Kynfærin skorin af konum Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 21. mars 2024 07:31 Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn. Ísland hefur einnig stutt við verkefni sem miðar að því að bæta lífskjör kvenna sem glíma við fæðingarfistil (e. obstetric fistula). Nú er unnið að því að útvíkka samstarfið við Síerra Leóne, en landið þykir henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og er nú í sæti 182 af 189 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index). Þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru því ærin. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið limlestar á kynfærum, flestar á barnsaldri. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Þetta er gríðarlega alvarlegt ofbeldi og mannréttindabrot gagnvart konum. Ég átti í vikunni samtal á Alþingi við utanríkisráðherra um þessar alvarlegu stöðu. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um það hvort og þá hvernig íslensk stjórnvöld hygðust beita sér fyrir útrýmingu á þessu skelfilega ofbeldi þegar við aukum samstarfið við Síerra Leóne. Utanríkisráðherra kvað íslensk stjórnvöld hafa látið sig málið varða um árabil, bæði í almennu málsvarastarfi á alþjóðlegum vettvangi og sömuleiðis með stuðningi við einstök verkefni. Mikil tregða stjórnvalda í Síerra Leóne við að uppræta kynfæralimlestingu kvenna væri þó mikil hindrun. Ráðherrann upplýsti um að íslensk stjórnvöld hefðu engu að síður mótmælt ofbeldinu við þarlend stjórnvöld og að leiða væri leitað fyrir aukið framlag Íslands til baráttunnar gegn kynfæralimlestingu stúlkna og kvenna í Síerra Leóne. Unnið væri að undirbúningi sérstaks samstarfsverkefnis sem snýr að þessari baráttu. Það er jákvætt að heyra af málsvarastarfi íslenskra stjórnvalda í Síerra Leóne og fyrirhuguðum verkefnum gegn kynfæralimlestingu. Ég hvatti ráðherrann til að leita allra leiða til að koma mótmælum á framfæri við þarlend stjórnvöld, þrátt fyrir andstöðu, og að leggja sérstaka áherslu á þetta brýna baráttumál. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Jafnréttismál Síerra Leóne Kynferðisofbeldi Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ísland og Síerra Leóne hafa verið í samstarfi um þróunarsamvinnu frá árinu 2018. Markmiðið hefur verið að styðja við sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda og auka lífsgæði í fiskveiðisamfélögum. Verkefnin eru okkur Íslendingum ekki ókunn. Ísland hefur einnig stutt við verkefni sem miðar að því að bæta lífskjör kvenna sem glíma við fæðingarfistil (e. obstetric fistula). Nú er unnið að því að útvíkka samstarfið við Síerra Leóne, en landið þykir henta vel fyrir áherslur og sérþekkingu Íslands í þróunarsamvinnu. Síerra Leóne er eitt fátækasta ríki heims og er nú í sæti 182 af 189 ríkjum á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (Human Development Index). Þjóðin hefur glímt við hvert áfallið á fætur öðru, styrjaldir og plágur. Verkefnin eru því ærin. Eitt þeirra er gríðarlega hátt hlutfall kvenna í Síerra Leóne sem hafa verið limlestar á kynfærum, flestar á barnsaldri. Limlestingin felst í því að hluti af eða öll ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð. Þetta er gríðarlega alvarlegt ofbeldi og mannréttindabrot gagnvart konum. Ég átti í vikunni samtal á Alþingi við utanríkisráðherra um þessar alvarlegu stöðu. Þar óskaði ég eftir upplýsingum um það hvort og þá hvernig íslensk stjórnvöld hygðust beita sér fyrir útrýmingu á þessu skelfilega ofbeldi þegar við aukum samstarfið við Síerra Leóne. Utanríkisráðherra kvað íslensk stjórnvöld hafa látið sig málið varða um árabil, bæði í almennu málsvarastarfi á alþjóðlegum vettvangi og sömuleiðis með stuðningi við einstök verkefni. Mikil tregða stjórnvalda í Síerra Leóne við að uppræta kynfæralimlestingu kvenna væri þó mikil hindrun. Ráðherrann upplýsti um að íslensk stjórnvöld hefðu engu að síður mótmælt ofbeldinu við þarlend stjórnvöld og að leiða væri leitað fyrir aukið framlag Íslands til baráttunnar gegn kynfæralimlestingu stúlkna og kvenna í Síerra Leóne. Unnið væri að undirbúningi sérstaks samstarfsverkefnis sem snýr að þessari baráttu. Það er jákvætt að heyra af málsvarastarfi íslenskra stjórnvalda í Síerra Leóne og fyrirhuguðum verkefnum gegn kynfæralimlestingu. Ég hvatti ráðherrann til að leita allra leiða til að koma mótmælum á framfæri við þarlend stjórnvöld, þrátt fyrir andstöðu, og að leggja sérstaka áherslu á þetta brýna baráttumál. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun