Kosningaóreiða RÚV, opið bréf til stjórnar Ríkisútvarpsins Benedikta Guðrún Svavarsdottir skrifar 19. mars 2024 10:30 Ágæta stjórn Ríkisútvarpsins, Hópur sem telur tólf hundruð manns hefur rannsakað og tekið saman vafaatriði vegna símakosningarinnar í Söngvakeppninni 2. mars 2024. Við sendum stjórninni fyrstu samantekt okkar þann 8. mars s.l. og höfum sömuleiðis sent lögfræðiálit sem unnið var fyrir hópinn. Með þessu bréfi vill hópurinn ítreka að jafnræðisregla var brotin í símakosningu Söngvakeppninnar. Útvarpsstjóri hefur reynt að varpa ábyrgð RÚV yfir á kjósendur í keppninni og er mikilvægt að það sé leiðrétt. Útvarpsstjóri fer ranglega með staðreyndir um ruslmerkingu símanúmers Útvarpsstjóri hefur svarað einfaldri spurningu um greinilega ruslmerkingu símanúmers eins keppanda ítrekað með röngum fullyrðingum. Sagði hann það aðeins eiga við Samsung síma og ákveðið varnar forrit í þeim, vandamálið sé því á ábyrgð notenda símanna en ekki RÚV. Þetta stenst ekki og er augljóst öllum sem málið skoða af alvöru. Ruslmerking var viðvarandi á númeri 900 9904, sbr. skjal yfir villumeldingar sem sent var í síðustu viku. Ruslmerking kom fram í iPhone jafnt sem Samsung símum. Þetta snýst því ekki um lélega virkni forritsins eins og útvarpsstjóri hefur haldið fram. Það er nefnilega eiganda símanúmers í svona stórum viðburði, í þessu tilviki RÚV, að prófa öll númerin og sjá til þess að skráning sé þannig í viðeigandi kerfum að þau fái ekki flöggun, séu „köld” (þ.e. hafi ekki verið notuð nýlega í magnúthringingar). Það er líka RÚV að tilkynna strax í útsendingunni ef villa finnst. Það er eðlilegur hluti af eftirliti með símakosningu. Vönduð framkvæmd almanna kosninga af þessu tagi ætti ekki að mismuna þátttakendum eftir tegund síma sem þeir nota og því er með ólíkindum að útvarpsstjóri beri slíkt fyrir sig. Þetta sýnir að þessi kosning sé alls ekki hafin yfir vafa þar sem keppendur stóðu ekki jafnfætis. Það er því algjörlega óviðunandi að útvarpsstjóri verji stofnunina með röngum fullyrðingum. Gallar við símakosningu Það hefur komið í ljós, núna tæpum tveim vikum eftir kosninguna, að fólk hefur verið rukkað fyrir færri atkvæði en það hringdi inn. Þessir sömu aðilar eru með skjáskot af þeim símhringingum sem fóru í gegn en á reikningi frá símafyrirtæki eru ýmist gjaldfærð færri atkvæði eða að engin rukkun hefur borist. Í einu tilfelli voru handfærð inn aukalega 18 skipti þegar viðkomandi sendi inn sönnun þess að hafa hringt inn tuttugu sinnum en ekki tvisvar sinnum eins og gjaldfærsla sýndi sjö dögum eftir kosninguna. Fólk hefur fengið app pakkana sína endurgreidda án nokkurrar ástæðu. Þá hefur fólk verið rukkað fyrir of marga app pakka eða innhringingar. Því hefur hvorki verið svarað hvers vegna “auto max purchase” stilling var ekki virk í kosningunni né hvaða kerfi var notað til að tryggja að umfram atkvæði færu ekki í gegn. Margt bendir til þess að símakosningin sé eitt stórt klúður. Lagahöfundur sigurlagsins er því sammála og mun því ekki fylgja laginu í keppnina. Það er greinilegt að lagahöfundur hefur verið beittur þrýstingi og gefið RÚV eftir að fara með lagið í keppnina þrátt fyrir skýra afstöðu gegn því. Stjórn RÚV ber að skoða hvers vegna slíkum þrýstingi var beitt en aðrir kostir ekki skoðaðir. Í þessari stöðu sem kom upp voru tveir góðir kostir: a) að senda ekkert lag út eftir umdeildasta aðdraganda í sögu keppninnar, b) að ógilda gallaða símakosningu og fylgja fordæmi Norðmanna sem í svipuðum sporum létu dómarakosningu ráða úrslitum. Íhlutun starfsmanna ísraelska ríkisútvarpsins ekki í samræmi við siðareglur Þá skal á það bent að framferði starfsmanna ísraelska ríkisútvarpsins, sem hefur verið opinberað, braut í bága við siðareglur EBU. Reglurnar eru í viðhengi. Það er gagnrýnivert að útvarpsstjóri og RÚV komi sér hjá því að taka afstöðu varðandi þessa íhlutun. Réttlæti og jafnræði Stórum hópi kjósenda í Söngvakeppninni er algjörlega misboðið hvernig RÚV hefur spilað úr þeim aðstæðum sem upp komu í kjölfar keppninnar. Það er mikilvægt fyrir trúverðugleika stofnunarinnar að óháð, vönduð og gagnsæ rannsókn verði gerð svo traust geti skapast á ný. Jafnræðisreglan er ein af hornsteinum lýðræðisins en hana er að finna í 65. gr. Stjórnarskrárinnar: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Þá segir í 2. mgr. 3.gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, að RÚV skuli sinna lýðræðislegu hlutverki sínu m.a. með því að hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Einnig kemur fram að RÚV sé þjóðarmiðill og skuli rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Framganga RÚV í þessu máli hefur því miður ekki verið í samræmi við þessar grundvallarreglur sem gilda um starfsemi þess. Við teljum okkur tala fyrir meirihluta þjóðarinnar þegar við höldum því fram að kosning sem þjóðin tekur þátt í eigi alltaf að vera hafin yfir vafa og telur það ekki ásættanlega niðurstöðu að „læra eigi af slíkum mistökum til framtíðar”. Með vinsemd og virðingu, Fyrir hönd hópsins Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Ríkisútvarpið Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Ágæta stjórn Ríkisútvarpsins, Hópur sem telur tólf hundruð manns hefur rannsakað og tekið saman vafaatriði vegna símakosningarinnar í Söngvakeppninni 2. mars 2024. Við sendum stjórninni fyrstu samantekt okkar þann 8. mars s.l. og höfum sömuleiðis sent lögfræðiálit sem unnið var fyrir hópinn. Með þessu bréfi vill hópurinn ítreka að jafnræðisregla var brotin í símakosningu Söngvakeppninnar. Útvarpsstjóri hefur reynt að varpa ábyrgð RÚV yfir á kjósendur í keppninni og er mikilvægt að það sé leiðrétt. Útvarpsstjóri fer ranglega með staðreyndir um ruslmerkingu símanúmers Útvarpsstjóri hefur svarað einfaldri spurningu um greinilega ruslmerkingu símanúmers eins keppanda ítrekað með röngum fullyrðingum. Sagði hann það aðeins eiga við Samsung síma og ákveðið varnar forrit í þeim, vandamálið sé því á ábyrgð notenda símanna en ekki RÚV. Þetta stenst ekki og er augljóst öllum sem málið skoða af alvöru. Ruslmerking var viðvarandi á númeri 900 9904, sbr. skjal yfir villumeldingar sem sent var í síðustu viku. Ruslmerking kom fram í iPhone jafnt sem Samsung símum. Þetta snýst því ekki um lélega virkni forritsins eins og útvarpsstjóri hefur haldið fram. Það er nefnilega eiganda símanúmers í svona stórum viðburði, í þessu tilviki RÚV, að prófa öll númerin og sjá til þess að skráning sé þannig í viðeigandi kerfum að þau fái ekki flöggun, séu „köld” (þ.e. hafi ekki verið notuð nýlega í magnúthringingar). Það er líka RÚV að tilkynna strax í útsendingunni ef villa finnst. Það er eðlilegur hluti af eftirliti með símakosningu. Vönduð framkvæmd almanna kosninga af þessu tagi ætti ekki að mismuna þátttakendum eftir tegund síma sem þeir nota og því er með ólíkindum að útvarpsstjóri beri slíkt fyrir sig. Þetta sýnir að þessi kosning sé alls ekki hafin yfir vafa þar sem keppendur stóðu ekki jafnfætis. Það er því algjörlega óviðunandi að útvarpsstjóri verji stofnunina með röngum fullyrðingum. Gallar við símakosningu Það hefur komið í ljós, núna tæpum tveim vikum eftir kosninguna, að fólk hefur verið rukkað fyrir færri atkvæði en það hringdi inn. Þessir sömu aðilar eru með skjáskot af þeim símhringingum sem fóru í gegn en á reikningi frá símafyrirtæki eru ýmist gjaldfærð færri atkvæði eða að engin rukkun hefur borist. Í einu tilfelli voru handfærð inn aukalega 18 skipti þegar viðkomandi sendi inn sönnun þess að hafa hringt inn tuttugu sinnum en ekki tvisvar sinnum eins og gjaldfærsla sýndi sjö dögum eftir kosninguna. Fólk hefur fengið app pakkana sína endurgreidda án nokkurrar ástæðu. Þá hefur fólk verið rukkað fyrir of marga app pakka eða innhringingar. Því hefur hvorki verið svarað hvers vegna “auto max purchase” stilling var ekki virk í kosningunni né hvaða kerfi var notað til að tryggja að umfram atkvæði færu ekki í gegn. Margt bendir til þess að símakosningin sé eitt stórt klúður. Lagahöfundur sigurlagsins er því sammála og mun því ekki fylgja laginu í keppnina. Það er greinilegt að lagahöfundur hefur verið beittur þrýstingi og gefið RÚV eftir að fara með lagið í keppnina þrátt fyrir skýra afstöðu gegn því. Stjórn RÚV ber að skoða hvers vegna slíkum þrýstingi var beitt en aðrir kostir ekki skoðaðir. Í þessari stöðu sem kom upp voru tveir góðir kostir: a) að senda ekkert lag út eftir umdeildasta aðdraganda í sögu keppninnar, b) að ógilda gallaða símakosningu og fylgja fordæmi Norðmanna sem í svipuðum sporum létu dómarakosningu ráða úrslitum. Íhlutun starfsmanna ísraelska ríkisútvarpsins ekki í samræmi við siðareglur Þá skal á það bent að framferði starfsmanna ísraelska ríkisútvarpsins, sem hefur verið opinberað, braut í bága við siðareglur EBU. Reglurnar eru í viðhengi. Það er gagnrýnivert að útvarpsstjóri og RÚV komi sér hjá því að taka afstöðu varðandi þessa íhlutun. Réttlæti og jafnræði Stórum hópi kjósenda í Söngvakeppninni er algjörlega misboðið hvernig RÚV hefur spilað úr þeim aðstæðum sem upp komu í kjölfar keppninnar. Það er mikilvægt fyrir trúverðugleika stofnunarinnar að óháð, vönduð og gagnsæ rannsókn verði gerð svo traust geti skapast á ný. Jafnræðisreglan er ein af hornsteinum lýðræðisins en hana er að finna í 65. gr. Stjórnarskrárinnar: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Þá segir í 2. mgr. 3.gr. laga nr. 23/2013 um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, að RÚV skuli sinna lýðræðislegu hlutverki sínu m.a. með því að hafa í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur. Einnig kemur fram að RÚV sé þjóðarmiðill og skuli rækja fjölbreytt hlutverk sitt af fagmennsku, metnaði, heiðarleika og virðingu. Framganga RÚV í þessu máli hefur því miður ekki verið í samræmi við þessar grundvallarreglur sem gilda um starfsemi þess. Við teljum okkur tala fyrir meirihluta þjóðarinnar þegar við höldum því fram að kosning sem þjóðin tekur þátt í eigi alltaf að vera hafin yfir vafa og telur það ekki ásættanlega niðurstöðu að „læra eigi af slíkum mistökum til framtíðar”. Með vinsemd og virðingu, Fyrir hönd hópsins Benedikta Guðrún Svavarsdóttir
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun