Alþjóða heilbrigðisdagurinn og endurhæfing krabbameinsgreindra Erna Magnúsdóttir og Guðrún Friðriksdóttir skrifa 7. apríl 2024 08:00 Í dag 7. apríl er Alþjóða heilbrigðisdagurinn og slagorð dagsins í ár er Mín heilsa, minn réttur því aðgengi að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og öruggu umhverfi ætti að vera mannréttindi ekki forréttindi. Í tilefni dagsins hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) veraldarleiðtoga til þess að tryggja þessi réttindi. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið betra en í mörgum öðrum löndum og meðvitund um mikilvægi endurhæfingar sömuleiðis almenn. Fólki sem lendir í veikindum eða slysi finnst sífellt eðlilegra að sinna endurhæfingu í kjölfarið. Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda Ljósið leggur áherslu á að endurhæfing hefjist strax við greiningu, enda sýna rannsóknir að það gefi bestan árangur til framtíðar. Endurhæfing eftir greiningu krabbameins ætti að standa öllum til boða óháð efnahag, búsetu og aldri, en Ljósið hefur eftir fremsta megni komið til móts við þá sem þurfa á sérhæfðri þverfaglegri endurhæfingu að halda. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á hverjum tíma til að vernda andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Endurhæfing vegna krabbameinsmeðferðar í Ljósinu er ekki aðeins mikilvægur heldur nauðsynlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni því þar gefst fólki tækifæri til að styrkja sig, andlega, líkamlega og félagslega. Lífið verður aldrei alveg eins og það var áður þegar fólk greinist með krabbamein, sama hver meðferðin er því bara orðið krabbamein er ennþá gildishlaðið og eitt og sér getur orsakað kvíða og depurð. Sumir sem eru í endurhæfingu snúa aftur í sömu hlutverk og þau sinntu fyrir veikindin en aðrir þurfa að gera miklar breytingar á hlutverkum og daglegu lífi. Ljósið er ekki aðeins til staðar fyrir þau sem sinna endurhæfingu heldur einnig aðstandendur þeirra þar sem greining hefur alla jafnan víðtæk áhrif á nærumhverfi þeirra sem greinast. Þjónusta Ljóssins fer fram bæði í endurhæfingarmiðstöðinni á Langholtsvegi en einnig í fjarfundarbúnaði þannig að allir landsmenn geta nýtt þjónustuna sama hvar á landinu þau eru búsett og hefur alltaf verið óháð efnahag þeirra sem Ljósið sækja. Tryggja þarf fjármagn til endurhæfingar krabbameinsgreindra Ljósið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi treyst á framlög Ljósavina, fjáraflanir, gjafir og stuðning sjálfboðaliða til að allir geti nýtt sér þjónustuna sér að kostnaðarlausu. Ríkið hefur styrkt Ljósið með samningsbundnum framlögum en þau eru því miður ekki í samræmi við þann fjölda sem sækir Ljósið daglega og treystir á það í sinni endurhæfingu. Þarfir þeirra sem koma í Ljósið eru fjölbreyttar eftir eðli sjúkdómsins en Ljósið kemur til móts við sérhvern einstakling og sérsníður dagskrá fyrir hvern og einn. Það er og ætti alltaf að vera í boði að fá heildstæða endurhæfingu, líkamlega, andlega og félagslega í kjölfar krabbameinsgreiningar og Ljósið hefur tæplega 20 ára reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Ljósið er ekki aðeins einstakt á Íslandi, það er einstakt á heimsvísu og styður við heilbrigði og heilsu landsmanna og nauðsynlegt að það þurfi ekki að takmarka verkefni sín eða stuðning vegna fjárskorts. Höfundar eru Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Sjá meira
Í dag 7. apríl er Alþjóða heilbrigðisdagurinn og slagorð dagsins í ár er Mín heilsa, minn réttur því aðgengi að heilbrigðisþjónustu, upplýsingum og öruggu umhverfi ætti að vera mannréttindi ekki forréttindi. Í tilefni dagsins hvetur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) veraldarleiðtoga til þess að tryggja þessi réttindi. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið betra en í mörgum öðrum löndum og meðvitund um mikilvægi endurhæfingar sömuleiðis almenn. Fólki sem lendir í veikindum eða slysi finnst sífellt eðlilegra að sinna endurhæfingu í kjölfarið. Ljósið endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda Ljósið leggur áherslu á að endurhæfing hefjist strax við greiningu, enda sýna rannsóknir að það gefi bestan árangur til framtíðar. Endurhæfing eftir greiningu krabbameins ætti að standa öllum til boða óháð efnahag, búsetu og aldri, en Ljósið hefur eftir fremsta megni komið til móts við þá sem þurfa á sérhæfðri þverfaglegri endurhæfingu að halda. Markmið laga um heilbrigðisþjónustu á Íslandi er að allir eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem hægt er að veita á hverjum tíma til að vernda andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Endurhæfing vegna krabbameinsmeðferðar í Ljósinu er ekki aðeins mikilvægur heldur nauðsynlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustunni því þar gefst fólki tækifæri til að styrkja sig, andlega, líkamlega og félagslega. Lífið verður aldrei alveg eins og það var áður þegar fólk greinist með krabbamein, sama hver meðferðin er því bara orðið krabbamein er ennþá gildishlaðið og eitt og sér getur orsakað kvíða og depurð. Sumir sem eru í endurhæfingu snúa aftur í sömu hlutverk og þau sinntu fyrir veikindin en aðrir þurfa að gera miklar breytingar á hlutverkum og daglegu lífi. Ljósið er ekki aðeins til staðar fyrir þau sem sinna endurhæfingu heldur einnig aðstandendur þeirra þar sem greining hefur alla jafnan víðtæk áhrif á nærumhverfi þeirra sem greinast. Þjónusta Ljóssins fer fram bæði í endurhæfingarmiðstöðinni á Langholtsvegi en einnig í fjarfundarbúnaði þannig að allir landsmenn geta nýtt þjónustuna sama hvar á landinu þau eru búsett og hefur alltaf verið óháð efnahag þeirra sem Ljósið sækja. Tryggja þarf fjármagn til endurhæfingar krabbameinsgreindra Ljósið er sjálfseignarstofnun og hefur frá upphafi treyst á framlög Ljósavina, fjáraflanir, gjafir og stuðning sjálfboðaliða til að allir geti nýtt sér þjónustuna sér að kostnaðarlausu. Ríkið hefur styrkt Ljósið með samningsbundnum framlögum en þau eru því miður ekki í samræmi við þann fjölda sem sækir Ljósið daglega og treystir á það í sinni endurhæfingu. Þarfir þeirra sem koma í Ljósið eru fjölbreyttar eftir eðli sjúkdómsins en Ljósið kemur til móts við sérhvern einstakling og sérsníður dagskrá fyrir hvern og einn. Það er og ætti alltaf að vera í boði að fá heildstæða endurhæfingu, líkamlega, andlega og félagslega í kjölfar krabbameinsgreiningar og Ljósið hefur tæplega 20 ára reynslu og sérþekkingu á þessu sviði. Ljósið er ekki aðeins einstakt á Íslandi, það er einstakt á heimsvísu og styður við heilbrigði og heilsu landsmanna og nauðsynlegt að það þurfi ekki að takmarka verkefni sín eða stuðning vegna fjárskorts. Höfundar eru Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, og Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi í Ljósinu.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun