Gulleyjan okkar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 14. mars 2024 06:00 Leiðréttingar á hagtölum síðustu vikur hafa sýnt okkur að staðan hér á landi er nokkuð betri en við héldum áður. Annars vegar er talið að íbúar á landinu séu um 14.000 færri en við héldum. Hins vegar hefur endurmat Hagstofunnar leitt í ljós að hagvöxtur síðustu missera var meiri en áður var talið. Samanlögð niðurstaða er að landsframleiðsla á mann er 6% meiri en áður var talið. Þetta breytir mati á þróun síðustu ára og stöðu í alþjóðlegu samhengi. Ísland færist upp fyrir Holland og upp að hlið Danmerkur í landsframleiðslu á mann og er þar með hið sjötta hæsta í hinum vestræna heimi. Landsframleiðsla Íslands jókst um nær 11% á tímabilinu 2019-2023, sem er meira en á Norðurlöndunum (sjá meðfylgjandi mynd). Af Evrópuríkjum hefur hagvöxtur einungis verið meiri í Króatíu og Serbíu. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að Ísland kom fádæma vel út úr heimsfaraldrinum. Aðrar hagtölur bera sama vitni – kaupmáttur launa hefur vaxið um 6% frá 2019 en aftur á móti rýrnað um 3-4% á sama tíma í ríkjum ESB og á Norðurlöndunum. Þá má einnig nefna að eftir faraldurinn tók það hagkerfið aðeins tvö ár að ná fyrra framleiðslustigi. Þegar heimsfaraldurinn skók heimsbyggðina voru skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs lágar, fjármálastofnanir vel fjármagnaðar og erlend staða þjóðarbúsins afar hagstæð. Þessu má þakka góðri hagstjórn, pólitískri forystu og framtakssömu fólki hér á landi. Hagtölurnar sýna að í meginatriðum heppnuðust efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldri afskaplega vel. Land tækifæranna Það er eiginlega ótrúlegt hve gæfulega hefur tekist til við að byggja upp samfélag í fremstu röð hér á Íslandi á þeim rúmlega hundrað árum sem við höfum verið fullvalda ríki. Þetta sjá utanaðkomandi augu vel. Fyrir utan augljós efnahagsleg lífskjör búum við í ríki sem er álitið hið friðsælasta í heimi, menningararfurinn er sterkur og höldum ætíð í þá hugsun að við séum þrátt fyrir allt jöfn, þótt okkur gangi misvel á stundum. Við eigum til að gleyma að þrátt fyrir harðbýli og landfræðilega einangrun hefur okkur tekist að búa til eitt mesta velmegunarsamfélag í heimi. Þar af leiðandi eitt mesta velmegunarsamfélag mannkynssögunnar. Stór orð, en dagsönn. Það væru stór mistök að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Við þurfum að mæta hverjum degi eins og íþróttamaður sem veit að hver einasti leikur byrjar jafn og það þarf alltaf að leggja sig fram. Minnkandi verðbólga Við siglum þó ekki lygnan sjó án áskorana. Verðbólga hefur verið of mikil með tilheyrandi háu vaxtastigi um nokkurt skeið, en þó má leyfa sér að vona að þar séu bjartari tímar fram undan með vissum fyrirsjáanleika um þróun launa næstu ár. Þess utan hefur verðbólgan hjaðnað talsvert síðustu mánuði og er á réttri leið. Mikilvægasta verkefnið næstu misseri er að sú þróun haldi áfram til þess að skapa skilyrði fyrir stöðugleika og áframhaldandi hagvaxtarskeiði. Áframhaldandi árangur Við okkur blasa áskoranir, hvort sem það eru lakari skammtímahorfur, staðan á Reykjanesskaga eða í heimspólitíkinni. Þessu þarf að taka alvarlega og af ábyrgð. Áframhaldandi hagvöxtur og framfarir munu auðvelda okkur að takast á við þessi verkefni. Það gerist ekki af sjálfu sér heldur þurfa stjórnvöld meðvitað að skapa skilyrði fyrir slíkar framfarir. Við eigum að gera kröfu á okkur sjálf að taka ákvarðanir út frá því hvar við getum aukið framleiðni. Það þarf að vera akkeri okkar – framleiðni er ekkert annað en grunnforsenda lífskjara okkar og kaupmáttar. Þetta hefur nú verið sett á dagskrá og skiptir máli. Án framfara er afturför „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort afturábak ellegar nokkuð á leið.“ orti Jónas Hallgrímsson. Að sækja ekki fram jafngildir nefnilega afturför. Önnur samfélög hafa líka metnað og þau munu sækja fram. Mikill hagvöxtur, eða há landsframleiðsla, er ekki lausn við öllum okkar vandamálum og mörg ríki sem við tökum okkur sjaldan til fyrirmyndar búa við háa landsframleiðslu á mann. Hins vegar er alveg ljóst að þau ríki þar sem borgararnir búa við mest öryggi, velmegun og lífsgæði í víðum skilningi eru þau þar sem landsframleiðsla á mann er há. Það er ekki tilviljun. Við þurfum stöðugt að gera betur til þess að viðhalda stöðu okkar sem framúrskarandi samfélag. Okkur hefur tekist það síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hyggjumst halda því áfram. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Leiðréttingar á hagtölum síðustu vikur hafa sýnt okkur að staðan hér á landi er nokkuð betri en við héldum áður. Annars vegar er talið að íbúar á landinu séu um 14.000 færri en við héldum. Hins vegar hefur endurmat Hagstofunnar leitt í ljós að hagvöxtur síðustu missera var meiri en áður var talið. Samanlögð niðurstaða er að landsframleiðsla á mann er 6% meiri en áður var talið. Þetta breytir mati á þróun síðustu ára og stöðu í alþjóðlegu samhengi. Ísland færist upp fyrir Holland og upp að hlið Danmerkur í landsframleiðslu á mann og er þar með hið sjötta hæsta í hinum vestræna heimi. Landsframleiðsla Íslands jókst um nær 11% á tímabilinu 2019-2023, sem er meira en á Norðurlöndunum (sjá meðfylgjandi mynd). Af Evrópuríkjum hefur hagvöxtur einungis verið meiri í Króatíu og Serbíu. Tölurnar sýna, svo ekki verður um villst, að Ísland kom fádæma vel út úr heimsfaraldrinum. Aðrar hagtölur bera sama vitni – kaupmáttur launa hefur vaxið um 6% frá 2019 en aftur á móti rýrnað um 3-4% á sama tíma í ríkjum ESB og á Norðurlöndunum. Þá má einnig nefna að eftir faraldurinn tók það hagkerfið aðeins tvö ár að ná fyrra framleiðslustigi. Þegar heimsfaraldurinn skók heimsbyggðina voru skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs lágar, fjármálastofnanir vel fjármagnaðar og erlend staða þjóðarbúsins afar hagstæð. Þessu má þakka góðri hagstjórn, pólitískri forystu og framtakssömu fólki hér á landi. Hagtölurnar sýna að í meginatriðum heppnuðust efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í heimsfaraldri afskaplega vel. Land tækifæranna Það er eiginlega ótrúlegt hve gæfulega hefur tekist til við að byggja upp samfélag í fremstu röð hér á Íslandi á þeim rúmlega hundrað árum sem við höfum verið fullvalda ríki. Þetta sjá utanaðkomandi augu vel. Fyrir utan augljós efnahagsleg lífskjör búum við í ríki sem er álitið hið friðsælasta í heimi, menningararfurinn er sterkur og höldum ætíð í þá hugsun að við séum þrátt fyrir allt jöfn, þótt okkur gangi misvel á stundum. Við eigum til að gleyma að þrátt fyrir harðbýli og landfræðilega einangrun hefur okkur tekist að búa til eitt mesta velmegunarsamfélag í heimi. Þar af leiðandi eitt mesta velmegunarsamfélag mannkynssögunnar. Stór orð, en dagsönn. Það væru stór mistök að taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Við þurfum að mæta hverjum degi eins og íþróttamaður sem veit að hver einasti leikur byrjar jafn og það þarf alltaf að leggja sig fram. Minnkandi verðbólga Við siglum þó ekki lygnan sjó án áskorana. Verðbólga hefur verið of mikil með tilheyrandi háu vaxtastigi um nokkurt skeið, en þó má leyfa sér að vona að þar séu bjartari tímar fram undan með vissum fyrirsjáanleika um þróun launa næstu ár. Þess utan hefur verðbólgan hjaðnað talsvert síðustu mánuði og er á réttri leið. Mikilvægasta verkefnið næstu misseri er að sú þróun haldi áfram til þess að skapa skilyrði fyrir stöðugleika og áframhaldandi hagvaxtarskeiði. Áframhaldandi árangur Við okkur blasa áskoranir, hvort sem það eru lakari skammtímahorfur, staðan á Reykjanesskaga eða í heimspólitíkinni. Þessu þarf að taka alvarlega og af ábyrgð. Áframhaldandi hagvöxtur og framfarir munu auðvelda okkur að takast á við þessi verkefni. Það gerist ekki af sjálfu sér heldur þurfa stjórnvöld meðvitað að skapa skilyrði fyrir slíkar framfarir. Við eigum að gera kröfu á okkur sjálf að taka ákvarðanir út frá því hvar við getum aukið framleiðni. Það þarf að vera akkeri okkar – framleiðni er ekkert annað en grunnforsenda lífskjara okkar og kaupmáttar. Þetta hefur nú verið sett á dagskrá og skiptir máli. Án framfara er afturför „Það er svo bágt að standa í stað, og mönnunum munar annaðhvort afturábak ellegar nokkuð á leið.“ orti Jónas Hallgrímsson. Að sækja ekki fram jafngildir nefnilega afturför. Önnur samfélög hafa líka metnað og þau munu sækja fram. Mikill hagvöxtur, eða há landsframleiðsla, er ekki lausn við öllum okkar vandamálum og mörg ríki sem við tökum okkur sjaldan til fyrirmyndar búa við háa landsframleiðslu á mann. Hins vegar er alveg ljóst að þau ríki þar sem borgararnir búa við mest öryggi, velmegun og lífsgæði í víðum skilningi eru þau þar sem landsframleiðsla á mann er há. Það er ekki tilviljun. Við þurfum stöðugt að gera betur til þess að viðhalda stöðu okkar sem framúrskarandi samfélag. Okkur hefur tekist það síðustu áratugi undir forystu Sjálfstæðisflokksins og hyggjumst halda því áfram. Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun