Kópavogsbær ætlar ekki að standa við skuldbindingar sínar í húsnæðismálum Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 22. mars 2024 07:01 Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykktu í gær að úthluta lóðum undir 184 íbúðir í Vatnsendahvarfi, allar lóðirnar verða boðnar út og afhentar hæstbjóðanda. Þetta er fyrsta stóra lóðaúthlutunin í Kópavogi síðan árið 2015. Engar lóðir eru skilyrtar fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði þrátt fyrir skuldbindingar bæjarins þess efnis. Kjörnir fulltrúar eiga að starfa á grundvelli laga og samkvæmt stefnumarkandi samþykktum bæjarstjórnar. Samkvæmt lögum um húsnæðismál (44/1998) eru helstu verkefni sveitarfélaga á því sviði að: greina húsnæðisþörf gera áætlun um hvernig þörfinni skal mætt og tryggja framboð á lóðum til að mæta þeim áætlunum. Í húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar hefur þessi greining á þörfum ólíkra hópa verið gerð og þar kemur fram að 35% skattgreiðenda Kópavogsbæjar séu undir tekju- og eignamörkum. Því þyrfti að skipuleggja uppbyggingu með þeim hætti að þriðjungur húsnæðis henti þessum íbúum bæjarins. Húsnæðisáætlunin fjallar um að leitast skuli við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa. Allir geti orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þá er meðal annars í forgangi að auka framboð á litlum og ódýrum fasteignum, auðvelda fyrstu kaup og fjölga íbúðakostum, til dæmis með samstarfi við byggingaraðila um uppbyggingu minni íbúða. Meðal markmiða í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem og Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, er fjölbreyttur húsnæðismarkaður sem uppfyllir þarfir íbúa. Huga á sérstaklega að framboði á húsnæði á viðráðanlegu verði. Auk þess var, í sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga, undirritaður rammasamningur til þess að mæta þeim hópi sem hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn, bæði fyrstu kaupendum og tekju- og eignalægri hópnum. Þar er gert ráð fyrir að 30% nýrra íbúða skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, sem byggðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum eða uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán. Afgreiðsla meirihlutans á úthlutunarskilmálunum tekur ekkert mið af þessum skuldbindingum og markmiðum, sem byggjast á þeirri reynslu að markaðurinn hefur ekki getað leyst þær fjölbreyttu þarfir sem ungir, tekjulágir, námsmenn og fleiri hópar samfélagsins hafa. Kópavogsbær hefur ekki staðið að almennri lóðaúthlutun í 9 ár en því miður tapast hér gullið tækifæri til að leiðrétta þá skekkju, sem orðið hefur með uppbyggingu fjárfesta á þróunarreitum þar sem arðsemiskrafa er leiðarljósið. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Húsnæðismál Píratar Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Fulltrúar Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi samþykktu í gær að úthluta lóðum undir 184 íbúðir í Vatnsendahvarfi, allar lóðirnar verða boðnar út og afhentar hæstbjóðanda. Þetta er fyrsta stóra lóðaúthlutunin í Kópavogi síðan árið 2015. Engar lóðir eru skilyrtar fyrir húsnæði á viðráðanlegu verði þrátt fyrir skuldbindingar bæjarins þess efnis. Kjörnir fulltrúar eiga að starfa á grundvelli laga og samkvæmt stefnumarkandi samþykktum bæjarstjórnar. Samkvæmt lögum um húsnæðismál (44/1998) eru helstu verkefni sveitarfélaga á því sviði að: greina húsnæðisþörf gera áætlun um hvernig þörfinni skal mætt og tryggja framboð á lóðum til að mæta þeim áætlunum. Í húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar hefur þessi greining á þörfum ólíkra hópa verið gerð og þar kemur fram að 35% skattgreiðenda Kópavogsbæjar séu undir tekju- og eignamörkum. Því þyrfti að skipuleggja uppbyggingu með þeim hætti að þriðjungur húsnæðis henti þessum íbúum bæjarins. Húsnæðisáætlunin fjallar um að leitast skuli við að tryggja fjölbreytt framboð húsagerða og búsetukosta fyrir alla félagshópa. Allir geti orðið sér úti um fullnægjandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði. Þá er meðal annars í forgangi að auka framboð á litlum og ódýrum fasteignum, auðvelda fyrstu kaup og fjölga íbúðakostum, til dæmis með samstarfi við byggingaraðila um uppbyggingu minni íbúða. Meðal markmiða í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem og Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040, er fjölbreyttur húsnæðismarkaður sem uppfyllir þarfir íbúa. Huga á sérstaklega að framboði á húsnæði á viðráðanlegu verði. Auk þess var, í sameiginlegu átaki ríkis og sveitarfélaga, undirritaður rammasamningur til þess að mæta þeim hópi sem hefur átt erfitt með að komast inn á húsnæðismarkaðinn, bæði fyrstu kaupendum og tekju- og eignalægri hópnum. Þar er gert ráð fyrir að 30% nýrra íbúða skuli vera hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, sem byggðar eru með stofnframlögum frá ríki og sveitarfélögum eða uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán. Afgreiðsla meirihlutans á úthlutunarskilmálunum tekur ekkert mið af þessum skuldbindingum og markmiðum, sem byggjast á þeirri reynslu að markaðurinn hefur ekki getað leyst þær fjölbreyttu þarfir sem ungir, tekjulágir, námsmenn og fleiri hópar samfélagsins hafa. Kópavogsbær hefur ekki staðið að almennri lóðaúthlutun í 9 ár en því miður tapast hér gullið tækifæri til að leiðrétta þá skekkju, sem orðið hefur með uppbyggingu fjárfesta á þróunarreitum þar sem arðsemiskrafa er leiðarljósið. Höfundur er bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun