Vandi fylgir vegsemd hverri: Biskupsforval í höndum fámennrar stéttar Skúli S. Ólafsson skrifar 7. mars 2024 10:30 Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Framundan er forval til biskupskjörs. Hópur vígðra þjóna kirkjunnar, alls 164 einstaklingar, tilnefnir einhvern þeirra sjö sem hafa „rétt upp hönd“ til að gefa kost á sér í sjálfu biskupskjörinu. Mikil ábyrgð er lögð á herðrar þessa fólks og hefur þetta fyrirkomulag sætt gagnrýni sem vel má taka undir. Það orkar tvímælis að setja svo mikil völd í hendur þeirra sem starfa í innsta kjarna Þjóðkirkjunnar. Má færa rök fyrir því að slíkt forval stangist ekki eingöngu á við grunnreglur lýðræðis um val á forystufólki, heldur sé það á skjön við sjálft eðli Þjóðkirkjunnar. Í lögum um Þjóðkirkjuna (77/2021) segir: „Þjóðkirkjunni ber að halda úti vígðri þjónustu á landinu öllu og tryggja að allir landsmenn geti átt kost á henni“ (3. gr.). Hér er með öðrum orðum kveðið á um það að Þjóðkirkjan hafi skyldum að gegna út fyrir þann hóp 225.902 eintaklinga sem nú tilheyra trúfélaginu. Hér erum við komin að kjarna þess sem kalla má „Þjóðkirkjuhugsjónina“. Þar er átt við þá köllun að vinna landi og þjóð gagn í krafti kærleiksboðskapar Jesú Krists í nafni jafnréttis og velferðar. Í þeirri þjónustu gegnir biskup lykilhlutverki. Biskup þarf að geta talað til fólks, á stundum mótlætis, þegar þjóðin fagnar tyllidögum eða stendur frammi fyrir álitamálum. Annað meginhlutverk biskups er að gegna forystu í þeim hópi sem veitir kirkjulega þjónustu. Sá flokkur er að sönnu fjölbreyttur. Þar ber vitanlega að nefna téðan hóp vígðra þjóna kirkjunnar, en þar er þó ekki öll sagan sögð. Á vegum kirkjunnar starfar fjöldi launaðra starfsmanna auk enn stærri hóps sjálfboðaliða. Starfsemi Þjóðkirkjunnar fellur undir óhagnaðardrifinn rekstur. Því er mikilvægt að skilgreina markmið og stefnu sem birtist ekki nema að takmörkuðu leyti í niðurstöðum ársreikninga. Þessu þarf biskupinn að sinna og umfram allt stuðla að því að fólkið sem vinnur í anda Þjóðkirkjuhugsjónarinnar, starfi sem einn hópur. Tilnefningarvaldið fellur í skaut aðeins lítils hluta þess samfélags sem þjónar á vettvangi kirkjunnar. Hér gildir hið fornkveðna, að vandi fylgir vegsemd hverri. Mikilvægt er að tilnefnendur horfi út fyrir þrönga stéttarhagsmuni þegar ákvörðun er tekin. Fólk hlýtur að meta hvort og þá hvernig einstaklingar úr hópi þessara sjö hafa tjáð sig á opinberum vettvangi og miðlað forystu. Með því móti einu verður hægt að segja að tilnefnendur hafi axlað þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin. Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun