Hvað þolir þú mikið högg? Sandra B. Franks skrifar 19. mars 2024 09:00 Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Það vita allir sem inn á spítala hafa komið að sjúkraliðar vinna krefjandi starf. Starfið krefst bæði líkamlegrar og andlegrar færni sem óneitanlega getur tekið sinn toll. Sjúkraliðar vinna oft í aðstæðum sem eru einstakar í lífi sjúklinga sinna og skjólstæðinga. Oft er um að ræða viðkvæmustu og erfiðustu stundir í lífi fólks og fjölskyldna þeirra. Þá er vinnutíminn oft mjög óreglulegur enda vinna um 90% sjúkraliða í vaktavinnu. Flestir eru sammála um að slík vinna eigi vera metin að verðleikum til launa þannig að hægt sé að lifa mannsæmandi lífi. Slík staða er því miður ekki hjá öllum sjúkraliðum. Um 15% sjúkraliða á erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um 27% til viðbótar á nokkuð erfitt með slíkt. Samanlagt eru þetta um 42% sjúkraliða og er það hærra hlutfall en hjá öðrum launahópum. Sjúkraliðar í leiguhúsnæði eru frekar í vandræðum með að ná endum saman en þeir sem eru í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í nýrri könnun um stöðu launafólks á Íslandi sem Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, Varða stóð nýlega fyrir. Að geta ekki séð fyrir sér Það er sömuleiðis sláandi að meira en 41% sjúkraliða telur sig ekki getað mætt óvæntum 80.000 kr. útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þessi tala rýkur upp í tæp 70% hjá þeim sjúkraliðum sem eru í leiguhúsnæði. Um 57% sjúkraliða telur sig ekki getað séð fyrir sjálfum sér og börnum sínum án aðstoðar. Hjá öðrum launahópum í könnuninni var þessi tala um 45%. Fimmtungur sjúkraliða telur sig ekki hafa svigrúm til að fara í árlegt frí með fjölskyldunni og um 7% þeirra hafa ekki efni á staðgóðri máltíð annan hvern dag. Það er jafnframt sorglegur vitnisburður að um 40% sjúkraliða þurfa að reiða sig á mjög dýr lán eins og yfirdrátt. Um 20% sjúkraliða hefur smálán sem er afskaplega vondur valkostur í lánamálum. Um fjórðungur sjúkraliða telur að fjárskortur á síðustu 12 mánuðum hafi komið í veg fyrir að hægt væri að tryggja skipulagðar tómstundir fyrir börnin sín og er sú tala hærri hjá sjúkraliðum en hjá öðrum hópum. Staða foreldra innan Sjúkraliðafélagsins er talsvert verri en annarra foreldra. Staða sjúkraliða á húsnæðismarkaði er hins vegar almennt betri en annars félagsfólks í aðildarfélögum ASÍ og BSRB enda býr hærra hlutfall sjúkraliða í eigin húsnæði, en geta má þess að meðalaldur stéttarinnar er 46 ára. Tæp 40% allra sjúkraliða telur fjárhagsstöðu sína var nokkuð verri eða mun verri núna en fyrir ári. Varða hefur rannsakað heilsufar launafólks um fjögurra ára skeið og hafa niðurstöður þeirra rannsókna sýnt fram á skýrt mynstur. Andleg heilsa ákveðinna hópa mælist ávallt verri en annarra en það á við um konur (sérstaklega ungar konur), innflytjendur og einhleypra foreldra. Í því ljósi þarf að hafa í huga að sjúkraliðar eru ein stærsta kvennastétt landsins en um 97% þeirra eru konur. Ódýr orð Meira en fimmti hver sjúkraliði hefur orðið fyrir mismun af ýmsu tagi á vinnumarkaði og er það hærra en hjá öðrum hópum. Á tyllidögum er stundum talað vel um sjúkraliða rétt eins og um aðrar heilbrigðisstéttir. En slíkt tal dugar skammt. Ofangreindar tölur sýna að það er verk að vinna. Við vitum þessu til viðbótar að miðgildislaun grunnlauna sjúkraliða fyrir árið 2022 samkvæmt Hagstofunni voru einungis 537.000 kr. Eftir skatt og lífeyrissjóðsgreiðslur eru um 400.000 kr. eftir. Það segir sig sjálft að erfitt er að lifa mannsæmandi lífi á slíkum launum í einu dýrasta landi heims. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar