Óverjandi staða á heilbrigðistæknimarkaði Ólafur Stephensen skrifar 29. febrúar 2024 11:31 Greinarhöfundur skrifaði grein hér á Vísi 19. desember síðastliðinn, undir fyrirsögninni „Þögn landlæknis um stöðu Origo“. Þar var farið yfir það hvernig Embætti landlæknis hefur komið Origo hf. í þá stöðu að vera beggja megin borðsins á heilbrigðistæknimarkaðnum. Sjúkraskrárkerfið Saga og hugbúnaðarkerfin Hekla og Heilsuvera, sem eru hluti af hinu opinbera heilbrigðiskerfi, eru í eign og umsjá Origo. Einkafyrirtæki sem bjóða heilsutæknilausnir, bæði hug- og vélbúnað sem þarf að tengjast kerfunum, mega jafnframt búa við það að Origo keppir beint við þau með uppbyggingu Helix, sem nú er sjálfstætt dótturfélag en var áður heilbrigðislausnir Origo. Allir sjá að þessi staða er í hæsta máta óeðlileg og getur ekki haft góð áhrif á samkeppni og framþróun á markaði fyrir heilbrigðistæknilausnir. Fyrirsögn fyrri greinar höfundar vísaði til þess að þá, 19. desember, hafði Embætti landlæknis ekki svarað erindi sem Félag atvinnurekenda sendi því í byrjun nóvember, með ýmsum spurningum um stöðu Origo gagnvart kerfunum sem hin opinbera heilbrigðisþjónusta notar, þar á meðal hvernig embættið hygðist tryggja að Origo yrði ekki beggja vegna borðsins. Svarbréf barst loksins 30. janúar, en svörin draga því miður ekkert úr áhyggjum FA af samkeppnisstöðunni á heilbrigðistæknimarkaðnum. Lögin brotin of lengi til að hægt sé að snúa til baka? Kærunefnd útboðsmála komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að kaup landlæknisembættisins á þróun Heklu og Heilsuveru, sem og fjarfundabúnaði á heilbrigðissviði, af Origo væru ólögmæt og hefðu farið fram án lögbundins útboðsferlis árum saman þrátt fyrir að vera langt yfir viðmiðunarfjárhæðum. Nefndin lagði níu milljóna sekt á landlæknisembættið og lagði fyrir það að bjóða viðskiptin út. Landlæknir neitar að una úrskurðinum og hefur skotið málinu til dómstóla. Í svari landlæknisembættisins til FA segir að „það fjármagn sem embætti[nu] hefur verið úthlutað í málaflokkinn hefur ekki dugað til að fara í endurgerð eða kaup á nýju[m] kerfum í stað þessara kerfa.“ Með öðrum orðum hafa lögbrot Embættis landlæknis og mögulega ráðuneytis heilbrigðismála þar á undan staðið svo lengi að ríkisvaldið hefur ekki efni á að fara að lögum um opinber innkaup og bjóða viðskiptin út lögum samkvæmt. Þessi framganga opinberrar stofnunar er ekki til eftirbreytni. Origo hf. hefur með þessu verið komið í stöðu sem er ekki með nokkrum hætti verjandi. Hvað ætlar Samkeppniseftirlitið að gera? Fyrirtæki á heilbrigðistæknimarkaðnum hafa um árabil kvartað undan stöðu Origo og forvera fyrirtækisins. Einn þeirra forvera var EMR hugbúnaður sem rann inn í Nýherja, síðar Origo. Árið 2011 komst Samkeppniseftirlitið (SE) að þeirri niðurstöðu að sú staða væri „óheppileg í samkeppnislegu tilliti að sami aðilinn eigi heilbrigðisnet [Heklu] og hugbúnað sem netið notar og er í samkeppni við aðra aðila sem selja sambærilegan hugbúnað.“ Samkeppniseftirlitið ákvað á þeim tíma að taka ekki á málinu vegna þeirra fyrirætlana þáverandi ráðuneytis heilbrigðismála að bjóða út hönnun á nýju heilbrigðisneti sem tæki við af Heklu og yrði að fullu í eigu ráðuneytisins. Raunar taldi SE nægilegt að sami aðili, eða tengdir aðilar, ættu ekki bæði heilbrigðisnetið og hugbúnað sem notaðist við það í samkeppni við aðra. Embætti landlæknis tók við Heklu-kerfinu og tilkynnti SE undir árslok 2012 að embættið hefði keypt kerfið. Eftir það hefur Samkeppniseftirlitið ekki séð ástæðu til að aðhafast í málinu. Í skjóli þess athafnaleysis hefur Origo styrkt stöðu sína á tengdum mörkuðum enn frekar. Eins og áður sagði, taldi kærunefnd útboðsmála að Heklu-kerfið væri í eigu Origo. Í svörum Embættis landlæknis til FA kemur fram að allir samningar um áðurnefnd kerfi séu bundnir hugverkarétti Origo hf. „Embætti landlæknis keypti hugverkarétt að eldri útgáfu Heklu árið 2012 en Origo á samt sem áður hugverkarétt að kerfinu,“ segir þar (leturbreyting greinarhöfundar). Með öðrum orðum er sú staða, sem Samkeppniseftirlitið taldi óviðunandi árið 2011, ennþá uppi. Sama fyrirtækið á kerfið og rekur það og selur heilbrigðistæknilausnir sem þurfa að tengjast því, í beinni samkeppni við önnur heilbrigðistæknifyrirtæki. Þetta er allsendis óviðunandi staða og fyllsta ástæða fyrir samkeppnisyfirvöld að taka á henni. Sérsniðin útboð Í bréfi Embættis landlæknis kemur fram að undanfarin misseri hafi embættið í stórauknum mæli farið í útboð á þróun á nýjum lausnum fyrir heilbrigðiskerfið. Eitt slíkt var opinberað rétt fyrir jól, en þá efndi landlæknir til útboðs á fjarfundalausn til notkunar á heilbrigðissviði. Keppinautar Origo hafa þegar kært útboðið til kærunefndar útboðsmála vegna þess að augljóst virðist að útboðsgögn séu sniðin að tiltekinni fjarfundalausn, sem Origo hf. og Sensa ehf., samstarfsaðili Origo, höfðu þegar prófað og þróað í samstarfi við landlæknisembættið, án útboðs og þvert á lög um opinber innkaup. Það eina rétta í stöðunni hefði að sjálfsögðu verið að útiloka þau fyrirtæki frá þátttöku í útboðinu. Í útboðslýsingunni kemur sömuleiðis fram að fjarfundalausnin muni, þegar hún verður tilbúin, standa öllum notendum sjúkraskrárkerfa til boða. Með því er lausnum annarra aðila í raun rutt út af heilbrigðismarkaðnum, sem vekur áleitnar spurningar um hvort útboðið standist samkeppnislög. Hvað finnst heilbrigðisráðherranum? Í þessum efnum virðist Embætti landlæknis haga sér eins og ríki í ríkinu og líta svo á að það þurfi hvorki að taka mið af lögum um opinber innkaup né samkeppnislöggjöfinni. Það getur ekki verið vilji stjórnvalda að þannig verði haldið áfram, enda væri með því verið að skaða stórlega starfsemi ýmissa frumkvöðlafyrirtækja, sem vinna að þróun margs konar heilbrigðistæknilausna sem geta orðið til góðs fyrir samfélagið og heilsu landsmanna. Það fer því að verða áleitin spurning hvaða skoðun heilbrigðisráðherrann, sem Embætti landlæknis heyrir undir, hefur á þessum framgangsmáta stofnunarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Heilbrigðismál Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Greinarhöfundur skrifaði grein hér á Vísi 19. desember síðastliðinn, undir fyrirsögninni „Þögn landlæknis um stöðu Origo“. Þar var farið yfir það hvernig Embætti landlæknis hefur komið Origo hf. í þá stöðu að vera beggja megin borðsins á heilbrigðistæknimarkaðnum. Sjúkraskrárkerfið Saga og hugbúnaðarkerfin Hekla og Heilsuvera, sem eru hluti af hinu opinbera heilbrigðiskerfi, eru í eign og umsjá Origo. Einkafyrirtæki sem bjóða heilsutæknilausnir, bæði hug- og vélbúnað sem þarf að tengjast kerfunum, mega jafnframt búa við það að Origo keppir beint við þau með uppbyggingu Helix, sem nú er sjálfstætt dótturfélag en var áður heilbrigðislausnir Origo. Allir sjá að þessi staða er í hæsta máta óeðlileg og getur ekki haft góð áhrif á samkeppni og framþróun á markaði fyrir heilbrigðistæknilausnir. Fyrirsögn fyrri greinar höfundar vísaði til þess að þá, 19. desember, hafði Embætti landlæknis ekki svarað erindi sem Félag atvinnurekenda sendi því í byrjun nóvember, með ýmsum spurningum um stöðu Origo gagnvart kerfunum sem hin opinbera heilbrigðisþjónusta notar, þar á meðal hvernig embættið hygðist tryggja að Origo yrði ekki beggja vegna borðsins. Svarbréf barst loksins 30. janúar, en svörin draga því miður ekkert úr áhyggjum FA af samkeppnisstöðunni á heilbrigðistæknimarkaðnum. Lögin brotin of lengi til að hægt sé að snúa til baka? Kærunefnd útboðsmála komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að kaup landlæknisembættisins á þróun Heklu og Heilsuveru, sem og fjarfundabúnaði á heilbrigðissviði, af Origo væru ólögmæt og hefðu farið fram án lögbundins útboðsferlis árum saman þrátt fyrir að vera langt yfir viðmiðunarfjárhæðum. Nefndin lagði níu milljóna sekt á landlæknisembættið og lagði fyrir það að bjóða viðskiptin út. Landlæknir neitar að una úrskurðinum og hefur skotið málinu til dómstóla. Í svari landlæknisembættisins til FA segir að „það fjármagn sem embætti[nu] hefur verið úthlutað í málaflokkinn hefur ekki dugað til að fara í endurgerð eða kaup á nýju[m] kerfum í stað þessara kerfa.“ Með öðrum orðum hafa lögbrot Embættis landlæknis og mögulega ráðuneytis heilbrigðismála þar á undan staðið svo lengi að ríkisvaldið hefur ekki efni á að fara að lögum um opinber innkaup og bjóða viðskiptin út lögum samkvæmt. Þessi framganga opinberrar stofnunar er ekki til eftirbreytni. Origo hf. hefur með þessu verið komið í stöðu sem er ekki með nokkrum hætti verjandi. Hvað ætlar Samkeppniseftirlitið að gera? Fyrirtæki á heilbrigðistæknimarkaðnum hafa um árabil kvartað undan stöðu Origo og forvera fyrirtækisins. Einn þeirra forvera var EMR hugbúnaður sem rann inn í Nýherja, síðar Origo. Árið 2011 komst Samkeppniseftirlitið (SE) að þeirri niðurstöðu að sú staða væri „óheppileg í samkeppnislegu tilliti að sami aðilinn eigi heilbrigðisnet [Heklu] og hugbúnað sem netið notar og er í samkeppni við aðra aðila sem selja sambærilegan hugbúnað.“ Samkeppniseftirlitið ákvað á þeim tíma að taka ekki á málinu vegna þeirra fyrirætlana þáverandi ráðuneytis heilbrigðismála að bjóða út hönnun á nýju heilbrigðisneti sem tæki við af Heklu og yrði að fullu í eigu ráðuneytisins. Raunar taldi SE nægilegt að sami aðili, eða tengdir aðilar, ættu ekki bæði heilbrigðisnetið og hugbúnað sem notaðist við það í samkeppni við aðra. Embætti landlæknis tók við Heklu-kerfinu og tilkynnti SE undir árslok 2012 að embættið hefði keypt kerfið. Eftir það hefur Samkeppniseftirlitið ekki séð ástæðu til að aðhafast í málinu. Í skjóli þess athafnaleysis hefur Origo styrkt stöðu sína á tengdum mörkuðum enn frekar. Eins og áður sagði, taldi kærunefnd útboðsmála að Heklu-kerfið væri í eigu Origo. Í svörum Embættis landlæknis til FA kemur fram að allir samningar um áðurnefnd kerfi séu bundnir hugverkarétti Origo hf. „Embætti landlæknis keypti hugverkarétt að eldri útgáfu Heklu árið 2012 en Origo á samt sem áður hugverkarétt að kerfinu,“ segir þar (leturbreyting greinarhöfundar). Með öðrum orðum er sú staða, sem Samkeppniseftirlitið taldi óviðunandi árið 2011, ennþá uppi. Sama fyrirtækið á kerfið og rekur það og selur heilbrigðistæknilausnir sem þurfa að tengjast því, í beinni samkeppni við önnur heilbrigðistæknifyrirtæki. Þetta er allsendis óviðunandi staða og fyllsta ástæða fyrir samkeppnisyfirvöld að taka á henni. Sérsniðin útboð Í bréfi Embættis landlæknis kemur fram að undanfarin misseri hafi embættið í stórauknum mæli farið í útboð á þróun á nýjum lausnum fyrir heilbrigðiskerfið. Eitt slíkt var opinberað rétt fyrir jól, en þá efndi landlæknir til útboðs á fjarfundalausn til notkunar á heilbrigðissviði. Keppinautar Origo hafa þegar kært útboðið til kærunefndar útboðsmála vegna þess að augljóst virðist að útboðsgögn séu sniðin að tiltekinni fjarfundalausn, sem Origo hf. og Sensa ehf., samstarfsaðili Origo, höfðu þegar prófað og þróað í samstarfi við landlæknisembættið, án útboðs og þvert á lög um opinber innkaup. Það eina rétta í stöðunni hefði að sjálfsögðu verið að útiloka þau fyrirtæki frá þátttöku í útboðinu. Í útboðslýsingunni kemur sömuleiðis fram að fjarfundalausnin muni, þegar hún verður tilbúin, standa öllum notendum sjúkraskrárkerfa til boða. Með því er lausnum annarra aðila í raun rutt út af heilbrigðismarkaðnum, sem vekur áleitnar spurningar um hvort útboðið standist samkeppnislög. Hvað finnst heilbrigðisráðherranum? Í þessum efnum virðist Embætti landlæknis haga sér eins og ríki í ríkinu og líta svo á að það þurfi hvorki að taka mið af lögum um opinber innkaup né samkeppnislöggjöfinni. Það getur ekki verið vilji stjórnvalda að þannig verði haldið áfram, enda væri með því verið að skaða stórlega starfsemi ýmissa frumkvöðlafyrirtækja, sem vinna að þróun margs konar heilbrigðistæknilausna sem geta orðið til góðs fyrir samfélagið og heilsu landsmanna. Það fer því að verða áleitin spurning hvaða skoðun heilbrigðisráðherrann, sem Embætti landlæknis heyrir undir, hefur á þessum framgangsmáta stofnunarinnar. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun