Af hverju er útspil SA um verkbann alvarlegt fyrir þig? Sunna Arnardóttir skrifar 15. mars 2024 15:01 Fyrir Verkalýðshreyfinguna hafa síðustu dagar verið æsispennandi, streituvaldandi, tilfinningaþrungnir, en jafnframt opnað augu margra fyrir aðstæðum á íslenskum vinnumarkaði. Hverjir eru í Verkalýðshreyfingunni? Athuga skal að „Verkalýðshreyfingin“ ert þú. Já, ÞÚ. Verkalýðshreyfingin samanstendur af fjöldahreyfingum og stéttarfélögum launafólks á landinu. Meðlimir fjöldahreyfingana (t.d. ASÍ, BSRB, BHM) eru stéttarfélögin, og félagar stéttarfélaga eru það launafólk sem greiðir félagsgjöld í stéttarfélag. Svo ef þú borgar félagsgjald í stéttarfélag, alveg sama hvaða stéttarfélag, þá ert þú í Verkalýðshreyfingunni. Hver er styrkur Verkalýðshreyfingarinnar? Styrkur Verkalýðshreyfingarinnar er ekki fólginn í forystu hreyfingarinnar. Þó svo Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi staðið framarlega í eldlínu baráttunar um réttindi launafólks síðustu daga, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi verið ötull talsmaður og gengið hart í baráttunni gegn ranglátum uppsögnum á almennu starfsfólki, þá er þetta bara fólk sem í raun og veru hefur engin völd. Styrkur Verkalýðshreyfingarinnar liggur alfarið í þér. Já, ÞÉR. Verkalýðshreyfingin er jú FJÖLDAhreyfing. Styrkur Verkalýðshreyfingarinnar er ekki í einstaklingum með titla, heldur í þeim gífurlega fjölda einstaklinga sem standa bakvið og styðja einstaklinginn sem ber titilinn. Styrkur Verkalýðshreyfingarinnar er í HÓPNUM. Er Verkalýðshreyfingin eðlilegur hluti atvinnumarkaðarins? Nei, Verkalýðshreyfingin er ekki eðlilegur hluti af atvinnumarkaðinum. Einfalt er að líta til Bandaríkjanna og sjá skort á Verkalýðshreyfingu þar, ásamt skilvirkum aðförum eigenda og stjórnenda fyrirtækja í BNA gegn því að hvers kyns Verkalýðshreyfing stofnist, til að sjá þær aðstæður sem við gætum verið að búa við. Aðstæður þar sem fæðingarorlof er talið lúxus, uppsagnarfrestur er enginn (gerið internet leit að „at will employment“), hámarksvinnutími þekkist illa, og klósettferðir eru ekki sjálfgefnar fyrir almennt starfsfólk. Ef við einföldum sögu Verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, þá varð Verkalýðshreyfingin á Íslandi til þar sem starfsfólk varð reitt og þreytt á ómannúðlegum vinnuaðstæðum og tók sig saman og stofnaði samtök sem berðust fyrir réttindum starfsfólks. Hugmyndin var einföld. Ef ein manneskja fer fram og segir „aðstæður eru ekki í lagi“, þá er sá aðili tekinn fyrir af atvinnurekanda og einfaldlega rekinn. Annað starfsfólk lærir að halda höfði sínu niðri, ellegar missa tekjulind sína. En ef starfsfólkið hópaði sig saman, og einn einstaklingur fór fram í krafti hópsins og bæri fram kröfur þeirra? Þá er kominn pólitískur þrýstihópur, þar sem ef ekki var hlustað á óskir hópsins þá var hópurinn samstíga í nauðsynlegum aðgerðum til þess að knýja fram jákvæðar breytingar. Þetta er kraftur Verkalýðshreyfingarinnar og tilgangur samninganefnda í kjarasamningum – Að efla og bæta aðstæður, kjör og réttindi alls hópsins, því að án betri kjara þá er Hópurinn ósáttur og tekur til aðgerða til að knýja fram breytingar (við þekkjum það sem „verkfall“). Verkalýðshreyfingin stendur með hópnum, og án hópsins á bakvið sig þá missir Verkalýðshreyfingin áhrifavöld sín. Bíddu, er ekki nóg að hafa formenn í Verkalýðshreyfingunni sem tala máli félagsfólks? Nei. Því ef starfsfólkið sjálft, Hópurinn, endurrómar ekki það sem formenn Verkalýðshreyfingarinnar eru að segja þá missir boðskapur þeirra mátt sinn. Án hópsins er Verkalýðshreyfingin ekkert. Og þetta er því miður hreyfingin á Íslenskum vinnumarkaði. Við sjáum vissa formenn berjast hart fyrir réttindum og kjörum félagsfólks síns, á meðan hópurinn segir að „stéttarfélagið sér um þetta“. Við sjáum aðra formenn sitja hljóða hjá, hrædda við að taka þátt í baráttunni þar sem þeir vita að rödd þeirra hefur lítið eða ekkert bakland. Við sjáum Verkalýðshreyfingu sem var baráttuglöð og byggði upp sterkan atvinnumarkað þar sem fólk vill taka þátt á vinnumarkaðinum því fólk veit að vinnumarkaðurinn styður við starfsfólkið og misnotar það ekki, í að örfáir einstaklingar eru í forgrunni baráttu fyrir kjörum og réttindum starfsfólks með engan sjáanlegan stuðning þar sem „stéttarfélagið sér um þetta“. Því staðreyndin er jú þessi, baráttunni er ekki lokið, og hafa síðustu dagar sýnt það svo vel af hverju það er ennþá mikilvægt að við keyrum baráttugleði Verkalýðshreyfingarinnar allrar áfram. Hvað gerðist eiginlega? Var ekki skrifað undir einhverja samninga um daginn? Jú, skrifað var undir samninga um daginn, en ekki fyrr en að álit atvinnurekenda gagnvart launafólki kom sterklega fram. Við, starfsfólkið sem höldum atvinnurekendum uppi, búum til hagnað fyrir eigendur og hluthafa, hlúum að tækjum, tólum, viðskiptasamböndum og berjumst fyrir jákvæðu áliti þriðja aðila á atvinnurekanda okkar, við erum ekki álitin verðmætur hluti af atvinnurekandanunm heldur óþarfa kostnaður. Við erum ekki einstaklingar með reikninga, leigugreiðslur eða húsnæðislán, og hvað þá fjölskyldufólk með börn á framfæri okkar. Við erum tölfræði, launaliður, rekstrarkostnaður. Og ekki aðeins erum við notuð sem peð til að knýja fram kröfur atvinnurekenda, heldur erum við skikkuð til þess að greiða fyrir aðfarir atvinnurekenda gegn okkur sjálfum. Hvað ertu að tala um? Verkbann. Er kemur að kjarasamningum er eitt tól Verkalýðshreyfingarinnar að kalla á verkfall. Biður þá viðkomandi stéttarfélag félagsfólk sitt um leyfi um að kalla til verkfalls sé það talið nauðsynlegt með atkvæðagreiðslu, og sé það samþykkt þarf allt félagsfólk sem verkfallið nær yfir að fella niður störf sín. Á meðan eru þeir einstaklingar launalausir, og hafa því stéttarfélög einhvers konar verkfallssjóði til þess að greiða laun til þessara einstaklinga svo að þeir aðilar nái endum saman þrátt fyrir launamissi frá sínum atvinnurekanda. Þessir verkfallssjóðir eru mismunandi digrir, því stærra sem félagið er því stærri eru sjóðirnir, og því stærri sem sjóðirnir eru því betur stendur viðkomandi félag í kjaraviðræðum. Viðræður vegna kjarasamninga hefjast því oftast við stærstu stéttafélög landsins, því þau geta betur knúið fram jákvæðar breytingar á vinnumarkaðinum heldur en smærri félög með litla eða enga verkfallssjóði. Verkbann er hins vegar tæki sem atvinnurekendur nýta í kjarasamningsviðræðum. Verkbann er alveg eins og verkfall, nema að atvinnurekendur banna starfsfólki að sinna störfum sínum og er starfsfólk launalaust á meðan. Verkbann er ekki unnið í samráði við starfsfólk, heldur ákveðið af atvinnurekendum sjálfum, en líkt og með verkfall þá getur starfsfólk ekki valið að taka ekki þátt í verkbanni. En er þetta ekki eðlilegt tól? Ekki er þetta ólöglegt? Nei, verkbann er alls ekki ólöglegt. Það er meira að segja klausa í lögum sem leyfa atvinnurekendum að nota verkbann. En verkbann þýðir að starfsfólk er launalaust á meðan á verkbanninum stendur. Sem er sitthvað sem stéttarfélög eiga erfitt með að horfa upp á og er því verkfallssjóður stéttarfélaga notaður til þess að ganga úr skugga um að félagsfólk eigi fyrir salti í grautinn. Þannig er þetta ólöglegt? Nei. En það er ósiðferðilegt með öllu að reyna að knýja stéttarfélag til að lúta kröfum atvinnurekenda, með því að setja upp þá aðstöðu að 18-20.000 einstaklingar verði launalausir nema stéttarfélagið grípi inn í. Til útskýringa; launtakar í Verkalýðshreyfingum með lausa kjarasamninga eru 175-180 þúsund. 20 þúsund manns eru því 11% af öllum einstaklingum sem hafa lausa samninga óháð stéttarfélagi. Samtök Atvinnulífsins krafðist þess að eitt stéttarfélag horfði upp á meirihluta síns félagsfólk vera launalaust, eða tæma verkfallssjóði sína og standa því verr að við frekari baráttu fyrir kjörum og réttindum félagsfólks síns. En hefur svona verkbann ekki áhrif á atvinnurekendur líka? Jú, og gífurleg neikvæð áhrif til skammttíma litið. En ekki á langtíman litið. Verkbannið átti að ná yfir allt skrifstofufólk atvinnurekenda. Skrifstofufólk sem er hjá VR vinnur við mannauðsstörf, fjármál, markaðsstörf, tölvuvinnu, nefndu það. Þetta er fólkið sem heldur rekstrinum gangandi dags daglega. En hverjir eru það sem munu pikka upp slakan þegar til starfa er komið aftur? Jú, starfsfólkið sem var í verkbanninu. Það myndi þurfa að taka á sig alla ábyrgð og öll auka verkefni sem söfnuðust upp og þurft að vinna hratt og undir miklu álagi til að koma atvinnurekenda aftur í eðlilegt horf. Starfsfólkið, sem ekki aðeins var neitað um laun, fengi launað fyrir verkbannið með frekara álagi og streitu í starfi. Þannig að verkbannið myndi bæði tæma verkfallssjóði VR, sem og tæma allan baráttuþrótt starfsfólks. Verkbann Samtaka Atvinnulífsins voru því ekki bara útspil gegn Verkalýðshreyfingunni í heild sinni, heldur allra einstaklinga sem eru launtakar á vinnumarkaðinum er kemur að kröfu um betri réttindi og kjör. En hvað get ég gert? Við sjáum það sífellt meira á vinnumarkaði að starfsfólk er ekki það sem skiptir máli hjá atvinnurekanda. Við erum rekstrarkostnaður sem lækka þarf eins og mögulegt er, gengið er á launaóskir okkar, launaþjófnaður er algengur, skrimmt er á nauðsynlegum tækjum og tólum til starfa vegna sparnaðaraðgerða og vinnuaðstæður oft verulega slæmar. Við erum ekki einstaklingar, við erum peð sem spilað er fram eftir hentugleika til að knýja fram frekari hagnað fyrir eigendur og hluthafa atvinnurekenda. Þessi ómennskun á starfsfólki verður að hætta. Og hún hættir með þér. Hún hættir með okkur. Hún hættir með Hópnum. Við þurfum aftur að taka höndum saman aftur sem Hópur og knýja fram nýja hugsun hjá atvinnurekendum okkar. Við þurfum að kenna atvinnurekendum okkar að við erum Hópur sem stöndum saman að því að vera metin að verðleikum sem einstaklingar. Við erum Hópur sem krefjumst þess að vinnuframlag okkar sé séð útfrá einstaklingnum, en ekki útfrá tölfræði eða rekstrartölum. Við erum Hópur sem vill að störf okkar séu metin að verðleikum okkar sem einstaklingar, en ekki samkvæmt rekstrarhagnaði heildarinnar hverju sinni. Við erum Hópur sem óskum eftir vinnumarkaði sem leyfir okkur að dafna og þróast með atvinnurekanda okkar. því við sem einstaklingar höfum metnað fyrir störfum okkar. Ég og Þú.Við erum Hópur.Hópur af einstaklingum sem skipta máli sem slíkir. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar og sérfræðingur í mannauðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Atvinnurekendur Stéttarfélög Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir Verkalýðshreyfinguna hafa síðustu dagar verið æsispennandi, streituvaldandi, tilfinningaþrungnir, en jafnframt opnað augu margra fyrir aðstæðum á íslenskum vinnumarkaði. Hverjir eru í Verkalýðshreyfingunni? Athuga skal að „Verkalýðshreyfingin“ ert þú. Já, ÞÚ. Verkalýðshreyfingin samanstendur af fjöldahreyfingum og stéttarfélögum launafólks á landinu. Meðlimir fjöldahreyfingana (t.d. ASÍ, BSRB, BHM) eru stéttarfélögin, og félagar stéttarfélaga eru það launafólk sem greiðir félagsgjöld í stéttarfélag. Svo ef þú borgar félagsgjald í stéttarfélag, alveg sama hvaða stéttarfélag, þá ert þú í Verkalýðshreyfingunni. Hver er styrkur Verkalýðshreyfingarinnar? Styrkur Verkalýðshreyfingarinnar er ekki fólginn í forystu hreyfingarinnar. Þó svo Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi staðið framarlega í eldlínu baráttunar um réttindi launafólks síðustu daga, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafi verið ötull talsmaður og gengið hart í baráttunni gegn ranglátum uppsögnum á almennu starfsfólki, þá er þetta bara fólk sem í raun og veru hefur engin völd. Styrkur Verkalýðshreyfingarinnar liggur alfarið í þér. Já, ÞÉR. Verkalýðshreyfingin er jú FJÖLDAhreyfing. Styrkur Verkalýðshreyfingarinnar er ekki í einstaklingum með titla, heldur í þeim gífurlega fjölda einstaklinga sem standa bakvið og styðja einstaklinginn sem ber titilinn. Styrkur Verkalýðshreyfingarinnar er í HÓPNUM. Er Verkalýðshreyfingin eðlilegur hluti atvinnumarkaðarins? Nei, Verkalýðshreyfingin er ekki eðlilegur hluti af atvinnumarkaðinum. Einfalt er að líta til Bandaríkjanna og sjá skort á Verkalýðshreyfingu þar, ásamt skilvirkum aðförum eigenda og stjórnenda fyrirtækja í BNA gegn því að hvers kyns Verkalýðshreyfing stofnist, til að sjá þær aðstæður sem við gætum verið að búa við. Aðstæður þar sem fæðingarorlof er talið lúxus, uppsagnarfrestur er enginn (gerið internet leit að „at will employment“), hámarksvinnutími þekkist illa, og klósettferðir eru ekki sjálfgefnar fyrir almennt starfsfólk. Ef við einföldum sögu Verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi, þá varð Verkalýðshreyfingin á Íslandi til þar sem starfsfólk varð reitt og þreytt á ómannúðlegum vinnuaðstæðum og tók sig saman og stofnaði samtök sem berðust fyrir réttindum starfsfólks. Hugmyndin var einföld. Ef ein manneskja fer fram og segir „aðstæður eru ekki í lagi“, þá er sá aðili tekinn fyrir af atvinnurekanda og einfaldlega rekinn. Annað starfsfólk lærir að halda höfði sínu niðri, ellegar missa tekjulind sína. En ef starfsfólkið hópaði sig saman, og einn einstaklingur fór fram í krafti hópsins og bæri fram kröfur þeirra? Þá er kominn pólitískur þrýstihópur, þar sem ef ekki var hlustað á óskir hópsins þá var hópurinn samstíga í nauðsynlegum aðgerðum til þess að knýja fram jákvæðar breytingar. Þetta er kraftur Verkalýðshreyfingarinnar og tilgangur samninganefnda í kjarasamningum – Að efla og bæta aðstæður, kjör og réttindi alls hópsins, því að án betri kjara þá er Hópurinn ósáttur og tekur til aðgerða til að knýja fram breytingar (við þekkjum það sem „verkfall“). Verkalýðshreyfingin stendur með hópnum, og án hópsins á bakvið sig þá missir Verkalýðshreyfingin áhrifavöld sín. Bíddu, er ekki nóg að hafa formenn í Verkalýðshreyfingunni sem tala máli félagsfólks? Nei. Því ef starfsfólkið sjálft, Hópurinn, endurrómar ekki það sem formenn Verkalýðshreyfingarinnar eru að segja þá missir boðskapur þeirra mátt sinn. Án hópsins er Verkalýðshreyfingin ekkert. Og þetta er því miður hreyfingin á Íslenskum vinnumarkaði. Við sjáum vissa formenn berjast hart fyrir réttindum og kjörum félagsfólks síns, á meðan hópurinn segir að „stéttarfélagið sér um þetta“. Við sjáum aðra formenn sitja hljóða hjá, hrædda við að taka þátt í baráttunni þar sem þeir vita að rödd þeirra hefur lítið eða ekkert bakland. Við sjáum Verkalýðshreyfingu sem var baráttuglöð og byggði upp sterkan atvinnumarkað þar sem fólk vill taka þátt á vinnumarkaðinum því fólk veit að vinnumarkaðurinn styður við starfsfólkið og misnotar það ekki, í að örfáir einstaklingar eru í forgrunni baráttu fyrir kjörum og réttindum starfsfólks með engan sjáanlegan stuðning þar sem „stéttarfélagið sér um þetta“. Því staðreyndin er jú þessi, baráttunni er ekki lokið, og hafa síðustu dagar sýnt það svo vel af hverju það er ennþá mikilvægt að við keyrum baráttugleði Verkalýðshreyfingarinnar allrar áfram. Hvað gerðist eiginlega? Var ekki skrifað undir einhverja samninga um daginn? Jú, skrifað var undir samninga um daginn, en ekki fyrr en að álit atvinnurekenda gagnvart launafólki kom sterklega fram. Við, starfsfólkið sem höldum atvinnurekendum uppi, búum til hagnað fyrir eigendur og hluthafa, hlúum að tækjum, tólum, viðskiptasamböndum og berjumst fyrir jákvæðu áliti þriðja aðila á atvinnurekanda okkar, við erum ekki álitin verðmætur hluti af atvinnurekandanunm heldur óþarfa kostnaður. Við erum ekki einstaklingar með reikninga, leigugreiðslur eða húsnæðislán, og hvað þá fjölskyldufólk með börn á framfæri okkar. Við erum tölfræði, launaliður, rekstrarkostnaður. Og ekki aðeins erum við notuð sem peð til að knýja fram kröfur atvinnurekenda, heldur erum við skikkuð til þess að greiða fyrir aðfarir atvinnurekenda gegn okkur sjálfum. Hvað ertu að tala um? Verkbann. Er kemur að kjarasamningum er eitt tól Verkalýðshreyfingarinnar að kalla á verkfall. Biður þá viðkomandi stéttarfélag félagsfólk sitt um leyfi um að kalla til verkfalls sé það talið nauðsynlegt með atkvæðagreiðslu, og sé það samþykkt þarf allt félagsfólk sem verkfallið nær yfir að fella niður störf sín. Á meðan eru þeir einstaklingar launalausir, og hafa því stéttarfélög einhvers konar verkfallssjóði til þess að greiða laun til þessara einstaklinga svo að þeir aðilar nái endum saman þrátt fyrir launamissi frá sínum atvinnurekanda. Þessir verkfallssjóðir eru mismunandi digrir, því stærra sem félagið er því stærri eru sjóðirnir, og því stærri sem sjóðirnir eru því betur stendur viðkomandi félag í kjaraviðræðum. Viðræður vegna kjarasamninga hefjast því oftast við stærstu stéttafélög landsins, því þau geta betur knúið fram jákvæðar breytingar á vinnumarkaðinum heldur en smærri félög með litla eða enga verkfallssjóði. Verkbann er hins vegar tæki sem atvinnurekendur nýta í kjarasamningsviðræðum. Verkbann er alveg eins og verkfall, nema að atvinnurekendur banna starfsfólki að sinna störfum sínum og er starfsfólk launalaust á meðan. Verkbann er ekki unnið í samráði við starfsfólk, heldur ákveðið af atvinnurekendum sjálfum, en líkt og með verkfall þá getur starfsfólk ekki valið að taka ekki þátt í verkbanni. En er þetta ekki eðlilegt tól? Ekki er þetta ólöglegt? Nei, verkbann er alls ekki ólöglegt. Það er meira að segja klausa í lögum sem leyfa atvinnurekendum að nota verkbann. En verkbann þýðir að starfsfólk er launalaust á meðan á verkbanninum stendur. Sem er sitthvað sem stéttarfélög eiga erfitt með að horfa upp á og er því verkfallssjóður stéttarfélaga notaður til þess að ganga úr skugga um að félagsfólk eigi fyrir salti í grautinn. Þannig er þetta ólöglegt? Nei. En það er ósiðferðilegt með öllu að reyna að knýja stéttarfélag til að lúta kröfum atvinnurekenda, með því að setja upp þá aðstöðu að 18-20.000 einstaklingar verði launalausir nema stéttarfélagið grípi inn í. Til útskýringa; launtakar í Verkalýðshreyfingum með lausa kjarasamninga eru 175-180 þúsund. 20 þúsund manns eru því 11% af öllum einstaklingum sem hafa lausa samninga óháð stéttarfélagi. Samtök Atvinnulífsins krafðist þess að eitt stéttarfélag horfði upp á meirihluta síns félagsfólk vera launalaust, eða tæma verkfallssjóði sína og standa því verr að við frekari baráttu fyrir kjörum og réttindum félagsfólks síns. En hefur svona verkbann ekki áhrif á atvinnurekendur líka? Jú, og gífurleg neikvæð áhrif til skammttíma litið. En ekki á langtíman litið. Verkbannið átti að ná yfir allt skrifstofufólk atvinnurekenda. Skrifstofufólk sem er hjá VR vinnur við mannauðsstörf, fjármál, markaðsstörf, tölvuvinnu, nefndu það. Þetta er fólkið sem heldur rekstrinum gangandi dags daglega. En hverjir eru það sem munu pikka upp slakan þegar til starfa er komið aftur? Jú, starfsfólkið sem var í verkbanninu. Það myndi þurfa að taka á sig alla ábyrgð og öll auka verkefni sem söfnuðust upp og þurft að vinna hratt og undir miklu álagi til að koma atvinnurekenda aftur í eðlilegt horf. Starfsfólkið, sem ekki aðeins var neitað um laun, fengi launað fyrir verkbannið með frekara álagi og streitu í starfi. Þannig að verkbannið myndi bæði tæma verkfallssjóði VR, sem og tæma allan baráttuþrótt starfsfólks. Verkbann Samtaka Atvinnulífsins voru því ekki bara útspil gegn Verkalýðshreyfingunni í heild sinni, heldur allra einstaklinga sem eru launtakar á vinnumarkaðinum er kemur að kröfu um betri réttindi og kjör. En hvað get ég gert? Við sjáum það sífellt meira á vinnumarkaði að starfsfólk er ekki það sem skiptir máli hjá atvinnurekanda. Við erum rekstrarkostnaður sem lækka þarf eins og mögulegt er, gengið er á launaóskir okkar, launaþjófnaður er algengur, skrimmt er á nauðsynlegum tækjum og tólum til starfa vegna sparnaðaraðgerða og vinnuaðstæður oft verulega slæmar. Við erum ekki einstaklingar, við erum peð sem spilað er fram eftir hentugleika til að knýja fram frekari hagnað fyrir eigendur og hluthafa atvinnurekenda. Þessi ómennskun á starfsfólki verður að hætta. Og hún hættir með þér. Hún hættir með okkur. Hún hættir með Hópnum. Við þurfum aftur að taka höndum saman aftur sem Hópur og knýja fram nýja hugsun hjá atvinnurekendum okkar. Við þurfum að kenna atvinnurekendum okkar að við erum Hópur sem stöndum saman að því að vera metin að verðleikum sem einstaklingar. Við erum Hópur sem krefjumst þess að vinnuframlag okkar sé séð útfrá einstaklingnum, en ekki útfrá tölfræði eða rekstrartölum. Við erum Hópur sem vill að störf okkar séu metin að verðleikum okkar sem einstaklingar, en ekki samkvæmt rekstrarhagnaði heildarinnar hverju sinni. Við erum Hópur sem óskum eftir vinnumarkaði sem leyfir okkur að dafna og þróast með atvinnurekanda okkar. því við sem einstaklingar höfum metnað fyrir störfum okkar. Ég og Þú.Við erum Hópur.Hópur af einstaklingum sem skipta máli sem slíkir. Höfundur er stofnandi Vinnuhjálpar og sérfræðingur í mannauðsmálum.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun