Gengur hundrað kílómetra með hundrað kílóa sleða Lovísa Arnardóttir skrifar 17. apríl 2024 10:00 Bergur er vanur líkamlegu erfiði. Hann segir undirbúninginn aðallega andlegan fyrir gönguna. Aðsend Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, ætlar á sumardaginn fyrsta ganga 100 kílómetra til styrktar Píeta samtökunum. Á eftir sér mun hann draga 100 kílóa sleða sem hann léttir á tíu kílómetra fresti. „Ég byrja með 100 kíló á sleðanum en auk þess verð ég í þyngingarvesti. Ég er búinn að láta útbúa tíu miða sem ég verð með á vestinu. Á þeim munu standa orð um kvíða og þunglyndi og sjálfsvígshuganir. Á tíu kílómetra fresti mun ég svo taka einn miða af og létta sleðann um tíu kíló,“ segir Bergur og að það eigi að vera táknrænt um erfiðleikana sem hann er þá að draga á eftir sér. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari.“ Bergur hefur gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. „Þetta verður þrekraun,“ segir Bergur en hann er ekki ókunnugur slíkum þrekraunum. Í fyrra kláraði hann ásamt tveimur vinum sínum, Sigurjóni Erni Sturlusyni og Halldóri Ragnari Guðjónssyni, svo kallaðan Concept Iron Man. Þá hjóluðu þeir, skíðuðu og reru 350 kílómetra á 24 klukkutímum í Ultraform. Sýnt var frá því í beinni á Stöð 2 Vísi í mars í fyrra. „Það var til styrktar Krafts,“ segir Bergur og að sú þrekraun sem hann reyni við nú verði allt annars eðlis. Bergur er í góðu formi líkamlega og segir undirbúninginn helst andlegan. „Ég er alltaf í líkamlegu standi til að gera þetta. Sökum vinnunnar, en svo er ég líka að þjálfa í Ultraform og að æfa með Sigurjóni. Líkamlegt ástand mitt á að vera tilbúið í þetta hvenær sem er, þannig það er mest andlega sem ég þarf að undirbúa mig. Hann segir nokkrar ástæður fyrir því að Píeta samtökin hafi nú orðið fyrir valinu. Hann starfar, eins og áður kom fram, sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og segist sjá æ fleiri tilfelli í sinni vinnu þar sem fólk reynir að fremja sjálfsvíg eða tekst það. „Það er meiri andleg vanlíðan og sjálfsvígstilraunir og sjálfsvígshugsanir. Svo finnst mér þetta alltaf vera að færast neðar og neðar í aldri,“ segir Bergur. Þá hefur hann einnig áhyggjur af almennri vanlíðan hjá karlmönnum sem „taki allt reglulega á kassann“. „Við ræðum ekki neitt og þessi sleði á að tákna þessa erfiðleika sem við erum að burðast með í gegnum lífið. Það eru tengingar út um allt og það eru flestir sem þekkja einhvern sem er að ganga í gegnum eitthvað.“ Vonar að veðrið verði eins Hann á von á því að gangan muni taka allt að 48 klukkustundir. „Ég held í vonina að veðrið haldist eins og það hefur verið,“ segir Bergur en að langtímaspáin sýni þó að áfram verði frost um nóttina. „En vonandi verður þetta bara sjö stiga hiti og sól.“ Bergur segir gönguna verða þrekraun en að hann sé tilbúinn. Aðsend Vinir og vandamenn Bergs munu fylgja honum í húsbíl. Bæði til að gæta að öryggi hans og til að geyma þar mat. Svo gerir hann einnig ráð fyrir því að leggja sig inn á milli í um tíu mínútur. „Ég verð einn að draga sleðann en fullt af fólki langar að ganga með mér hluta leiðarinnar,“ segir Bergur og að hann eigi von á því að fólk geri það. Sýnt verður frá göngunni í beinu streymi í samstarfi við Skjáskot.is þannig fólk getur séð hvar hann er hverju sinni og gengið með honum. Þegar hann klárar verður svo skellt upp heljarinnar grillveislu við Ultraform í Grafarvogi og ætlar slökkviliðið að vera þar með nýjan körfubíl til sýnis. „Það gæti orðið góð stemning ef það verður gott veður.“ Safnar fyrir Píeta Gangan er styrktarganga og stefnir Bergur á að safna áheitum frá fyrirtækjum. Hægt er að styrkja söfnunina með því að leggja inn á reikning Pieta og merkja með BV í skýringu svo hægt sé að taka saman undir lokin hversu mikið safnaðist. „Ef að einn aðili sér þetta sem ekki vissi hvað Píeta var þá er markmiðinu náð. En því meiri styrkur fyrir Píeta því betra.“ Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Hægt er að fylgjast með undirbúningi að göngunni hér á Facebook. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heilsa Heilbrigðismál Hvalfjarðarsveit Akranes Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Sjá meira
„Ég byrja með 100 kíló á sleðanum en auk þess verð ég í þyngingarvesti. Ég er búinn að láta útbúa tíu miða sem ég verð með á vestinu. Á þeim munu standa orð um kvíða og þunglyndi og sjálfsvígshuganir. Á tíu kílómetra fresti mun ég svo taka einn miða af og létta sleðann um tíu kíló,“ segir Bergur og að það eigi að vera táknrænt um erfiðleikana sem hann er þá að draga á eftir sér. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari.“ Bergur hefur gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. „Þetta verður þrekraun,“ segir Bergur en hann er ekki ókunnugur slíkum þrekraunum. Í fyrra kláraði hann ásamt tveimur vinum sínum, Sigurjóni Erni Sturlusyni og Halldóri Ragnari Guðjónssyni, svo kallaðan Concept Iron Man. Þá hjóluðu þeir, skíðuðu og reru 350 kílómetra á 24 klukkutímum í Ultraform. Sýnt var frá því í beinni á Stöð 2 Vísi í mars í fyrra. „Það var til styrktar Krafts,“ segir Bergur og að sú þrekraun sem hann reyni við nú verði allt annars eðlis. Bergur er í góðu formi líkamlega og segir undirbúninginn helst andlegan. „Ég er alltaf í líkamlegu standi til að gera þetta. Sökum vinnunnar, en svo er ég líka að þjálfa í Ultraform og að æfa með Sigurjóni. Líkamlegt ástand mitt á að vera tilbúið í þetta hvenær sem er, þannig það er mest andlega sem ég þarf að undirbúa mig. Hann segir nokkrar ástæður fyrir því að Píeta samtökin hafi nú orðið fyrir valinu. Hann starfar, eins og áður kom fram, sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og segist sjá æ fleiri tilfelli í sinni vinnu þar sem fólk reynir að fremja sjálfsvíg eða tekst það. „Það er meiri andleg vanlíðan og sjálfsvígstilraunir og sjálfsvígshugsanir. Svo finnst mér þetta alltaf vera að færast neðar og neðar í aldri,“ segir Bergur. Þá hefur hann einnig áhyggjur af almennri vanlíðan hjá karlmönnum sem „taki allt reglulega á kassann“. „Við ræðum ekki neitt og þessi sleði á að tákna þessa erfiðleika sem við erum að burðast með í gegnum lífið. Það eru tengingar út um allt og það eru flestir sem þekkja einhvern sem er að ganga í gegnum eitthvað.“ Vonar að veðrið verði eins Hann á von á því að gangan muni taka allt að 48 klukkustundir. „Ég held í vonina að veðrið haldist eins og það hefur verið,“ segir Bergur en að langtímaspáin sýni þó að áfram verði frost um nóttina. „En vonandi verður þetta bara sjö stiga hiti og sól.“ Bergur segir gönguna verða þrekraun en að hann sé tilbúinn. Aðsend Vinir og vandamenn Bergs munu fylgja honum í húsbíl. Bæði til að gæta að öryggi hans og til að geyma þar mat. Svo gerir hann einnig ráð fyrir því að leggja sig inn á milli í um tíu mínútur. „Ég verð einn að draga sleðann en fullt af fólki langar að ganga með mér hluta leiðarinnar,“ segir Bergur og að hann eigi von á því að fólk geri það. Sýnt verður frá göngunni í beinu streymi í samstarfi við Skjáskot.is þannig fólk getur séð hvar hann er hverju sinni og gengið með honum. Þegar hann klárar verður svo skellt upp heljarinnar grillveislu við Ultraform í Grafarvogi og ætlar slökkviliðið að vera þar með nýjan körfubíl til sýnis. „Það gæti orðið góð stemning ef það verður gott veður.“ Safnar fyrir Píeta Gangan er styrktarganga og stefnir Bergur á að safna áheitum frá fyrirtækjum. Hægt er að styrkja söfnunina með því að leggja inn á reikning Pieta og merkja með BV í skýringu svo hægt sé að taka saman undir lokin hversu mikið safnaðist. „Ef að einn aðili sér þetta sem ekki vissi hvað Píeta var þá er markmiðinu náð. En því meiri styrkur fyrir Píeta því betra.“ Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Hægt er að fylgjast með undirbúningi að göngunni hér á Facebook. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Heilsa Heilbrigðismál Hvalfjarðarsveit Akranes Reykjavík Geðheilbrigði Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Leiksigur Ladda Gagnrýni Fleiri fréttir Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Sjá meira