Valdefling kvenna – öllum til góðs Jódís Skúladóttir skrifar 21. mars 2024 07:00 Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sett var í New York í síðustu viku. Megin þema fundarins að þessu sinni var að hraða árangri er varða kynjajafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun með kynjaðri heildarsýn. Fjöldi viðburða var í boði á þinginu en auk þess að sótti ég fundi með þingmönnum Norðurlandanna og kynningar frá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Krafturinn er áþreifanlegur þegar raddir kvenna alls staðar að úr heiminum fá að heyrast. Allar vilja þær sjá réttlátara samfélag þar sem konur koma með beinum hætti að ákvörðunartöku um líf sitt og velferð. Ungmenni frá öllum heimshornum komu saman til að ræða framtíðarsýn sína um að binda enda á fátækt og efla jafnrétti kynjanna. Kraftmikill viðburður var á vegum BSRB og Stígamóta á þinginu um kröfur Kvennaverkfallsins og samspil vanmats á virði kvennastarfa og ofbeldis. Þær Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, fjölluðu um ástæður Kvennaverkfallsins 2023 og fóru yfir aðdraganda þess í máli og myndum. Einnig fjölluðu þær um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi og leiðir til að stemma stigu við því. Viðburðurinn var vel sóttur og vakti talsverða athygli. Bergrún Andradóttir, skrifstofustjóri Samtakanna 78, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi héldu einnig stuttar hugvekjur á viðburðinum. Kvennaþingið er haldið skugga ólýsanlegra þjáninga sem stríðsátök víða um heim valda. Það sem situr eftir er sú sára staðreynd að í auknu stríðsbrölti og hervæðingu heimsins eru það fyrst og fremst konur og börn sem líða. Stríð, fátækt, náttúruhamfarir og bakslag mannréttinda, allt bitnar þetta mest á konum. Á sama tíma er konum markvist haldið utan ákvörðunartöku og spurt var á fundinum: Hvar eru konurnar í friðarviðræðum? Það er staðreynd að karlar leika lykilhlutverk í hinu hörmulega valdatafli sem nærir og hvetur til átaka um allan heim en konur og börn eru þau sem fyrst og fremst líða. Rödd Íslands er dýrmæt í þessum aðstæðum, jafnrétti og friðarboðskapur eru þau gildi sem við getum lagt til málanna á ófriðartímum þegar mannréttindi eiga undir högg að sækja, ekki síst réttindi kvenna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Jafnréttismál Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Jódís Skúladóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mér hlotnaðist sá heiður að sækja Þing kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna sem sett var í New York í síðustu viku. Megin þema fundarins að þessu sinni var að hraða árangri er varða kynjajafnrétti og valdeflingu allra kvenna og stúlkna með því að takast á við fátækt og styrkja stofnanir og fjármögnun með kynjaðri heildarsýn. Fjöldi viðburða var í boði á þinginu en auk þess að sótti ég fundi með þingmönnum Norðurlandanna og kynningar frá hinum ýmsu stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Krafturinn er áþreifanlegur þegar raddir kvenna alls staðar að úr heiminum fá að heyrast. Allar vilja þær sjá réttlátara samfélag þar sem konur koma með beinum hætti að ákvörðunartöku um líf sitt og velferð. Ungmenni frá öllum heimshornum komu saman til að ræða framtíðarsýn sína um að binda enda á fátækt og efla jafnrétti kynjanna. Kraftmikill viðburður var á vegum BSRB og Stígamóta á þinginu um kröfur Kvennaverkfallsins og samspil vanmats á virði kvennastarfa og ofbeldis. Þær Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, fjölluðu um ástæður Kvennaverkfallsins 2023 og fóru yfir aðdraganda þess í máli og myndum. Einnig fjölluðu þær um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi og leiðir til að stemma stigu við því. Viðburðurinn var vel sóttur og vakti talsverða athygli. Bergrún Andradóttir, skrifstofustjóri Samtakanna 78, Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands og Stella Samúelsdóttir, framkvæmdarstýra UN Women á Íslandi héldu einnig stuttar hugvekjur á viðburðinum. Kvennaþingið er haldið skugga ólýsanlegra þjáninga sem stríðsátök víða um heim valda. Það sem situr eftir er sú sára staðreynd að í auknu stríðsbrölti og hervæðingu heimsins eru það fyrst og fremst konur og börn sem líða. Stríð, fátækt, náttúruhamfarir og bakslag mannréttinda, allt bitnar þetta mest á konum. Á sama tíma er konum markvist haldið utan ákvörðunartöku og spurt var á fundinum: Hvar eru konurnar í friðarviðræðum? Það er staðreynd að karlar leika lykilhlutverk í hinu hörmulega valdatafli sem nærir og hvetur til átaka um allan heim en konur og börn eru þau sem fyrst og fremst líða. Rödd Íslands er dýrmæt í þessum aðstæðum, jafnrétti og friðarboðskapur eru þau gildi sem við getum lagt til málanna á ófriðartímum þegar mannréttindi eiga undir högg að sækja, ekki síst réttindi kvenna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar -græns framboðs.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun