Að eiga val um dánaraðstoð Anton Sveinn McKee skrifar 9. apríl 2024 12:00 Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá. Heimur minn hrundi og við tóku dimmir dagar. Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna. Frumvarp um dánaraðstoð er nú komið í nefnd og mun þaðan fara í aðra umræðu. Í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars kom fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða. Oft kemur greiningin þegar enn er langt í lokametra lífsins. Raunveruleikinn er sá að þeir sem lenda í þessari stöðu hafa samkvæmt núgildandi kerfi forræðishyggjunnar tvo valkosti. Annars vegar er að bíða og upplifa ómeðhöndlanlega og óbærilega líkamlega og andlega þjáningu þangað til að einstaklingurinn er orðin nógu veikur til að hefja líknar- og lífslokameðferð eða að binda endi á sitt eigið líf af sjálfsdáðum. Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár. Þetta þarf samt ekki að vera raunveruleikinn. Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Þeim verður gert heimilt að þiggja dánaraðstoð. Þegar við fæðumst er aðeins eitt víst: Við munum deyja. Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annar blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum? Hvers vegna eru réttindi og frelsi til sjálfsákvörðunartöku um að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda ekki lögleg? Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni. Fyrir mér er það mannúðlegt samfélag. Ef þetta mál snertir þig og þína nánustu, þá hvet ég þig til að heyra í þingmönnum úr þínu kjördæmi. Höfundur er ólympíufari og afreksmaður í sundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Faðir minn greindist með MND, ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm, í lok árs 2019 og féll fyrir eigin hendi um jólin 2020 eftir að hafa hrakað gífurlega á skömmum tíma. Ég var að ferðast frá Bandaríkjunum til að koma heim í jólafrí þegar ég fékk símtal þar sem mér var tilkynnt að pabbi hefði fallið frá. Heimur minn hrundi og við tóku dimmir dagar. Það sem var erfiðast var að fá ekki tækifæri til að kveðja hann í hinsta sinn og segja honum hversu mikið ég elskaði hann. Það er ennþá sárt í dag að hugsa til hans hinstu skrefa, aleinn og án ástvina sinna. Frumvarp um dánaraðstoð er nú komið í nefnd og mun þaðan fara í aðra umræðu. Í Pallborðinu á Vísi þann 27. mars kom fram að Læknafélag Íslands er mótfallið lögleiðingu dánaraðstoðar á grundvelli virðingar fyrir lífi og að með dánaraðstoð sé verið að fara yfir ákveðna línu. En á hvaða tímapunkti vegur raunveruleikinn þyngra en hugmyndafræðilegt siðferði? Í sumum tilfellum greinast einstaklingar með ólæknandi sjúkdóm og engin meðferðarúrræði eru til staðar til að vinna á sjúkdómnum sem mun á endanum draga þá til dauða. Oft kemur greiningin þegar enn er langt í lokametra lífsins. Raunveruleikinn er sá að þeir sem lenda í þessari stöðu hafa samkvæmt núgildandi kerfi forræðishyggjunnar tvo valkosti. Annars vegar er að bíða og upplifa ómeðhöndlanlega og óbærilega líkamlega og andlega þjáningu þangað til að einstaklingurinn er orðin nógu veikur til að hefja líknar- og lífslokameðferð eða að binda endi á sitt eigið líf af sjálfsdáðum. Sjúklingar þurfa að ganga í gegnum dimman dal þar sem þeir taka þessa ákvörðun í einrúmi og án þess að geta rætt hana við neinn. Áfallið leggst á fjölskyldur og aðstandendur en einnig lögreglu og sjúkraliða sem þurfa að sinna skyldum sínum í kringumstæðum sem þessum. Þetta veldur alltaf skaða fyrir samfélagið og sárkvaldir einstaklingar þurfa að að vinna sig upp úr honum sem tekur jafnvel mörg ár. Þetta þarf samt ekki að vera raunveruleikinn. Með frumvarpinu er einstaklingum gert kleift að taka upplýsta ákvörðun um endalok sín að eigin frumkvæði og vilja, rætt við ástvini og kvatt lífið í faðmi þeirra með reisn og sæmd. Lögin munu ná til þessa afmarkaða og þrönga hóps einstaklinga sem glíma við ólæknandi sjúkdóma og búa við ómeðhöndlanlega og óbærilega þjáningu. Þeim verður gert heimilt að þiggja dánaraðstoð. Þegar við fæðumst er aðeins eitt víst: Við munum deyja. Af hverju er ákvörðun um að fá að enda lífið þegar ekkert annar blasir við en dauðinn ekki í okkar höndum? Hvers vegna eru réttindi og frelsi til sjálfsákvörðunartöku um að þiggja dánaraðstoð í faðmi fjölskyldu og aðstandenda ekki lögleg? Af hverju er það talið dýraníð að halda dýrum á lífi ef lífsgæði þeirra skerðast verulega, en ekki þegar um er að ræða okkur mannfólkið? Að mínu mati er öll umræða um siðfræði ekki viðeigandi þegar hún snýst gegn þeim sem þjást og aðstandendum þeirra. Ég spyr mig hvort það sé ekki meiri mannúð og virðing fyrir mannslífi falin í því og að veita einstaklingum þann sjálfsákvörðunarrétt að ákveða hvort þeir vilji dánaraðstoð eða ekki í þeim kringumstæðum sem lýst var fyrr í greininni. Fyrir mér er það mannúðlegt samfélag. Ef þetta mál snertir þig og þína nánustu, þá hvet ég þig til að heyra í þingmönnum úr þínu kjördæmi. Höfundur er ólympíufari og afreksmaður í sundi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun