Að vera eða vera ekki í samkeppni við sjálfa sig Ólafur Stephensen skrifar 27. mars 2024 10:00 Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. Staðan sögð erfið vegna innflutnings Þannig segir í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar með hinu nýja frumvarpi, sem kom í stað upphaflegs frumvarps matvælaráðherra: „ Magn kjötvara sem hægt er að flytja til Íslands á tollkvóta jókst töluvert í kjölfar undirritunar tvíhliða samnings við Evrópusambandið um tollfríðindi fyrir landbúnaðarvörur árið 2007. Innflutningur jókst aftur umtalsvert eftir að tvíhliða samningur um sama efni frá árinu 2018 leysti þann fyrri af hólmi, sbr. skýrslu starfshóps sem skipaður var til að skoða út- og innflutningstölur landbúnaðarvara frá 12. október 2020. Að teknu tilliti til þess sem þar kemur fram má ljóst vera að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla, eigi í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Það er eitt af því sem skapað hefur erfiða stöðu greinarinnar.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld sagði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar: „Hér flæðir inn kjöt erlendis frá sem landbúnaðurinn er í samkeppni við, og við þurfum þá að bregðast við með þeim hætti að vera samkeppnishæf.“ Útboðsgjaldið bitnar á neytendum Það er rétt að íslenzk stjórnvöld sömdu við Evrópusambandið um aukna tollfrjálsa verzlun með búvörur. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, var annar tveggja ráðherra sem gerðu þann samning og sagði er hann hafði verið undirritaður haustið 2015: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknarfæri til aukins útflutnings.“ Samningnum, sem tók gildi 2018, var vissulega ætlað að efla samkeppni á búvörumarkaði með auknum innflutningi. Það má hins vegar deila um hvernig til hafi tekizt. Íslenzk stjórnvöld hafa kosið að úthluta tollkvótunum, heimildum til að flytja inn takmarkað magn búvöru án tolla, með útboði. Það þýðir að ofan á hið tollfrjálsa verð bætist útboðsgjald, sem innflytjendur þurfa að greiða fyrir að fá að flytja vöruna inn og það slagar oft upp í fullan toll. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og fleiri hafa gagnrýnt þetta kerfi og bent á leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds þannig að neytendur njóti þess ávinnings, sem ætlunin var. Afurðastöðvarnar eru sjálfar stórtækir innflytjendur Annað, sem menn sáu mögulega ekki fyrir þegar tollasamningurinn var gerður, var að innlendar afurðastöðvar og bændur, sem fram að því höfðu varað við kjötinnflutningi, meðal annars af því að útlent kjöt væri svo hættulegt og heilsuspillandi, myndu gerast stórtækir kjötinnflytjendur. Það er hins vegar raunin. Ef við horfum á ESB-tollkvóta fyrir kjötvörur, sem komið hefur í hlut innlendra afurðastöðva og bænda fyrir tímabilið frá janúar 2022 og fram í júnílok á þessu ári, lítur myndin svona út: Innlendar afurðastöðvar flytja þannig inn næstum því allt svínakjöt, sem flutt er inn á ESB-tollkvóta, helminginn af kjúklingakjöti ræktuðu með hefðbundum hætti og fjórðung af nautakjötskvótanum. Fyrirtækin sem þarna um ræðir eru t.d. Mata (systurfélag Matfugls og Ali), Stjörnugrís og dótturfélag þess fyrirtækis, Kjarnafæði-Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands og Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga. Eftir að aðalfundur KS 2023 beindi því til félagsins að hvorki KS né dótturfélög þess tækju þátt í innflutningi á erlendum búvörum, hætti Esja að bjóða í tollkvóta en kaupfélagið kaupir áfram innflutt kjöt til vinnslu af félaginu Háahólma og fleirum sem hafa fengið úthlutað tollkvóta. Bjóða hátt og stýra verðinu Nú vaknar óneitanlega spurningin: Er innflutningurinn í samkeppni við innlendan landbúnað, þegar landbúnaðurinn flytur kjötið inn sjálfur? Færa má rök fyrir hinu gagnstæða. Ástæðan fyrir því að innlendar afurðastöðvar hreppa svo hátt hlutfall tollkvótans er að þær bjóða hátt í hann. Þannig geta þær stýrt verðinu á innflutningnum og í raun hindrað samkeppni við sjálfar sig. Það er auðvitað meginástæðan fyrir því að þær flytja nú inn þúsundir tonna af kjöti, sem þær sögðu áður að væri óboðlegt neytendum og hættulegt. FA hefur lagt til að komið verði í veg fyrir að innlendir framleiðendur geti misnotað kerfið með þessum hætti, til dæmis með því að þeim verði einfaldlega ekki heimilt að bjóða í tollkvóta. Engar hömlur á samráði um tilboð í tollkvóta Breytingin á búvörulögum, sem gerð var í síðustu viku, þýðir hins vegar að nú kemur ekkert í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar hafi með sér samráð um upphæð tilboða í tollkvótana. Slíkt samráð er ólöglegt og mögulega refsivert ef innflutningsfyrirtæki í verzlun viðhafa það, en nú er búið að undanþiggja stjórnendur afurðastöðva öllum slíkum hömlum og viðurlögum. Þeir munu því sannarlega verða í góðri stöðu til að draga enn úr samkeppni við sjálfa sig, hækka verð og skaða neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Efnahagsmál Samkeppnismál Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ein réttlæting ríkisstjórnarmeirihlutans á Alþingi fyrir því að keyra í gegn breytingar á búvörulögunum, sem veita kjötafurðastöðvum víðtækar undanþágur frá samkeppnislögum, er að tollfrjáls innflutningur á kjöti hafi aukizt umtalsvert. Staðan sögð erfið vegna innflutnings Þannig segir í nefndaráliti meirihluta atvinnuveganefndar með hinu nýja frumvarpi, sem kom í stað upphaflegs frumvarps matvælaráðherra: „ Magn kjötvara sem hægt er að flytja til Íslands á tollkvóta jókst töluvert í kjölfar undirritunar tvíhliða samnings við Evrópusambandið um tollfríðindi fyrir landbúnaðarvörur árið 2007. Innflutningur jókst aftur umtalsvert eftir að tvíhliða samningur um sama efni frá árinu 2018 leysti þann fyrri af hólmi, sbr. skýrslu starfshóps sem skipaður var til að skoða út- og innflutningstölur landbúnaðarvara frá 12. október 2020. Að teknu tilliti til þess sem þar kemur fram má ljóst vera að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla, eigi í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Það er eitt af því sem skapað hefur erfiða stöðu greinarinnar.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þriðjudagskvöld sagði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar: „Hér flæðir inn kjöt erlendis frá sem landbúnaðurinn er í samkeppni við, og við þurfum þá að bregðast við með þeim hætti að vera samkeppnishæf.“ Útboðsgjaldið bitnar á neytendum Það er rétt að íslenzk stjórnvöld sömdu við Evrópusambandið um aukna tollfrjálsa verzlun með búvörur. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, var annar tveggja ráðherra sem gerðu þann samning og sagði er hann hafði verið undirritaður haustið 2015: „Það er mjög ánægjulegt að hafa náð samningum um gagnkvæma niðurfellingu tolla sem mun hafa mjög jákvæð áhrif fyrir neytendur og mikil sóknarfæri til aukins útflutnings.“ Samningnum, sem tók gildi 2018, var vissulega ætlað að efla samkeppni á búvörumarkaði með auknum innflutningi. Það má hins vegar deila um hvernig til hafi tekizt. Íslenzk stjórnvöld hafa kosið að úthluta tollkvótunum, heimildum til að flytja inn takmarkað magn búvöru án tolla, með útboði. Það þýðir að ofan á hið tollfrjálsa verð bætist útboðsgjald, sem innflytjendur þurfa að greiða fyrir að fá að flytja vöruna inn og það slagar oft upp í fullan toll. Félag atvinnurekenda, Neytendasamtökin og fleiri hafa gagnrýnt þetta kerfi og bent á leiðir til að úthluta tollkvótum án endurgjalds þannig að neytendur njóti þess ávinnings, sem ætlunin var. Afurðastöðvarnar eru sjálfar stórtækir innflytjendur Annað, sem menn sáu mögulega ekki fyrir þegar tollasamningurinn var gerður, var að innlendar afurðastöðvar og bændur, sem fram að því höfðu varað við kjötinnflutningi, meðal annars af því að útlent kjöt væri svo hættulegt og heilsuspillandi, myndu gerast stórtækir kjötinnflytjendur. Það er hins vegar raunin. Ef við horfum á ESB-tollkvóta fyrir kjötvörur, sem komið hefur í hlut innlendra afurðastöðva og bænda fyrir tímabilið frá janúar 2022 og fram í júnílok á þessu ári, lítur myndin svona út: Innlendar afurðastöðvar flytja þannig inn næstum því allt svínakjöt, sem flutt er inn á ESB-tollkvóta, helminginn af kjúklingakjöti ræktuðu með hefðbundum hætti og fjórðung af nautakjötskvótanum. Fyrirtækin sem þarna um ræðir eru t.d. Mata (systurfélag Matfugls og Ali), Stjörnugrís og dótturfélag þess fyrirtækis, Kjarnafæði-Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands og Esja Gæðafæði, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga. Eftir að aðalfundur KS 2023 beindi því til félagsins að hvorki KS né dótturfélög þess tækju þátt í innflutningi á erlendum búvörum, hætti Esja að bjóða í tollkvóta en kaupfélagið kaupir áfram innflutt kjöt til vinnslu af félaginu Háahólma og fleirum sem hafa fengið úthlutað tollkvóta. Bjóða hátt og stýra verðinu Nú vaknar óneitanlega spurningin: Er innflutningurinn í samkeppni við innlendan landbúnað, þegar landbúnaðurinn flytur kjötið inn sjálfur? Færa má rök fyrir hinu gagnstæða. Ástæðan fyrir því að innlendar afurðastöðvar hreppa svo hátt hlutfall tollkvótans er að þær bjóða hátt í hann. Þannig geta þær stýrt verðinu á innflutningnum og í raun hindrað samkeppni við sjálfar sig. Það er auðvitað meginástæðan fyrir því að þær flytja nú inn þúsundir tonna af kjöti, sem þær sögðu áður að væri óboðlegt neytendum og hættulegt. FA hefur lagt til að komið verði í veg fyrir að innlendir framleiðendur geti misnotað kerfið með þessum hætti, til dæmis með því að þeim verði einfaldlega ekki heimilt að bjóða í tollkvóta. Engar hömlur á samráði um tilboð í tollkvóta Breytingin á búvörulögum, sem gerð var í síðustu viku, þýðir hins vegar að nú kemur ekkert í veg fyrir að innlendar afurðastöðvar hafi með sér samráð um upphæð tilboða í tollkvótana. Slíkt samráð er ólöglegt og mögulega refsivert ef innflutningsfyrirtæki í verzlun viðhafa það, en nú er búið að undanþiggja stjórnendur afurðastöðva öllum slíkum hömlum og viðurlögum. Þeir munu því sannarlega verða í góðri stöðu til að draga enn úr samkeppni við sjálfa sig, hækka verð og skaða neytendur. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar