Gripageymsla ríkis og Reykjavíkur Friðjón R. Friðjónsson skrifar 5. apríl 2024 08:01 Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í fyrradag breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19, 21 og 23, sem við þekkjum betur sem gamla bandaríska sendiráðið. Þar er verið að skipuleggja húsnæði sem hæfir ekki fólki og allra síst fólki í viðkvæmri stöðu. Húsunum er skipt í þrjá hluta, hús sem áður voru íbúð sendiherra, sendiráðsskrifstofunnar og bílskúrar. Samtals 38 herbergi sem eiga að hýsa 80 manns. Samanlagðir fermetrar svefnherbergja samkvæmt þeim teikningum sem sýndar hafa verið eru 615,6. Það eru tæplega 7,7 fermetrar á hverja manneskju. Það er lítið eitt meira en við ætlum göltum í reglugerð um velferð svína, en þeir fá 6 fermetra í gólfrými. Þá kemur fram í umsögnum verkfræðistofunnar Örugg og Framkvæmdasýslu ríkisins að hægt væri að hýsa 97 manns í þessum húsum. Það er gert meðal annars með því að láta þrjár manneskjur búa í þremur herbergjum sem eru hvert um 12-13 fermetrar. Áður áttu „bara“ tveir að vera í hverju herbergi. Þetta er gert með þessum hætti því ekki mega vera fleiri en 10 vera í hverju brunahólfi, þess vegna eru minnstu herbergin í bílskúrnum ætluð fyrir fleira fólk. Eins og sjá má af mynd hér að neðan. Einnig er stungið upp á því að helminga 54 fermetra samverurými og koma fyrir 10 manns í öðrum helmingnum. Það eru þá rétt um 2,7 fermetrar á mann. Gyltur og unggyltur fá þó 3 fermetra á hvern einstakling í sínum stíum samkvæmt reglugerð. Í heild má áætla að ef fjölgun íbúa upp í 97 verði samþykkt með þeim lausnum sem stungið er upp á verði um 6.6 fermetrar á hvern einstakling í sérrými. Það er ekki boðlegt sem úrræði til að búa við. Það má vera að í bakpokagistingu í nokkra daga sætti einhverjir ungir ferðalangar sig við þannig þrengsli, en við ætlum fólki að búa þarna. Fólk sem þarf að elda sér mat, þvo fötin sín, þerra þau og almennt lifa daglegu lífi. Ekki fer það í vinnu eða skóla þannig að ætla má að manneskjurnar sem á að hola þarna niður muni verja bæði vöku- og svefnstundum þrjú í tæplega 12 fermetra herbergi. Ofan á þrengslin í svefnaðstöðu er salernis-, bað-, og eldunaraðstaða engan vegin ásættanleg. Eins og sést á myndinni sem fylgir eiga 17 manneskjur að vera um 1 salerni og eina sturtu. Skipting alls hússins er svo eftirfarandi: Hús 1, skrifstofubygging sendiráðsins 1. hæð 12 manns Sex svefnherbergi Tvö salerni Engin baðaðstaða Ekkert samverurými 15 fm. eldhús, sameiginlegt með 17 manns í bílskúr 2. Hæð 16 manns 8 svefnherbergi Tvö salerni með sameiginlegum vaski Eitt salerni með sturtu Ekkert eldhús Ekkert samverurými 3. Hæð 17 manns 7 herbergi Eitt salerni Sex sturtuklefar Ekkert samverurými Ekkert eldhús Hús 2, sendiherraíbúð 1. hæð 4 manns eitt 15,8 fm. svefnherbergi Tvö salerni með sturtu Ekkert samverurými 32 fm. eldhús, 17,6 fm. mat”salur” 2. Hæð 20 manns 4 svefnherbergi Eitt salerni með sturtu Samverurými í glerskála 46 fm. Tvö samtengd eldhús 5,9 fm. og ca 24 fm. 3. Hæð 10 manns 5 herbergi þrjú salerni tvö þeirra með baðkari Eitt baðherbergi án salernis Samverurými 23,7 fm. Ekkert eldhús Hús 3, bílskúrar 1. hæð 17 manns Sex svefnherbergi Eitt salerni með sturtu Samverurými hornsófi á gangi Ekkert eldhús Það er fullur skilningur á því að það er erfitt að koma fólki fyrir, hingað leita nokkur þúsund manns á hverju ári, sumir að flýja stríð og hörmungar, aðrir í leit að betra lífi. Það er heldur ekki hægt að álasa þá opinberu starfsmenn sem standa frammi fyrir ómögulegu verkefni, að koma öllu þessu fólki undir þak í ónýtum húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins. Öll vinna Seðlabankans hefur gengið út á að kæla húsnæðismarkaðinn á sama tíma og hingað streyma fólk löglega og ólöglega - og allt þetta fólk þarf þak yfir höfuðið. Verktakar byggja ekki því aðgerðir Seðlabankans virka, kostnaður við fjármagn er hamlandi. Ég lái þeim ekki sem setja alla sína athygli í að leysa verkefnið sem er á borðinu. En pólitísk forysta, í félagsmálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg ber ábyrgð á því að ekki sé gengið of langt. Þar liggur hin endanlega ábyrgð. Við þurfum auðvitað að stemma stigu við þessum straumi en við gerum það ekki með því að koma fram við fólk eins og húsdýr. Þeir sem verða hér áfram eru síður líklegir til að gefa meira af sér til samfélagsins og við ætlum ekki að keppa við önnur lönd í illri meðferð fólks. Það væri ekkert stolt í því að vera verst miðað við höfðatölu. Borgin þarf að vinda ofan af stórkarlalegum áætlunum um leyfisveitingar til að troða tæplega hundrað manns í húsnæði sem rúmar ekki slíkan fjölda sem íbúðarkost og þeir sem fara fyrir ríkinu þurfa að taka skref tilbaka og hugsa hvort þeim þætti þessi aðbúnaður ásættanlegur fyrir sig og sína svo mánuðum skiptir. Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn Hælisleitendur Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Sjá meira
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti í fyrradag breytingu á deiliskipulagi fyrir Laufásveg 19, 21 og 23, sem við þekkjum betur sem gamla bandaríska sendiráðið. Þar er verið að skipuleggja húsnæði sem hæfir ekki fólki og allra síst fólki í viðkvæmri stöðu. Húsunum er skipt í þrjá hluta, hús sem áður voru íbúð sendiherra, sendiráðsskrifstofunnar og bílskúrar. Samtals 38 herbergi sem eiga að hýsa 80 manns. Samanlagðir fermetrar svefnherbergja samkvæmt þeim teikningum sem sýndar hafa verið eru 615,6. Það eru tæplega 7,7 fermetrar á hverja manneskju. Það er lítið eitt meira en við ætlum göltum í reglugerð um velferð svína, en þeir fá 6 fermetra í gólfrými. Þá kemur fram í umsögnum verkfræðistofunnar Örugg og Framkvæmdasýslu ríkisins að hægt væri að hýsa 97 manns í þessum húsum. Það er gert meðal annars með því að láta þrjár manneskjur búa í þremur herbergjum sem eru hvert um 12-13 fermetrar. Áður áttu „bara“ tveir að vera í hverju herbergi. Þetta er gert með þessum hætti því ekki mega vera fleiri en 10 vera í hverju brunahólfi, þess vegna eru minnstu herbergin í bílskúrnum ætluð fyrir fleira fólk. Eins og sjá má af mynd hér að neðan. Einnig er stungið upp á því að helminga 54 fermetra samverurými og koma fyrir 10 manns í öðrum helmingnum. Það eru þá rétt um 2,7 fermetrar á mann. Gyltur og unggyltur fá þó 3 fermetra á hvern einstakling í sínum stíum samkvæmt reglugerð. Í heild má áætla að ef fjölgun íbúa upp í 97 verði samþykkt með þeim lausnum sem stungið er upp á verði um 6.6 fermetrar á hvern einstakling í sérrými. Það er ekki boðlegt sem úrræði til að búa við. Það má vera að í bakpokagistingu í nokkra daga sætti einhverjir ungir ferðalangar sig við þannig þrengsli, en við ætlum fólki að búa þarna. Fólk sem þarf að elda sér mat, þvo fötin sín, þerra þau og almennt lifa daglegu lífi. Ekki fer það í vinnu eða skóla þannig að ætla má að manneskjurnar sem á að hola þarna niður muni verja bæði vöku- og svefnstundum þrjú í tæplega 12 fermetra herbergi. Ofan á þrengslin í svefnaðstöðu er salernis-, bað-, og eldunaraðstaða engan vegin ásættanleg. Eins og sést á myndinni sem fylgir eiga 17 manneskjur að vera um 1 salerni og eina sturtu. Skipting alls hússins er svo eftirfarandi: Hús 1, skrifstofubygging sendiráðsins 1. hæð 12 manns Sex svefnherbergi Tvö salerni Engin baðaðstaða Ekkert samverurými 15 fm. eldhús, sameiginlegt með 17 manns í bílskúr 2. Hæð 16 manns 8 svefnherbergi Tvö salerni með sameiginlegum vaski Eitt salerni með sturtu Ekkert eldhús Ekkert samverurými 3. Hæð 17 manns 7 herbergi Eitt salerni Sex sturtuklefar Ekkert samverurými Ekkert eldhús Hús 2, sendiherraíbúð 1. hæð 4 manns eitt 15,8 fm. svefnherbergi Tvö salerni með sturtu Ekkert samverurými 32 fm. eldhús, 17,6 fm. mat”salur” 2. Hæð 20 manns 4 svefnherbergi Eitt salerni með sturtu Samverurými í glerskála 46 fm. Tvö samtengd eldhús 5,9 fm. og ca 24 fm. 3. Hæð 10 manns 5 herbergi þrjú salerni tvö þeirra með baðkari Eitt baðherbergi án salernis Samverurými 23,7 fm. Ekkert eldhús Hús 3, bílskúrar 1. hæð 17 manns Sex svefnherbergi Eitt salerni með sturtu Samverurými hornsófi á gangi Ekkert eldhús Það er fullur skilningur á því að það er erfitt að koma fólki fyrir, hingað leita nokkur þúsund manns á hverju ári, sumir að flýja stríð og hörmungar, aðrir í leit að betra lífi. Það er heldur ekki hægt að álasa þá opinberu starfsmenn sem standa frammi fyrir ómögulegu verkefni, að koma öllu þessu fólki undir þak í ónýtum húsnæðismarkaði höfuðborgarsvæðisins. Öll vinna Seðlabankans hefur gengið út á að kæla húsnæðismarkaðinn á sama tíma og hingað streyma fólk löglega og ólöglega - og allt þetta fólk þarf þak yfir höfuðið. Verktakar byggja ekki því aðgerðir Seðlabankans virka, kostnaður við fjármagn er hamlandi. Ég lái þeim ekki sem setja alla sína athygli í að leysa verkefnið sem er á borðinu. En pólitísk forysta, í félagsmálaráðuneytinu og hjá Reykjavíkurborg ber ábyrgð á því að ekki sé gengið of langt. Þar liggur hin endanlega ábyrgð. Við þurfum auðvitað að stemma stigu við þessum straumi en við gerum það ekki með því að koma fram við fólk eins og húsdýr. Þeir sem verða hér áfram eru síður líklegir til að gefa meira af sér til samfélagsins og við ætlum ekki að keppa við önnur lönd í illri meðferð fólks. Það væri ekkert stolt í því að vera verst miðað við höfðatölu. Borgin þarf að vinda ofan af stórkarlalegum áætlunum um leyfisveitingar til að troða tæplega hundrað manns í húsnæði sem rúmar ekki slíkan fjölda sem íbúðarkost og þeir sem fara fyrir ríkinu þurfa að taka skref tilbaka og hugsa hvort þeim þætti þessi aðbúnaður ásættanlegur fyrir sig og sína svo mánuðum skiptir. Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun