Kynfærin skorin af konum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. mars 2024 07:31 Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn. Ísland hefur einnig stutt við verkefni sem miðar að því að bæta lífskjör kvenna sem glíma við fæðingarfistil (e. obstetric fistula). Nú er unnið að því að útvíkka samstarfið við Síerra Leóne, en landið þykir henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og er nú í sæti 182 af 189 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index). Þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru því ærin. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið limlestar á kynfærum, flestar á barnsaldri. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Þetta er gríðarlega alvarlegt ofbeldi og mannréttindabrot gagnvart konum. Ég átti í vikunni samtal á Alþingi við utanríkisráðherra um þessar alvarlegu stöðu. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um það hvort og þá hvernig íslensk stjórnvöld hygðust beita sér fyrir útrýmingu á þessu skelfilega ofbeldi þegar við aukum samstarfið við Síerra Leóne. Utanríkisráðherra kvað íslensk stjórnvöld hafa látið sig málið varða um árabil, bæði í almennu málsvarastarfi á alþjóðlegum vettvangi og sömuleiðis með stuðningi við einstök verkefni. Mikil tregða stjórnvalda í Síerra Leóne við að uppræta kynfæralimlestingu kvenna væri þó mikil hindrun. Ráðherrann upplýsti um að íslensk stjórnvöld hefðu engu að síður mótmælt ofbeldinu við þarlend stjórnvöld og að leiða væri leitað fyrir aukið framlag Íslands til baráttunnar gegn kynfæralimlestingu stúlkna og kvenna í Síerra Leóne. Unnið væri að undirbúningi sérstaks samstarfsverkefnis sem snýr að þessari baráttu. Það er jákvætt að heyra af málsvarastarfi íslenskra stjórnvalda í Síerra Leóne og fyrirhuguðum verkefnum gegn kynfæralimlestingu. Ég hvatti ráðherrann til að leita allra leiða til að koma mótmælum á framfæri við þarlend stjórnvöld, þrátt fyrir andstöðu, og að leggja sérstaka áherslu á þetta brýna baráttumál. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Jafnréttismál Síerra Leóne Kynferðisofbeldi Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn. Ísland hefur einnig stutt við verkefni sem miðar að því að bæta lífskjör kvenna sem glíma við fæðingarfistil (e. obstetric fistula). Nú er unnið að því að útvíkka samstarfið við Síerra Leóne, en landið þykir henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og er nú í sæti 182 af 189 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index). Þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru því ærin. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið limlestar á kynfærum, flestar á barnsaldri. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Þetta er gríðarlega alvarlegt ofbeldi og mannréttindabrot gagnvart konum. Ég átti í vikunni samtal á Alþingi við utanríkisráðherra um þessar alvarlegu stöðu. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um það hvort og þá hvernig íslensk stjórnvöld hygðust beita sér fyrir útrýmingu á þessu skelfilega ofbeldi þegar við aukum samstarfið við Síerra Leóne. Utanríkisráðherra kvað íslensk stjórnvöld hafa látið sig málið varða um árabil, bæði í almennu málsvarastarfi á alþjóðlegum vettvangi og sömuleiðis með stuðningi við einstök verkefni. Mikil tregða stjórnvalda í Síerra Leóne við að uppræta kynfæralimlestingu kvenna væri þó mikil hindrun. Ráðherrann upplýsti um að íslensk stjórnvöld hefðu engu að síður mótmælt ofbeldinu við þarlend stjórnvöld og að leiða væri leitað fyrir aukið framlag Íslands til baráttunnar gegn kynfæralimlestingu stúlkna og kvenna í Síerra Leóne. Unnið væri að undirbúningi sérstaks samstarfsverkefnis sem snýr að þessari baráttu. Það er jákvætt að heyra af málsvarastarfi íslenskra stjórnvalda í Síerra Leóne og fyrirhuguðum verkefnum gegn kynfæralimlestingu. Ég hvatti ráðherrann til að leita allra leiða til að koma mótmælum á framfæri við þarlend stjórnvöld, þrátt fyrir andstöðu, og að leggja sérstaka áherslu á þetta brýna baráttumál. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun