Í karphúsi krónunnar Sigmar Guðmundsson skrifar 6. mars 2024 08:00 Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sigmar Guðmundsson Kjaraviðræður 2023-24 Íslenska krónan Mest lesið Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það blasir við að ríkið mun stíga inn í þann kjarasamning sem er að fæðast í karphúsinu. Væntanlega verða þetta ekki 25 milljarðar á ári í millifærslukerfin eins og verkalýðshreyfingin talaði fyrst um en bara helmingurinn af þeirri upphæð kallar á talsverðar ráðstafanir í ríkisfjármálunum. Látum liggja á milli hluta þau klókindi fyrirtækja landsins að fá ríkið til að fjármagna kjarabætur fyrir starfsfólk sitt. Og við skulum sömuleiðis ýta frá okkur í bili þeirri leiðinlegu staðreynd að þetta sama starfsfólk mun á endanum greiða sjálft fyrir kjarabæturnar til sjálfs síns, því hugmyndaauðgi þessarar ríkisstjórnar takmarkast alfarið við skattahækkanir og lántökur. En gott og vel. Við búum víst í krónuhagkerfinu og óhjákvæmilegur fylgifiskur þess er skapandi hugsun í kjarasamningsgerð. Að geta hugsað abstrakt er nauðsynlegur eiginleiki í karphúsinu. Stöldrum samt aðeins við og veltum fyrir okkur nokkrum staðreyndum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem semja þarf um kaup og kjör á sama tíma og vaxta og verðbólgutölur landsins líkjast meira lokatölum í körfuboltaleik heldur en vaxta og verðbólgustigi í siðuðu landi. Og þetta er heldur ekki í síðasta sinn sem það gerist. Þetta getum við þakkað íslensku krónunni. Það kostar ríkið, heimili og fyrirtæki um 300 milljarða árlega að halda í þessa örmynt, sé miðað við vaxtamun krónu og evru. Ef við tökum bara heildarskuldir heimila og atvinnulífs lætur nærri að kostnaðurinn við krónuna sé um 200 milljarðar. Á hverju einasta ári. Það blasir auðvitað við að það væri talsvert auðveldara að semja um kaup og kjör á milli fyrirtækja og starfsfólks án þessa kostnaðar í bókhaldi beggja. Menn gætu jafnvel freistast til þess að gera kjarasamning án aðkomu ríkisvaldsins. En reipitogið í karphúsi krónunnar endar alltaf í faðmi ríkisins. Það er nánast skrifað í starfslýsingu fjármálaráðherra lýðveldisins í seinni tíð að koma með „útspil til að liðka fyrir kjarasamningum“. Það er nefnilega „brýnt að ná niður verðbólgu og vöxtum“. Ég hef þessar setningar í gæsalöppum því þær eru meira notaðar hérlendis en vinsælustu málshættirnir og myndu reyndar sóma sér vel á gulum miðum í páskaeggjum. Það er alveg sérlega íslenskt að fleygustu setningar Íslandssögunnar séu ættaðar úr karphúsinu en ekki úr ritum Laxness, en svona er veruleikinn í krónuhagkerfinu. Allavega, fjármálaráðherra lýðveldisins, gjarnan úr „flokki einkaframtaksins“, skrifar tékka fyrir hönd ríkissjóðs. Sama ríkissjóðs og greiðir meira en hundrað milljarða á ári í vaxtagjöld, ekki síst vegna íslensku krónunnar, sem auðvitað er sama krónan og er ástæða þess að aðilar vinnumarkaðarins þurfa að leita til ríkisstjórnarinnar, þeirrar sömu og hækkar skatta á landsmenn svo þeir geti á endanum greitt sjálfir fyrir eigin kjarabætur. Una svo allir glaðir við sitt þar til hringekjan fer aftur gang eftir fáein ár. Kannski er þetta ástæða þess að ríkisstjórnarflokkarnir og Samtök atvinnulífsins vilja ríghalda í krónuna. Samtökum atvinnulífsins finnst auðvitað ágætt að ríkið borgi laun fyrirtækja í hávaxtalandinu og ríkisstjórninni finnst þægilegt að geta fjármagnað eigin hagstjórnarmistök með peningum skattgreiðenda. Þetta hefur verkalýðsleiðtoginn frá Akranesi fattað fyrir löngu, en því miður náði hann því ekki gegn að gerð yrði úttekt á kostum og göllum krónunnar. Sú úttekt hefði leitt í ljós það sem blasir við öllum. Það eru ekki bara aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjórnin sem eiga þátt í þessu eilífa gangverki samfélagsins. Íslenska krónan skrifar handritið og leikur aðalhlutverkið. Íslenskur almenningur borgar brúsann. Alltaf og undantekningalaust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir Skoðun