vera nær Þjóðarbókhlöðunni og Stúdentakjallaranum.“ Viðbrögðin ytra kyndi undir mótmælin Kjartan Sveinn segir mótmælin vera að erlendri fyrirmynd en slík mótmæli hafa verið mjög áberandi undanfarnar vikur. Ekki síst í Bandaríkjunum þar sem legið hefur við óeirðum víða þar sem skóla- og lögregluyfirvöld hafa reynt að stemma stigu við mótmælaöldunni. Þessi mynd var tekin á skólalóð Harvard-háskóla í Boston í gær.Sigurbjörn Edvardsson „Það sem er svolítið sorglegt við það er hversu gífurlega harkalegar móttökur það hefur fengið. Það er búið að handtaka mörg hundruð stúdenta fyrir það að tjalda. Við höfum ekki lent í því enn þá, ég efast um að við munum gera það. En út af því að þessi mjög svo harkalegu viðbrögð áttu sér stað, þá hefur þessari hreyfingu, og svona gjörningum, vaxið gífurlega mikið á síðustu vikum. Háskólar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Greint var frá því í morgun að lögregla hefði haft afskipti af fólki sem hafði slegið upp tjaldbúðum í leyfisleysi. Ekki var greint frá því í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar hvar tjöldin var að finna en um var að ræða samkomutjald og fimm svefntjöld. „Lögregla ræddi við forsvarsmann tjaldbúðanna sem gátu ekki framvísað tilsettu leyfi frá Reykjarvíkurborg,“ sagði í yfirliti lögreglu. Sá forsvarsmaður er Kjartan Sveinn Guðmundsson. Hann segir þó í samtali við fréttastofu að ekki sé um neinn formlegan félagsskap. Hann hafi einfaldlega vilja njóta blíðunnar á sumardaginn fyrsta og því hóað saman fólki á samfélagsmiðlum. „Það lá í dauðafæri að slá tvær flugur í einu höggi, halda smá partý með góðu fólki, hittast, og á sama tíma reyna að vekja smá athygli á góðum málstað.“ Krefjast þess að skólinn hætti samstarfi við háskólann í Tel Aviv Að sögn Kjartans Sveins eru kröfur þeirra sem mættu í tjaldbúðirnar tvíþættar. Annars vegar að Háskóli Íslands hefji akademíska sniðgöngu á Ísrael og fordæmi þjóðarmorð Ísraels á palestínsku þjóðinni og eyðileggingu háskóla og menntastofnana á Gasa. Hópurinn var við skólann til um klukkan 02 í nótt. Hins vegar að ríkisstjórn Íslands stöðvi brottvísanir palestínks fólks á flótta og að Ísland beiti sér fyrir málstað Palestínu á alþjóðavettvangi og viðskiptabann verði sett á Ísrael. Þá segir hann að Háskóli Íslands eigi sem stendur í samstarfi við háskólann í Tel Aviv. Tjöldin fengu að vera Kjartan Sveinn segir að þrátt fyrir að lögregla hafi haft afskipti af hópnum í nótt hafi samskipti við lögreglu verið mjög góð. „Auðvitað skilur maður ef við erum að planta okkur niður á einhverri lóð og tjalda að hún kíki við. En þetta hafa verið mjög jákvæð samskipti hingað til. Sem áður segir var hópnum vísað á brott af svæðinu í nótt en tjaldbúðirnar standa enn. Kjartan Sveinn segist munu ganga á fund stjórnenda háskólans til þess að freista þess að fá leyfi fyrir því að halda samkomutjaldinu á lóðinni. Þar myndi hann bjóða samnemendum sínum upp á kaffi í prófatörninni sem er í fullum gangi. Þessi hundur mætti til stuðnings Palestínu. „Ég veit ekki hvort við myndum vera að slá upp tjöldum til að gista í lengur. En það er samt auðvitað skellur, af því að það er mjög fínt að vera nær Þjóðarbókhlöðunni og Stúdentakjallaranum.“ Viðbrögðin ytra kyndi undir mótmælin Kjartan Sveinn segir mótmælin vera að erlendri fyrirmynd en slík mótmæli hafa verið mjög áberandi undanfarnar vikur. Ekki síst í Bandaríkjunum þar sem legið hefur við óeirðum víða þar sem skóla- og lögregluyfirvöld hafa reynt að stemma stigu við mótmælaöldunni. Þessi mynd var tekin á skólalóð Harvard-háskóla í Boston í gær.Sigurbjörn Edvardsson „Það sem er svolítið sorglegt við það er hversu gífurlega harkalegar móttökur það hefur fengið. Það er búið að handtaka mörg hundruð stúdenta fyrir það að tjalda. Við höfum ekki lent í því enn þá, ég efast um að við munum gera það. En út af því að þessi mjög svo harkalegu viðbrögð áttu sér stað, þá hefur þessari hreyfingu, og svona gjörningum, vaxið gífurlega mikið á síðustu vikum.
Háskólar Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Bandaríkin Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skóla- og menntamál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira