Lingard-æði í Suður-Kóreu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2024 19:16 Jesse Lingard er mættur til Suður-Kóreu. MB Media/Getty Images Knattspyrnuferill Jesse Lingard var á hraðri niðurleið undir lok síðasta árs. Ekkert lið vildi semja við þennan 31 árs gamla sóknarþenkjandi leikmann og það virtist sem eini möguleikinn væri að setja skóna upp á hillu. Það er þangað til það barst tilboð frá Suður-Kóreu. Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer. Fótbolti Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Lingard er uppalinn hjá Manchester United og átti að mörgu leyti fínan feril með liðinu. Hann var einnig lánaður hingað og þangað en skipti endanlega til Nottingham Forest fyrir síðustu leiktíð. Hann náði ekki að sýna sínar bestu hliðar þó svo að Forest hafi haldið sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni. Síðan gekk allt á afturfótunum hjá Lingard, það er þangað til hann samdi við FC Seúl í Suður-Kóreu í upphafi þessa árs. Síðan hefur Lingard-æði gripið um sig í landinu. 'The Lingard Zone' selling only No 10 shirts Tickets gone in 2mins 30secs Average attendance doubled FC Seoul's YouTube channel viewing figures up 800%Jesse Lingard might be a forgotten man in England but he is box office in South Korea, as @stujames75 witnessed....— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024 Í aðdraganda fyrsta heimaleiks Lingard með FC Seúl var sett upp svokallað „The Lingard Zone“ fyrir utan heimavöll liðsins. Markmiðið var að reyna anna eftirspurn á varningi tengdum Lingard. Þá aðallega treyjum með nafni hans og númerinu 10 á bakinu. Fólk var mætt í röð fjórum tímum áður en leikurinn hófst. FC Seúl hafði mætt Gwangju á útivelli í 1. umferð deildarinnar, þar seldust allir 7805 miðarnir upp á tveimur og hálfri mínútu. Í fyrsta heimaleiknum – þar sem vitað var að Lingard myndi ekki byrja út af skorti á leikæfingu – voru samtals nærri 52 þúsund manns mætt. Það eru tvöfalt fleiri en voru að meðaltali á leikjum liðsins á síðustu leiktíð. Over 50,000 fans showed up to watch Jesse Lingard s FC Seoul debut on Sunday pic.twitter.com/2pnMXVsIvu— B/R Football (@brfootball) March 11, 2024 The Athletic var á staðnum til að fjalla um Lingard-æðið. Þar segir einnig að áhorf á Youtube-rás félagsins hafi aukist um 800 prósent. Þá er FC Seúl fyrsta liðið í K-League, efstu deild landsins, til að vera með fleiri en 100 þúsund áskrifendur á Youtube. Því miður fyrir FC Seúl, sem er að flestra mati stærsta lið Suður-Kóreu, þá gerði liðið markalaust jafntefli við Incheon United í fyrsta heimaleik Lingards. Að þessu sinni lék Englendingurinn 60 mínútur en í 2-0 tapinu gegn Gwangju lék hann aðeins 13 og fékk gult spjald í uppbótartíma. Næst er bara að spila heilan leik og ná í eins og einn sigur áður en illa fer.
Fótbolti Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira