Enski boltinn

„Þetta eru svaka­leg kaup“

Sindri Sverrisson skrifar
Pep Guardiola heldur áfram að bæta í leikmannahóp Manchester City og heufr keypt heilt byrjunarlið á síðustu tólf mánuðum, fyrir 412 milljónir punda.
Pep Guardiola heldur áfram að bæta í leikmannahóp Manchester City og heufr keypt heilt byrjunarlið á síðustu tólf mánuðum, fyrir 412 milljónir punda. Sýn Sport

Eftir tapið og ósannfærandi frammistöðu Manchester City í grannaslagnum gegn Manchester United um helgina ræddu sérfræðingar Sunnudagsmessunnar á Sýn Sport um þær miklu mannabreytingar sem orðið hafa hjá City.

Eins og sjá má á myndinni hér að ofan, og í umræðunni í spilaranum hér að neðan, hefur City keypt heilt byrjunarlið á síðustu tólf mánuðum, fyrir væna summu.

Klippa: Messan - Kaup Man. City

„Það þurfti að byggja liðið upp á nýtt, eftir að menn á borð við De Bruyne og fleiri hafa dottið út. En þetta eru svakaleg kaup. Þeir eru ekkert að grínast,“ sagði Bjarni Guðjónsson sem velti því hins vegar fyrir sér hvort þessir nýju menn myndu spila fyrir Pep Guardiola lengi:

„Svo er spurningin, hversu lengi endist hann? Gerum við bara ráð fyrir að Pep verði þarna? Verður engin þreyta í þessu? Er þetta áskorunin, að byggja nýtt lið?“

„Hann virðist þrífast á því að endurhugsa leikfræðina. Hann virðist líta á þetta sem auðan striga og er alltaf að finna upp á einhverju nýju,“ skaut Kjartan Atli Kjartansson inn í.

„Ég vona svo sannarlega að hann sé ekki á leiðinni út úr ensku úrvalsdeildinni. Það er frábært að hafa hann og City-menn eru ekkert langt á eftir Arsenal eins og við sjáum á töflunni. Þeir eru ekkert sigraðir,“ sagði Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×