Hvað á ég að gera? Rannveig Hafsteinsdóttir skrifar 17. mars 2024 13:00 Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum. Á vegi mínum mæti ég eldri hjónum. Og svo öðrum. Og svo öðrum. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að maður mæti eldri hjónum í síðdegisgöngutúr en eitthvað er öðruvísi en það var hér áður. Hjónin ganga öll á eftir öflugum börnum, líklega flest í kringum þriggja ára aldur, sem hlaupa áfram í pollagöllum brosandi út að eyrum, búin með leikskólann í dag. Í þessum göngutúr mínum er ég að mæta langömmum og langöfum sem eru að sækja barnabarnabörnin sín úr leikskóla. Hér er ekki um ömmur og afa að ræða. Lífeyrisaldurinn er 67 ára. Þau eru enn í vinnunni. Sjáið til, ég bý í Kópavogsbæ. Leikskólagjöldin þar falla niður, að frátöldum fæðisgjöldum, ef barnið er þar sex tíma á dag. Skal það vera lengur þarf að borga. Vinnudagurinn er þó að sjálfsögðu enn að staðaldri átta tímar en það er önnur saga og efni í aðra grein. Nú líður að lokum míns fæðingarorlofs. Vinnan bíður mín. Vinna sem ég nýt mín vel í. Hvað geri ég þá? Jú, ég sæki um á leikskóla. Ekkert pláss. Það er hálfpartinn hlegið að mér í símann þegar ég hringi til að spyrja hvort einhver séns sé á að barn yfir eins árs, fætt 2023, fái leikskólapláss í haust. Hvað geri ég þá? Ég sæki um hjá dagmömmum. Umsóknir sem eru sendar þegar barnið hérumbil liggur enn í legi. Ekkert pláss. Hvað geri ég þá? Þetta er spurning sem mig langar að beina til stjórnvalda. Hvað geri ég þá? Hvað á ég að gera? Þann 7. mars síðastliðinn voru undirritaðir kjarasamningar þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra, stóðu í pontu og lýstu því yfir að ríkisstjórnin ætlar að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á vef stjórnarráðsins stendur „Aðilar munu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist.“ Og þar höfum við þær upplýsingar. Ekkert meira. Enginn stafur í viðbót. Margir foreldrar ungra barna klóra sér eflaust í hausnum yfir jafn loðinni yfirlýsingu eins og „að brúa bilið“. Bil sem á að brúa á samningstímanum næstu fjögur árin. Ekki er talað um hvernig það skal gert eða nákvæmlega hvenær foreldrar mega búast við slíkri brú. Það eina sem við heyrum er að bilið skal brúað. Lestu úr því það sem þú kýst. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Hvað eiga foreldrar í sömu stöðu og ég að gera? Fæðingarorlof mitt er að nálgast sín endalok. Vinnan bíður mín. Ég, eins og svo margar aðrar konur, vil ekki detta af vinnumarkaði. Ég nýt mín í vinnunni minni. Ég tel að það þurfi ekki að nefna að ef mæður fara að hríðfalla af vinnumarkaði, þá muni slík niðurstaða komi sér bæði illa fyrir samfélagið og fyrir jafnréttið sem við leggjum svo ríka áherslu á. En barnið þarf umsjón. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Höfundur er móðir og markaðsstjóri KILROY. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það er ósköp venjulegur miðvikudags eftirmiðdagur. Ég fer í síðdegisgöngutúrinn með níu mánaða gömlum syni mínum eins og við gerum á hverjum degi. Ég er í fæðingarorlofi. Sex mánuði fæ ég sem ég hef teygt í tíu, með sex vikum sem ég stal frá eiginmanni mínum. Á vegi mínum mæti ég eldri hjónum. Og svo öðrum. Og svo öðrum. Það væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi að maður mæti eldri hjónum í síðdegisgöngutúr en eitthvað er öðruvísi en það var hér áður. Hjónin ganga öll á eftir öflugum börnum, líklega flest í kringum þriggja ára aldur, sem hlaupa áfram í pollagöllum brosandi út að eyrum, búin með leikskólann í dag. Í þessum göngutúr mínum er ég að mæta langömmum og langöfum sem eru að sækja barnabarnabörnin sín úr leikskóla. Hér er ekki um ömmur og afa að ræða. Lífeyrisaldurinn er 67 ára. Þau eru enn í vinnunni. Sjáið til, ég bý í Kópavogsbæ. Leikskólagjöldin þar falla niður, að frátöldum fæðisgjöldum, ef barnið er þar sex tíma á dag. Skal það vera lengur þarf að borga. Vinnudagurinn er þó að sjálfsögðu enn að staðaldri átta tímar en það er önnur saga og efni í aðra grein. Nú líður að lokum míns fæðingarorlofs. Vinnan bíður mín. Vinna sem ég nýt mín vel í. Hvað geri ég þá? Jú, ég sæki um á leikskóla. Ekkert pláss. Það er hálfpartinn hlegið að mér í símann þegar ég hringi til að spyrja hvort einhver séns sé á að barn yfir eins árs, fætt 2023, fái leikskólapláss í haust. Hvað geri ég þá? Ég sæki um hjá dagmömmum. Umsóknir sem eru sendar þegar barnið hérumbil liggur enn í legi. Ekkert pláss. Hvað geri ég þá? Þetta er spurning sem mig langar að beina til stjórnvalda. Hvað geri ég þá? Hvað á ég að gera? Þann 7. mars síðastliðinn voru undirritaðir kjarasamningar þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fjármálaráðherra, stóðu í pontu og lýstu því yfir að ríkisstjórnin ætlar að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla. Á vef stjórnarráðsins stendur „Aðilar munu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla á samningstímanum með því að tryggja öllum börnum leikskólavist.“ Og þar höfum við þær upplýsingar. Ekkert meira. Enginn stafur í viðbót. Margir foreldrar ungra barna klóra sér eflaust í hausnum yfir jafn loðinni yfirlýsingu eins og „að brúa bilið“. Bil sem á að brúa á samningstímanum næstu fjögur árin. Ekki er talað um hvernig það skal gert eða nákvæmlega hvenær foreldrar mega búast við slíkri brú. Það eina sem við heyrum er að bilið skal brúað. Lestu úr því það sem þú kýst. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Hvað eiga foreldrar í sömu stöðu og ég að gera? Fæðingarorlof mitt er að nálgast sín endalok. Vinnan bíður mín. Ég, eins og svo margar aðrar konur, vil ekki detta af vinnumarkaði. Ég nýt mín í vinnunni minni. Ég tel að það þurfi ekki að nefna að ef mæður fara að hríðfalla af vinnumarkaði, þá muni slík niðurstaða komi sér bæði illa fyrir samfélagið og fyrir jafnréttið sem við leggjum svo ríka áherslu á. En barnið þarf umsjón. Svo ég spyr. Hvað á ég að gera? Höfundur er móðir og markaðsstjóri KILROY.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun