Heilbrigðiskerfi Íslands – horfum til framtíðar Egill Steinar Ágústsson skrifar 18. apríl 2024 10:00 Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í störfum mínum sem læknir víðs vegar um landið hefur mér oft verið hugsað til þessarar setningar: Að anna þörf en ekki eftirspurn. Þegar kemur að heilbrigðiskerfinu er ljóst að þörfin fyrir læknisþjónustu er mikil en eftirspurnin er töluvert meiri. Þetta þýðir að vandamál sem koma inn á borð til lækna eru mis áríðandi, þ.e. sumir þurfa læknisþjónustu strax á meðan aðrir geta beðið lengur. Þetta hentar illa í heilbrigðiskerfi þar sem sjúklingafjöldi á hvern lækni hefur aukist mikið miðað við nágrannalöndin og biðtími lengst. Aðgangur að læknum hér á landi hefur aukist mikið síðustu ár en framboð af læknum minnkað og skilvirkni í kerfinu ekki þróast í takt við það. Það kannast örugglega allir læknar við að vera á vaktinni úti í héraði og fá símtal í vaktsíma þar sem skjólstæðingur þarf nauðsynlega að fá endurnýjun á lyfi að kvöldi til. Eða að fá „rauðvínspósta“ í gegnum Heilsuveru þar sem skjólstæðingar geta spurt hvaða spurninga sem er og okkur læknum ber skylda að svara. Sem sérnámslæknir í heimilislækningum á mínu lokaári hef ég starfað á bráðamóttökum, heilsugæslu og í héruðum víðs vegar um landið, sem og í Noregi. Ég hef því kynnst mörgum öngum heilbrigðiskerfisins og hef mikla ástríðu fyrir starfinu og þróun heilbrigðiskerfisins. Nýjar lausnir fyrir heilbrigðiskerfið Heilbrigðiskerfið er stöðugt að leita nýrra lausna til að bæta þjónustu við skjólstæðinga. Því miður hefur umræðan síðustu ár átt það til að vera heldur neikvæð þegar kemur að því að ræða nýjar lausnir og leiðir í heilbrigðisþjónustu. Má þar helst nefna Heilsuveru sem hefur fengið sinn skerf af gagnrýni. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um það mikla álag sem er á heilbrigðiskerfinu og þá staðreynd að biðlistar eru langir. Bráðamóttaka, læknavaktir og síðdegismóttökur eru oftast troðfullar og hefur þetta allt bæði neikvæð áhrif á störf lækna og gæði læknisþjónustunnar sem er í boði. Þetta hefur að sjálfsögðu líka áhrif á skjólstæðinga sem sækja sér læknisþjónustu, en það kannast eflaust allir læknar við að þurfa að afsaka langa bið. Sem starfsmaður á plani síðustu ár í miðri hringiðu heilbrigðiskerfisins hef ég fengið þetta beint í æð. Skjólstæðingar steyptir í sama mót Skjólstæðingar koma inn í heilbrigðiskerfið með misalvarleg vandamál sem kalla á mislanga viðtalstíma hjá lækni. Það gefur auga leið að það er óskilvirkt að setja alla, óháð vandamáli, í 20 – 40 mínútna viðtal hjá lækni. Stór hluti sjúklinga leita oft að lausnum við einföldum vandamálum, sem þeir oft þekkja sjálfir vel, og leita til læknis eingöngu til að fá ákveðna og oft reglubundna lausn. Mörg slík vandamál þurfa enga líkamlega skoðun sem vekur upp spurningar um hvort hér sé hópur sem hægt sé að aðstoða á annan hátt en með hefðbundnu læknisviðtali á stofu. Áhrif COVID19 faraldursins COVID19 faraldurinn neyddi lækna á Íslandi til þess að takast á við nýjar áskoranir. Allt í einu vorum við læknar staddir heima hjá okkur að hringja í sjúklinga og reyna að leysa úr þeirra vandamálum án skoðunar. Þetta er leið sem ég efaðist sjálfur um í upphafi en neyðin kennir nöktum lækni að spinna og það kom mér verulega á óvart hversu mörg vandamál sjúklinga var hægt að leysa í gegnum síma. Ef ekki var hægt að leysa málið símleiðis var bókaður tími í skoðun. Flestir fengu þó úrlausn sinna mála án skoðunar. Horft til Norðurlandanna Þegar horft er til Norðurlandanna hafa Norðmenn öðlast góða reynslu í því að nýta sér nútímatækni til að minnka álag á heilbrigðiskerfið. Þar má helst nefna notkun þeirra á fjarheilbrigðisþjónustu, en þeir hafa notað myndsímtalsþjónustu og smáforrit með góðum árangri til að afgreiða stóran hluta sjúklinga sem annars myndu gera sér ferð á stofu. Með því að nýta tæknina er til að mynda hægt að gera læknisþjónustu skilvirkari, stytta biðlista á heilsugæslu, auka aðgengi um land allt, minnka kostnað, fjölga opnum tímum á síðdegismóttökum og minnka álag á vaktlækna í héraði. Maður spyr sig því hvort það sé ekki kominn tími til að nýta nútímatækni betur hér á landi til að anna eftirspurninni og búa þannig til fleiri viðtalstíma fyrir þá skjólstæðinga sem virkilega hafa þörfina fyrir skoðun hjá lækni. Fjarheilbrigðisþjónusta er að mínu mati framtíðin að bættu heilbrigðiskerfi og það er kominn tími til þess að slík þjónusta spili stærra hlutverk í okkar heilbrigðisþjónustu hér á Íslandi. Horfum til framtíðar. Höfundur er sérnámslæknir á fimmta ári í heimilislækningum.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun